Fleiri fréttir

Ólafur Ragnar ræðir um framtíð orkumála á CNN

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er í viðtali í þættinum Principal Voices sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni CNN um helgina. Í þættinum er fjallað um framtíð orkumála og er viðtalið við Ólaf Ragnar meðal helstu efnisatriða þáttarins.

Ísbjarnarbúrið var sótthreinsað fyrir komuna til landsins

Búrið, sem flutt var inn til landsins frá Danmörku þegar fanga átti hvítabjörn sem gekk á landi við Hraun á Skaga í Skagafirði fyrr í vikunni, var sótthreinsað fyrir komuna til landsins. Þetta staðfestir Hjalti J. Guðmundusson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun

Jóhanna: Bankarnir fóru offari

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir að viðskiptabankarnir hafi farið offari á fasteignamarkaði fyrir fjórum árum. Hún vonar að forystumenn bankanna læri af reynslunni.

Tíska á meðal unglingstúlkna í Bandaríkjunum að verða óléttar

Yfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsaka nú af hverju 17 unglingstúlkur í sama skólanum hafa allar orðið óléttar á sama tíma. Engin stúlknanna er eldri en 16 ára en að minnsta kosti helmingur þeirra virðist hafa gert samning sín á milli um að reyna að verða óléttar.

Ránið breytti lífi mínu

„Þetta var byrjunin á því besta sem komið hefur fyrir mig,“ segir Óskar Örn Gíslason, einn þremenninga sem sviðsettu rán í 11-11 í Garðabæ fyrir rúmu ári. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Neikvætt að Sádar komi kvenmannslausir

Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, þykir ekki gott að engin kona skuli vera í 17 manna sendinefnd frá ráðgjafarþingi Sádi-Arabíu sem kemur til landsins um helgina. ,,Það er alveg ljóst að Sádar eiga býsna langt í land í lýðræðis- og jafnréttismálum," segir Sólveig.

Nesstofa opnuð á ný

Nesstofa var opnuð síðastliðinn laugardag með pompi og prakt í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni.

Kannabis getur greinst í þvagi sex vikum eftir neyslu

Þeir sem neyta kannabisefna gætu geta lent í því að vera sviptir ökuréttindum, löngu eftir að þau eru hætt að hafa áhrif á aksturinn. Tveir menn voru sakfelldir í Hæstarétti í gær fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en þeir höfðu verið sýknaðir í Héraðsdómi Vesfjarða. Um tíu dagar liðu frá því annar þeirra neytti kannabis og þar til hann var tekinn, og nokkrir dagar í hinu tilviku. THC sýra greindist í þvagsýnum mannana en ekkert í blóðsýnum. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur hjá Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands, segir heppilegra ef lögin væru skýrari í þessum efnum.

Varað við breytingum á Gunnuhver

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra varar fólk við að fara að Gunnuhver á Reykjanesi þar sem enn hafi orðið breytingar á honum.

Samningar munu liggja fyrir síðar í sumar um komu flóttamannanna

Samningar liggja ekki endanlega fyrir á milli Akranesskaupstaðar og félagsmálaráðuneytisins um kostnað við komu hinna 25-29 palestínsku flóttamanna. Flóttamennirnir munu að öllum líkindum koma hingað um mánaðarmótin ágúst-september. Mun gengið frá þessum samningum upp úr miðjum júlí.

Sjúkraliðar semja

Sjúkraliðafélag Íslands hefur samþykkt kjarasamning BSRB við ríkið. Á kjörskrá voru 1250. Fjöldi svarenda var 545 og sögðu já 84% svarenda en nei 14% svarenda. Auðir seðlar voru 17 eða 2% svarenda.

Dópið fannst eftir játningu Hollendings

Dópið í húsbíl Hollendingsins, sem var handtekinn í Norrænu í síðustu viku, fannst eftir að maðurinn vísaði á það. Fram að því hafði tollgæslan leitað án árangurs klukkutímum saman og nánast gefið leitina upp á bátinn.

Fengu ekki að gista í flóttamannabúðunum

Formaður íslensku sendinefndarinnar sem segir ferðina til Íraks hafa eftir atvikum gengið vel. Vegna ótryggs ástands var nefndinni ekki leyft að dvelja í flóttamannabúðunum að nóttu til.

Ekið á Åsne Seierstad

Ekið var á hinn heimsfræga norska rithöfund Åsne Seierstad þar sem hún var á hjóli í Osló á mánudag.

Strætó aftur á næturnar?

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri vill taka aftur upp næturstrætisvagnaleiðir úr miðborginni um helgar samkvæmt Fréttablaðinu í dag.

Átta palestínskar fjölskyldur koma til landsins

Átta palestínskum fjölskyldum verður boðið hæli hér á landi samkvæmt ákvörðun félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Um er að ræða tíu konur, allar einstæðar mæður, og 19 börn.

Íslendingar framarlega í frumkvöðlastarfi

Í alþjóðlegri rannsókn, Global Entrepreneurship (GEM), kemur í ljós að frumkvöðlastarfssemi á Íslandi er með því mesta sem gerist á meðal hátekjulanda í heiminum. Háskólinn í Reykjavík tók þátt í rannsókninni og í tilkynningu frá skólanum kemur fram að rúmlega 12 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 64 ára hafi stundað frumkvöðlastarf á síðasta ári. Á sama tíma stunduðu aðeins sex prósent íbúa Evrópusambandsins slíka iðju.

Leita áfram bjarndýrsspora við Hveravelli

Um tuttugu manna hópur björgunarsveitarmanna og lögreglumanna frá Blönduósi og nærsveitum lagði af stað klukkan átta í morgun að Hveravöllum til þess að kanna hvort þar sé að finna bjarndýraspor.

SÞ skilgreinir nauðgun sem stríðstækni

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt einróma að skilgreina nauðganir sem sérstaka stríðstækni, en þar er átt við þegar skipulögðum nauðgunum er beitt í hernaði til þess að kúga heilu samfélögin.

Grunuð um að eitra fyrir eiginmönnum

Lögregla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort 76 ára gömul kona hafi hugsanlega eitrað fyrir manni sínum og dregið hann þannig til dauða.

Hætta leit að íslenskri skútu

Skipulagðri leit að skútunni sem hvarf milli Bermúda og Nýfundnalands hefur verið hætt. Einn Íslendingur er um borð og spurðist síðast til hans 4. júní.

Segir Rasmussen brjóta gegn stjórnarskrá

Danski fjármálaráðherrann Lars Løkke Rasmussen brýtur ákvæði stjórnarskrárinnar ef hann afnemur rétt sjúklinga til að velja á hvaða sjúkrahúsi þeir eru stundaðir.

Leita áfram að ísbjarnarsporum

Áformað er að halda áfram leit í dag að ísbjarnarsporum þeim sem erlendir ferðamenn rákust á í moldarflagi við Hveravelli í gærmorgun.

Með 400 kg af hassi í Svíþjóð

Dómstóll í Falu í Svíþjóð dæmdi í gær tvo menn um fimmtugt í 12 og 14 ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Tilboð í Hvammsvík og Hvamm kynnt í borgarráði

Minnihlutinn í borgarráði hefur óskað eftir því að tilboðin sem bárust í jarðirnar Hvammsvík og Hvamm í Kjósarhreppi verði kynnt í borgarráði áður en söluferlið nær lengra.

Mögulegt að ís hafi fundist á Mars

Vísindamenn telja geimfarið Phoenix sem lenti nálægt norðurpól Mars fyrir tæpum mánuði hafa grafið niður á ís. Myndir frá Phoenix sýna mola af ljósu efni sem kom upp á yfirborðið þegar vélarmur á geimfarinu gróf skurð í yfirborð plánetunnar rauðu.

Alspora hvolpur borinn

Aðdáendur íslenska hundsins og hundaræktendur eru í skýjunum þessa dagana því tík af íslensku kyni á Stokkseyri gaut nýlega hvolpi sem er alspora eins og það er kallað.

Japanskur sjálfsmorðsfaraldur

Sjálfsmorðsfaraldur fer nú um Japan en tíðni sjálfsmorða þar hækkaði um 2,9 prósent árið 2007. Rúmlega 30.000 manns sviptu sig lífi í Japan í fyrra og skipar sú tala landinu í efsta sæti á lista yfir dánarlíkur af völdum sjálfsmorðs meðal þróaðra landa.

Pólsku ferðamönnunum var brugðið og hlupu til baka

Pólsku ferðmönnunum tveimur sem sáu ísbjarnarspor nálægt Hveravöllum í morgun var nokkuð brugðið að sögn Gunnars Guðjónssonar umsjónarmanns á svæðinu. Hann segist hafa farið að leita að birninum en ekki séð neitt. Því næst hringdi hann í lögregluna sem setti viðbúnaðaráætlun í gang.

Mikilvægt að bankakerfinu sé rétt hjálparhönd

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir nýjasta úspil ríkisstjórnarinnar sýna að Davíð hafi sigrað Golíat. Hann segir bankana hafa séð að þeir ráði ekki við stöðuna og fagnar þessu skrefi ríkisstjórnarinnar.

Ísbjörn á Hveravöllum?

Í morgun barst Lögreglunni á Blönduósi tilkynning frá umsjónarmanni á Hveravöllum að fyrr um morguninn hafi tveir erlendir ferðamenn farið í gönguferð frá Hveravöllum áleiðis að Þjófadölum.

Verkföll flugumferðarstjóra munu skaða íslenskt efnahagslíf

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfalla Félags íslenzkra flugumferðarstjóra. Þar segir m.a að verkföllin muni valda íslensku efnahagslífi miklu tjóni og skaða orðspor þjóðarinnar. Það sé það síðasta sem þjóðarbúið þarf á að halda nú.

ASÍ: Ástæða til að fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Alþýðusamband Íslands telur ástæðu til að fagna tillögu ríkisstjórnarinnar sem miða að því að blása lífi í húsnæðismarkaðinn. Eins og fram kom fyrr í dag hleypur ríkið undir bagga með bönkunum og lánar þeim fé til að lána til íbúðarkaupa og þá verður brunabótaviðmið lánveitinga Íbúðalánasjóðs afnumið og miðað við 80 prósent af kaupverði eignar.

Dæmdur fyrir barsmíðar með golfkylfu

Hæstiréttur staðfesti í átta mánaða fangelsisdóm yfir manni vegna þriggja líkamsárása sem áttu sér stað á Austurlandi í maí í fyrra. Sex mánaðanna eru skilorðsbundnir.

Sjá næstu 50 fréttir