Fleiri fréttir

Berst við hvítblæði með bjartsýni að vopni

Versti parturinn við að upplifa beinmergsskipti er geislameðferðin. Þetta segir Sigrún Þórisdóttir, 25 ára gömul móðir, sem greindist með hvítblæði ekki alls fyrir löngu. Sigrún lagði land undir fót í byrjun maí og fór til Svíþjóðar í beinmergsskipti.

Veruleg óvissa um kjaraviðræður framhaldsskólakennara

Veruleg óvissa er um framhald kjaraviðræðna framhaldsskólakennara og ríkisins og hafa samningaviðræður gengið hægt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi framhaldsskólakennara. Þar er bent á að kjarasamningur framhaldsskólakennara hafi runnið út um síðustu mánaðamót.

Skipulagsstofnun leggst gegn Bitruvirkjun

Skipulagsstofnun leggst gegn því að Bitruvirkjun á Hellisheiði verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá setur stofnunin skilyrði fyrir Hverahlíðarvirkjun.

Ekið á tvo fjórtán ára pilta

Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð að Ingólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur fyrir um klukkutíma síðan. Þar hafði verið ekið á tvo fjórtán ára pilta og voru þeir fluttir á slysadeild í kjölfarið.

Radavarar gagnslausir á Akranesi

Ökumenn sem telja sig geta sloppið frá laganna vörðum á Akranesi með því að nota svokallaðan radarvara geta gleymt því nú því lögreglan þar á bæ hefur fest kaupa nýju laser-hraðamælingartæki.

Ekki útlendingahatur heldur listgjörningur

Veggspjöld merkt svissneska þjóðernisflokknum SVP hafa valdið nokkurri umræðu síðustu daga. Voru þau víða hengd upp í miðbænum um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis er það svissneski listamaðurinn Christoph Büchel sem stendur fyrir veggspjöldunum sem eru hluti af listgjörningi.

Mugabe á nóg af skotfærum

Í Zimbabwe er skotur á mat, rafmagni, drykkjarvatni, eldsneyti og yfirleitt öllum daglegum nauðsynjavörum.

Fjölbreytilegri samgöngur til að bæta lýðheilsu

Auka þarf fjölbreytileika í samgöngum og þétta byggð til þess að bæta lýðheilsu í höfuðborginni að mati formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mengun af völdum umferðar er þegar byrjuð að hafa veruleg áhrif á heilsu ungra barna.

Vextir af almennum lánum hækka ef ríkisábyrgð verður aflétt

Forstjóri Íbúðalánasjóðs á síður von á því að yfirlýsingar stjórnvalda um breytingar á sjóðnum hafi mikil áhrif á eftirspurn eftir lánum þar á næstu dögum eða vikum. Hann telur að vextir á almennum lánum Íbúðalánasjóðs komi til með að hækka ef ríkisábyrgð verður aflétt.

Fasteignasamningar ekki færri í mörg ár

Aðeins 45 fasteignakaupsamningar voru gerðir á öllu höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er hið minnsta í mörg ár. Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að sjá sambærilegan meðalfjölda síðustu 12 vikna þrátt fyrir mikla fjölgun fasteigna á þessum 12 árum.

Nýtt ferjutilboð Eyjamanna gildir til hádegis á morgun

„Við gerðum tilboð á föstudaginn og það rennur út á hádegi á morgun,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, inntur eftir stöðunni í viðræðum ríkisins og Eyjamanna um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Útlendingahatarar aftur á ferð

Stóru skilti merkt Svissneska þjóðarflokknum undir fyrirsögninni „Tryggjum öryggið“ hefur verið komið fyrir uppi á Kjalarnesi og blasir við ökumönnum á leið að Hvalfjarðargöngum.

Tilveru sælkerasveppa í Evrópu ógnað

Tilveru svarta Perigord sveppsins (truffle) í Evrópu er nú ógnað vegna innrásar kínverskra sveppa inn á útbreiðslusvæði Perigord í Evrópu.

Segir forseta borgarstjórnar í fullkominni afneitun

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar, í fullkominni afneitun þegar hún segi allt sé í stakasta lagi hjá meirihlutanum í borginni.

Vefsíða MA varð fyrir skemmdarverkum

Vefsíða Menntaskólans á Akureyri er löskuð eftir að hafa orðið fyrir skemmdarverkum. Á vefnum kemur fram að hluti gagnagrunnsins hafi orðið fyrir skemmdum en unnið sé að því að gera við hann og koma vefnum í rétt horf.

Breiðavíkursamtökin opin áhugafólki um barnaverndarmál

Bárður Ragnar Jónsson var kjörinn formaður Breiðavíkursamtakanna á aðalfundi nú um helgina. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samtökunum voru samþykktar breytingar á lögum félagsins sem fela það í sér að samtökin eru nú opin öllu áhugafólki um barnaverndarmál og sögu þeirra.

Asíuríki skipuleggja hjálparstarf í Burma

Herforingjastjórnin í Burma hefur ákveðið að þiggða aðstoð lækna og hjúkrunarfólks frá ríkjum í Suðaustur-Asíu. Utanríkisráðherra Singapore skýrði frá þessu í morgun.

Hægir á hnattrænni hlýnun næsta áratug

Næsti áratugur verður kaldari en menn höfðu búist við Evrópu og Norður-Ameríku og því hægst á hinni hnattrænu hlýnun þar. Þetta fullyrða fimm vísindamenn í tímaritinu Nature.

Brown svarar spurningum á YouTube

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hyggst svara spurningum á myndbandavefnum YouTube í þeirri viðleitni að ná til yngri kjósenda og hrista af sér það orð að hann sé gamaldags.

Neysluvatn í Napolí talið spillt vegna sorphauga

Bandaríski flotinn í Napolí á Ítalíu hefur tekið prufur úr neysluvatni borgarinnar þar sem talið er að það sé mjög spillt sökum sorphauganna sem stöðugt hrúgast upp í borginni.

Ölvaður drap átta manns með hríðskotariffli

Ölvaður maður vopnaður hríðskotariffli hóf skothríð á þorpsbúa í þorpi nálægt Manila höfuðborg Filipseyja í gærkvöldi. Er skothríðinni lauk lágu átta þorpsbúar í valnum þar af fimm börn.

Bin Laden segir Egypta ekki standa með Íslam

Hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden segir í nýjum hljóðbúti sem gerður var opinber í dag að ekki sé hægt að frelsa Palestínu án þess að berjast við ríkisstjórnir arabaríkja sem styðji Ísrael.

Ofbeldi gegn innflytjendum í Jóhannesarborg

Æstur múgur hefur gengið um götur fátækrahverfa í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í dag og drepið að minnsta kosti sex manns. Meira en fimmtíu hafa verið fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús.

Tíu létust í Pakistan

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan herstöð í Norðvestur Pakistan í dag með þeim afleiðingum að tíu létust og átján særðust. Fjórir hinna látnu voru hermenn.

Fjárhagur sveitarfélaga fer versnandi

Vegna þróunar í efnahagsmálum bendir allt til þess að fjárhagur sveitarfélag hér á landi versni um allt að fimm milljarða króna á þessu ári. Þau verða því mörg hver að skera niður verkefni og sinna aðeins þeim verkum sem lögbundin eru. K

Á batavegi eftir að hafa innbyrt ólyfjan

Mennirnir tveir sem hnigu hniður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt eru á batavegi. Líðan þeirra er eftir atvikum ágæt að sögn læknis.

Slökkvilið kallað að Úlfarsfelli

Slökkvilið var kallað að gróðurhúsi við rætur Úlfarsfells vegna koldíoxíðsleka á sjötta tímanum í dag. Sjúkraflutningamenn voru einnig sendir á vettvang.

Sjá næstu 50 fréttir