Innlent

Fertugur hollenskur kókaínsmyglari neitar samvinnu

MYND/AB

Fertugur Hollendingur, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ætlað að smygla fíkniefnum innvortis til landsins, harðneitar að taka inn hægðalosandi lyf. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hann var handtekinn við komuna til landsins á fimmtudag og er undir eftirliti læknis. Lítilræði af kókaíni gekk niður af honum fljótlega eftir handtökuna, en röntgenmyndir benda til þess a enn sé hann með nokkur hundruð grömm af efninu innvortis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×