Innlent

Samskip útskrifar erlenda starfsmenn úr íslenskunámi

Frá útskriftinni í dag.
Frá útskriftinni í dag.

Samskip útskrifaði á sjötta tug erlendra starfsmanna sinna úr íslenskunámi í dag. Í tikynningu frá fyrirtækinu kemur fram að um 70 nemendur hafi stundað nám á vegum félagsins í vetur.

„Markvisst hefur verið stuðlað að íslenskunámi meðal starfsmanna af erlendum uppruna hjá Samskipum," segir í tlkynningu frá Samskskipum. „Námið, sem er í samstarfi við Alþjóðahús og styrkt af menntamálaráðuneytinu, er að hluta til starfstengt og voru 40 kennslustundir á hvorri önn."

Þá segir að markmiðið með náminu sé að „auka tjáskipti milli samstarfsfélaga, auka starfsánægju og auka möguleika á starfsþróun innan fyrirtækisins. Hefur félagið lagt sérstaka áherslu á íslenskunám meðal erlendra starfsmanna til að styrkja þá í starfi þar sem þekking á tungumálinu er lykilatriði þegar kemur að samskiptum við samstarfsmenn og viðskiptavini."

Í dag útskrifuðust fjórir hópar, alls 53 starfsmenn. „Fyrir áramót voru útskrifaðir 52 starfsmenn, sem flestir héldu áfram námi eftir áramótin, auk þess sem nokkrir bættust í hópinn. Alls starfa 83 starfsmenn af erlendum uppruna hjá Samskipum á Íslandi af 16 þjóðernum," segir einnig í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×