Innlent

Miðborgarfundur með rólegra móti

Samráðsfundur ,,lykilaðila" í miðborginni fundaði í Ráðhúsinu í gær
Samráðsfundur ,,lykilaðila" í miðborginni fundaði í Ráðhúsinu í gær

Samráðsfundur með ,,lykilaðilum miðborgar" var haldinn í gær og segir Kormákur Geirharðsson, fulltrúi rekstraraðila og eigandi Ölstofunnar, að fundurinn hafi verið átakalaus sem hafi komið honum á óvart. Rætt var um samstarf helstu viðbragðsaðila um helgar með það fyrir augum að auka öryggi og friðsæld í miðbænum. ,,Við fórum í gegnum þessa hluti sem var hollt og gott," segir Kormákur. Viðbragðaðilar um helgar eru að mestu leyti Reykjavíkurborg, lögreglan og eigendur kráa og skemmtistaða.

Hvað krár og skemmtistaði varðar þá stefna eigendur þeirra á að fjölga dyravörðum sem verða hugsanlega úti á götum og meðal annars munu reyna að fá fólk til að hafa lægra. Kormákur tók þó skýrt fram að hlutverk þeirra verður ekki að stjórna fólki. ,,Við munum einnig halda áfram því sem við höfum verið að gera og passa uppá að fólk fari ekki út með gler og glös." segir Kormákur.

Samráðshópurinn stefnir á að funda að jafnaði vikulega og fara yfir stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×