Innlent

Segja skipulagt fyrir forsetann

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kristján Sveinbjörnsson
Kristján Sveinbjörnsson
„Tillagan virðist fyrst og fremst gerð með það í huga að taka út lóðina Miðskóga 8,“ bókuðu fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks þegar meirihluti Á-lista í skipulagsnefnd Álftaness samþykkti breytingu á deiliskipulagi Vestur-Skógtjarnarsvæðis. Sjávarlóðin Miðskógar 8 er framan við einbýlishús forseta bæjarstjórnar.

Fulltrúar meirihlutans segja hina umdeildu lóð víkja af málefnalegum forsendum og hafna því að verið sé að þjóna persónulegum hagsmunum forseta bæjarstjórnar. Ef með þurfi verði eiganda lóðarinnar greiddar bætur. Nýrri umsókn hans um byggingarleyfi á lóðinni var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×