Fleiri fréttir

Farþegar í innanlandsflugi yfir milljón 2007

Fjöldi farþega í innanlandsflugi sem fóru um flugvelli sem reknir eru af Flugstoðum ohf. fór í fyrsta sinn yfir milljón árið 2007. Þarna er um að ræða alla flugvelli aðra en Keflavíkurflugvöll.

Fjórtán kílómetra löng sprunga

Jarðskjálftasprungan, þar sem stóri Suðurlandsskjálftinn varð í síðustu viku, er nú talin fjórtán kílómetra löng og mun lengri en vísindamenn höfðu áður talið að slík misgengi gætu orðið. Mörg samverkandi öfl eru talin skýra óvenjumiklar sprungumyndanir í fjöllunum ofan Hveragerðis.

Tugmilljóna vinningshafi enn ófundinn

„Ég hef aldrei lent í því að hafa ekki fundið áskrifanda og ég er búin að vinna við þetta lengi,“ segir Guðbjörg Hólm, gjaldkeri hjá Íslenskri getspá, en karlmaður á sextugsaldri sem er áskrifandi að lottómiða og hreppti 29,3 milljónir

Miðborgarfundur með rólegra móti

Samráðsfundur með ,,lykilaðilum miðborgar" var haldinn í gær og segir Kormákur Geirharðsson, fulltrúi rekstraraðila og eigandi Ölstofunnar, að fundurinn hafi verið átakalaus sem hafi komið honum á óvart.

Riðuveikin mikið áfall

“Að sjálfsögðu er þetta áfall,” segir Ásgeir Sverrisson bóndi á Brautarholti í Hrútafirðinum. Riða kom upp á bænum og verður 300 kindum þess vegan slátrað. Ásgeir segir mikilvægt að sýni verði tekin úr dauðum kindum til að sjá hvort smitið hafi breiðst út.

Eldri borgarar vilja púttvöll í stað brettagarðs

Harðar deilur eru í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðs brettagarðs sem átti að rísa á Víðistaðatúni. Félag eldri borgara í bænum vill frekar púttvöll á sama stað. Formaður félagsins segir minni læti í rólegum pútturum en ungum brettastrákum.

Árni fær ekki greitt sérstaklega fyrir lögheimili á Kirkjuhvoli

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að frétt sem birtist á forsíðu DV í dag sé efnislega röng. Þar er því haldið fram að Árni hafi fengið tæpa eina milljón króna í greiðslur fyrir að skrá lögheimili sitt á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Í DV er sagt að Árni þiggi mánaðarlegar greiðslur fyrir að vera með það sem blaðið kallar „rangt lögheimili“, enda hafi Árni aldrei búið í húsinu.

Dregur úr skjálftavirkni

Dregið hefur talsvert úr eftirskjálftavirkni eftir Suðurlandsskjálftann á fimmtudag í seinustu víku. Í samtali við Vísi sagði Steinunn Jakobsdóttir hjá Veðurstofu Íslands að enn mælist nokkrir sjálftar á hverri klukkustund.

Baugsmálið klárað í dag

Hæstiréttur Íslands mun í dag kveða upp dóm í síðasta hluta Baugsmálsins. Þar með mun einu umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar loks ljúka.

Fyrsti laxinn á land úr Norðurá

Marinó Marinósson, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, setti í fyrsta laxinn í Norðurá á veiðitímabilinu, sem hófst klukkan sjö í morgun.

Fertugur hollenskur kókaínsmyglari neitar samvinnu

Fertugur Hollendingur, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ætlað að smygla fíkniefnum innvortis til landsins, harðneitar að taka inn hægðalosandi lyf. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Filipeysk dóttir Fischers fær arfinn

Jinky Young dóttir skáksnillingsins Bobby Fischer mun bráðlega fá hlut sinn í þeim eignum sem faðir hennar skildi eftir sig og eru metnar á rúmar 246 milljónir króna, fyrir utan gull sem hann átti og prósendur af kvikmyndinni, “Bobby Fischer Goes to War.”

Kveikt í gömlu bræðslunni í Sandgerði

Slökkviliðið í Sandgerði var kallað að gamalli loðnubræðslu í bænum um klukkan 18:00 í kvöld. Þar hafði komið upp eldur. Sveinn Einarsson slökkviliðsstjóri í Sandgerði segir að um íkveikju hafi verið að ræða.

Býflugurnar fengu landvistarleyfi

Vísir sagði frá 40 þúsund býflugum sem voru strandaglópar um borð í Norrænu á Seyðisfirði í morgun. Ástæðan var sú að skilríki þeirra, eða heilbrigðisvottorð voru ófullnægjandi.

Menn eiga að vera viðbúnir stórum skjálfta

Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.

Þurfti að moka út úr eldhúsinu (Kúlumynd af heilu húsi)

Fjöldinn allur af heimilum stórskemmdust í Suðurlandsskjálftanum í síðustu viku. Vísir hefur undanfarna daga rætt við fólk sem upplifði eyðileggingarmátt skjálftans á eigin skinni en einn þeirra er Jón Tryggvi Sigurðsson. Hann þurfti bókstaflega að moka úr eldhúsinu öllu því sem þar lá brotið og bramlað eftir skjálftann.

Ófundinn Lottóvinningshafi

Karlmaður á aldrinum 55-60 ára búsettur á höfuðborgarsvæðinu var einn með allar tölurnar réttar í Lottóinu á laugardaginn. Vinningshafinn hefur ekki enn gefið sig fram og veit því líklega ekki að hann er 29,3 milljónum ríkari.

Aukið samstarf á sviði fíkniefnamála

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og tollstjórinn í Reykjavík hafa skrifað undir samkomulag um aukið samstarf og samvinnu á sviði fíkniefnamála. Embættin munu m.a. hafa samvinnu um rekstur og þjónustu fíkniefnaleitarhunda og samvinnu við rannsóknir á innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna og greiningarvinnu á því sviði.

Olía í höfnina í Hafnarfirði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú við að koma upp olíu sem fór í hafnarfjarðarhöfn seinni partinn í dag. Verið var að dæla olíu á bát þegar slysið varð.

Góður rómur gerður að miðborgarmálafundi

Þeir félagar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri miðborgarmála stóðu fyrir samráðsfundi með „lykilaðilum miðborgar“ í dag.

Framfærsla eldri borgara hækki

Stjórn Landssambands eldri borgara telur að framfærsluviðmið fyrir eldri borgara eigi að miða við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag. Borgþór S. Kjærnested, framkvæmdastjóri LEB, sagði í samtali við Vísi að ,,eitthvað verði að gera."

Fiskimönnum lendir saman við lögreglu í Brussel

Óeirðir brutust út í dag þegar fiskimönnum lenti saman við lögreglu við mótmæli þeirra á háu olíuverði fyrir utan aðalbyggingar Evrópusambandsins í Brussel í dag. Nokkrar rúður brotnuðu í byggingum sambandsins og að minnsta kosti einum bíl var snúið á hvolf í mótmælunum.

Einar: Slakt ástand þorskstofnsins yfirskyggir annað

Samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofnunar verður þorskkvótinn minnkaður og leggur stofnunin til að þorskaflinn verði 124.000 tonn sem byggir á tillögu sem kynnt var fyrir ári. Í samtali við Vísi sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra ,,hið slaka ástand þorskstofnsins yfirskyggja margt annað í tillögunum."

Hillary virðist ekki ætla að draga sig til baka

Bæði Hillary Clinton og Barack Obama töluðu rétt í þessu á fundi AIPAC samtakanna sem berjast fyrir auknum samskiptum og stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsríki. Hillary notaði ekki tækifærið til þess að draga sig til baka heldur forðaðist hún að nefna neinn ákveðinn sem næsta frambjóðanda Demókrata til forseta Bandaríkjanna.

Segir Remax beita óvönduðum meðulum

„Þetta eru svakalegar árásir á markaðinn,“ segir Hjalti Pálmason, annar eigenda fasteignasölunnar Draumahúsa, og vísar til framkomu sölumanna fasteignasölukeðjunnar Remax. Segir Hjalti Remax-menn stunda þá iðju að reyna að ná hvort tveggja viðskiptavinum og starfsfólki frá öðrum fasteignasölum með óprúttnum símtölum og tilboðum.

Dómari sagður hafa hundsað skilgreiningu á mansali

Þau Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri Ísafoldar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, fyrrverandi ritstjórnarfulltrúi sama blaðs, hafa sent frá sér yfirlýsingu. Hún kemur í kjölfar dóms sem féll í héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem Ásgeiri Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, er dæmd ein milljón króna í bætur vegna skrifa sem birtustu um hann í Ísafold.

Sjá næstu 50 fréttir