Innlent

Býflugurnar fengu landvistarleyfi

Vísir sagði frá 40 þúsund býflugum sem voru strandaglópar um borð í Norrænu á Seyðisfirði í morgun. Ástæðan var sú að skilríki þeirra, eða heilbrigðisvottorð voru ófullnægjandi.

Býflugurnar sem eru norskar komu hingað til lands til hunangsframleiðslu hér á landi. Í morgun var málið þannig statt að ef ekki tækist að afla tilskilinna vottorða yrðu flugurnar annaðhvort aflífaðar með frosti eða sendar aftur út með ferjunni klukkan fjögur í dag.

Fréttastofa Útvarpsins sagði hinsvegar frá því klukkan 18:00 að tilskilinna leyfa hefði verið aflað og því munu flugurnar fá að komast inn í landið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×