Innlent

Menn eiga að vera viðbúnir stórum skjálfta

Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.

Fyrir neðan var bara að sjá svarthol sem enginn veit hve langt nær niður í jörðina. Við slógumst í morgun í för með þeim Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi við Háskóla Íslands, Maryam Khodayar, jarðfræðingi frá Íslenskum orkurannsóknum og Úlfi Óskarssyni, náttúrufræðingi við Landbúnaðarháskólann á Reykjum, en tilgangurinn var að rannsaka ummerki eftir skjálftann fyrir sex dögum.

Umrótið hér er það mesta sem Páll hefur fram til þessa séð eftir skjálftann sem bendir til þess að hér hafi skjálftinn verið einna öflugastur en Páll nefnir einnig svæði við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.

Sumar sprungurnar þarna eru við bjargbrún Reykjafjalls stafa af því af að fjallsbrúnin hafi gengið til.

Og telur að í votviðri hefði stór bergfylla getað fallið áleiðis að bænum Gufudal þar sem golfvöllur Hvergerðinga er nú. Vísindamennirnir fylgdu upptakasprungunni eftir á fjallinu norður af Hveragerði en hún er talin fjórtán kílómetra löng og nær suður undir Eyrarbakka.

Gamli lækjarfarvegurinn fyrir neðan er skraufþurr og höfðu menn á orði að þetta yrðu þeir að sjá sem vilja virkja fljót á skjálftasvæðum. En hverju spáir Páll um framhaldið?

Það versta sé þó sennilega afstaðið í Hveragerði en menn þurfi að vera við öllu búnir, og telur mesta hættu vestar, á svæði sem er reyndar að mestu óbyggt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×