Innlent

Ófundinn Lottóvinningshafi

Lottóvinningshafinn er nú 29,3 milljónum ríkari.
Lottóvinningshafinn er nú 29,3 milljónum ríkari.

Karlmaður á aldrinum 55-60 ára búsettur á höfuðborgarsvæðinu var einn með allar tölurnar réttar í Lottóinu á laugardaginn. Vinningshafinn hefur ekki enn gefið sig fram og veit því líklega ekki að hann er 29,3 milljónum ríkari.

Íslensk Getspá hefur ítrekað reynt að hafa upp á vinningshafinum án árangurs. Á heimasíðu íslenskrar Getspá kemur fram að maðurinn er áskrifandi að lottó og munu menn að sjálfsögðu halda áfram að reyna að ná í manninn.

Tölurnar sem gáfu vinninginn eru 2-13-24-31 og 37




Fleiri fréttir

Sjá meira


×