Innlent

Þyrla landhelgisgæslunnar sá enga ísbirni

Þyrlan grandskoðaði svæðið í dag en sá engann ísbjörn
Þyrlan grandskoðaði svæðið í dag en sá engann ísbjörn

Þyrla landhelgisgæslunnar flaug eftirlitsflug nú í dag til þess að kanna hvort einhverjir ísbirnir væru á vappi. Flaug þyrlan yfir svæði frá Aðalvík að Sauðárkróki en sáu enga ísbirni á leiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var svæðið grandskoðað en enginn ísbjörn var sjáanlegur.

Skemmst er að minnast ísbjarnanna tveggja sem felldir voru fyrr í mánuðinum. Annar í Hrauni á Skaga í Skagafirði en hinn var á Þverárfjalli á milli Blönduóss og Sauðárkróks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×