Fleiri fréttir

Húsið Atlantis farið úr Tjörninni

Húsið, sem verið hefur í Tjörninni í Reykjavík undanfarnar vikur, er nú á bak og burt eftir að það losnaði í ofsaveðri og rak yfir alla Tjörnina.

Barist um borgarstjórastól sjálfstæðismanna

Þrír af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gera tilkall til borgarstjórastólsins þegar flokkurinn fær hann í mars á næsta ári. Oddvitinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur, samkvæmt heimildum Vísis, leitað leiða á undanförnum vikum til að finna út hver af hinum sex borgarfulltrúum geti sest í stólinn ef hann ákveður að gefa hann frá sér.

Trúleysingjar gripnir í samförum í dómkirkju

Karlmaður og kona hafa verið kærð eftir að hafa stundað kynlíf í skriftarstóll í dómkirkju á Cesena á Norður-Ítalíu. Lögreglan var látin vita eftir að kirkjugestur heyrði skrjáf og stunur úr skriftarstólnum og afhjúpaði gotharalegt par í samförum.

Formlega gengið frá stofnun þjónustumiðstöðvar

Á fundi Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra með fulltrúum sveitarfélaganna Árborgar, Grafnings, Hveragerðis og Ölfuss og sýslumanninum á Selfossi í gær var formlega gengið frá því að stofna þjónustumiðstöð fyrir íbúa sveitarfélaganna og aðra vegna jarðskjálftanna.

Hillary hugleiðir stöðu sína

Hillary Clinton hugleiðir nú stöðu sína eftir að Barak Obama náði tilskyldum kjörmannafjölda í gærkvöldi til þess að fá útnefningu Demókrata til komandi forsetakosninganna í Bandaríkjunnum.

Áfallahjálp á skjálftasvæðinu efld

Þjónustumiðstöðvar á jarðskjálftasvæðunum verða opnar í dag frá klukkan 13 - 20 og sinnir fagfólk heilbrigðisþjónustunnar nú áfallahjálp ásamt Rauða krossinum og prestum. Þetta segir Íris Marelsdóttir, verkefnastjóri heilbrigðismála hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Setið var um stúlkuna sem dó í London

Fjölskylda stúlkunnar, Arsenu Dawit sem var stungin til bana á mánudaginn í London, hafði kvartað til lögreglu yfir þráhyggjufullum manni sem þau segja að hafi hótað að drepa hana.

Sala á hvalkjöti blekkingarleikur?

Hvalkjötið sem selt var til Japans fyrir stuttu skal flytja á heimilisfang í eigu sölufélagsins The Asian Trading Co. sem hefur verið í dvala í fjögur ár en var gert virkt aftur fyrir einungis tveimur vikum síðan.

Óvíst hvort að fleiri flugmönnum verði sagt upp

24 flugmönnum Icelandair var sagt upp fyrir helgi og að sögn Jóhannesar Bjarna Guðmundssonar, formanns félags atvinnuflugmanna, þá ríkir óvissa um hvort uppsagnirnar verðir fleiri og þá hversu margar.

Strætóbílstjórar veita stjórnarformanni „áminningu“

Starfsmenn Strætó ætla að hittast á Hlemmi í dag klukkan fjögur þar sem þeir ætla að veita Ármanni Kr. Ólafssyni, stjórnaformanni Strætó, „áminningu“. Nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hafa átt í deilum við Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins um nokkurt skeið. Á dögunum lýsti Ármann yfir stuðningi við framkvæmdastjóra félagsins og við það eru starfsmennirnir ósáttir.

Árni vill birta tölvupóstsamskipti sín við Þórhall

Deila Árna Snævarr og Þórhalls Gunnarsson heldur áfram því á bloggi sínu inni á Eyjunni hefur Árni birt opið bréf til Þórhalls þar sem hann mælist til þess að tölvupóstsamskipti þeirra á milli verði gerð opinber.

Leyfið ungunum að spjara sig

Töluvert er um að fólk komi í Húsdýragarðinn með unga sem þeir vilja að garðurinn taki að sér. Í ljósi þessa hefur starfsfólk Húsdýragarðsins sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Enn koma stórir skjálftar fyrir austan fjall

Jarðskjálfti upp á þrjú- til þrjú og hálft stig á Richter varð laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og átti hann upptök sín nokkra kílómetra suður af Hveragerði.

Alvarlegt slys um borð í togara við Látrabjarg

Sjómaður handarbrotnaði alvarlega þegar hann klemmdist undir vír við vinnu sína um borð í togaranum Drangavík VE, þar sem hann var við veiðar norðvestur af Látrabjargi í gærkvöldi.

Annþór segist blásaklaus

Annþór Karlsson neitaði alfarið fyrir dómi að tengjast innflutningi á fimm kílóum af fíkniefnum til landsins. Hann hefði bara ætlað að taka þátt í hrekk. Bræður sem ákærðir eru skella báðir skuldinni á Annþór.

Obama nánast búinn að tryggja sér sigur

Barack Obama er nánast búinn að tryggja sér sigur og þar með útnefningu sem næsta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar

„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð,“ segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum.

Skjálfti á bilinu 3-3,5 reið yfir fyrir stundu

Íbúi á Selfossi hafði samband við Vísi fyrir stundu og sagði vel hafa glamrað í glösum hjá sér. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að skjálfti á bilinu 3-3,5 sem á upptök sín í námunda við Kaldaðarnes reið yfir fyrir stundu. Upptökin eru um 8 km suður af Hveragerði.

Jimmy Carter mun styðja Obama

Fyrrum forseti Bandaríkjanna Jimmy Carter mun styðja Barack Obama sem forsetaefni demókrataflokksins þegar atkvæðagreiðslu líkur í tveimur prófkjörum seinna í kvöld. Þetta er haft eftir skrifstofu Jimmy Carters í Atlanta.

Hvergerðingar þurfa enn að sjóða vatn sitt

Rannsóknir á neysluvatni í Hveragerði benda til þess að gæði vatnsins fari batnandi. Bæjarbúar eru þó enn um sinn hvattir til að sjóða neysluvatn sitt þar til tilkynnt verður um annað en nýjar upplýsingar munu liggja fyrir í lok vikunnar.

Mótmælir tilhæfulausri uppsögn forstjóra OR

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins mótmælir tilhæfulausri uppsögn forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem hann segir Sjálfstæðisflokkinn og F-listann bera fulla ábyrgð á.

Ingibjörg Sólrún fordæmir sprengjárásina í Pakistan

„ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir harðlega sprengjuárás sem gerð var á danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan í gær og kostaði að minnsta kosti sex manns lífið, auk þess sem um fjörtíu manns særðust." Þetta segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Árni ætti að biðjast afsökunar“

Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar.

Ósjúkratryggðir fá greiðari aðgang að heilbrigðisþjónustu

Slysa- og bráðasvið Landspítalans og Heilsuverndarstöðin hafa skrifað undir samstarfssamning um heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggðra einstaklinga á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Herði Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Heilsuverndarstöðvarinnar.

Rannsókn á sprengingunni í Pakistan hafin

Degi eftir sprenginguna fyrir utan danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan er byrjað að leita að vísbendingum hver stóð að verknaðinum. Teymi rannsóknarmanna grannskoða nú brak á vettvangi.

Segja ekkert ganga í samningaviðræðum og krefjast fundar með Geir

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, hefur sem talsmaður samstarfshóps 24 stéttarfélaga innan og utan BHM farið fram á fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra ásamt ráðherrum utanríkis-, mennta- og fjármála. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að ekkert þokist í samningaviðræðum félaganna og því vilji þau hitta Geir að máli.

Kunnátta til að deyfa ísbirni er fyrir hendi

„Það var ekki raunhæft við þær aðstæður sem voru í morgun að bregðast við öðruvísi en að skjóta björninn.“ Þetta segir Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir.

Sjá næstu 50 fréttir