Innlent

Dópsmyglari með harðlífi - Kókaínið lætur bíða eftir sér

Andri Ólafsson skrifar
Maðurinn var gripinn í Leifsstöð
Maðurinn var gripinn í Leifsstöð

Lítið hefur mjakast í máli hollenska dópsmyglarans sem gripinn var í Leifsstöð fyrir helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að röntgenmyndir sýndu að hann væri með þó nokkuð magn af kókaíni í pakkningum innvortis.

Lítið hefur þó gengið niður af pakkningunum þótt meira en fjórir dagar séu liðnir síðan Hollendingurinn var tekinn.

Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur aðeins um þriðjungur efnanna skilað sér og því töluvert magn ennþá í iðrum mannsins.

Því er lítið annað fyrir lögregluna að gera en að sitja áfram yfir manninum þar til hann skilar öllu því sem röntgenmyndir sýna að enn leynist innvortis.

Læknir fylgist grannt með stöðu mála og er tilbúinn að grípa inn í ef hann telur ástæðu til.

Þess eru dæmi að menn hafi veikst alvarlega þegar pakkningar með eiturlyfjum rofna innvortis. Skemmst er að minnast máls Vaidas Jucevicious sem lést af þessum sökum hér á landi.  

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×