Innlent

Minnstu munaði að ölvaður ökumaður æki á lögreglubíl

Minnstu munaði að ölvaður ökumaður á yfir 170 kílómetra hraða æki framan á lögreglubíl, þegar þeir mættust á Suðurlandsvegi, skammt austan við Selfoss um kvöldmatarleitið í gærkvöldi.

Ökumaðurinn, sem er á fimmtugs aldri , sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu. Við áfengismælingar reyndist hann langt yfir leyfilegum mörkum og hafði auk þess verið sviftur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×