Erlent

Um 200 björgunarmenn grófust undir aurflóði í Kína

Um 200 björgunarsveitarmenn grófust undir aurflóði á jarðskjálftasvæðinu í Kína í morgun. Reuters greinir frá þessu en ekki er vitað nánar um hvort einhverjir hafi farist í þessu flóði.

Þriggja daga þjóðarsorg er nú hafin í Kína vegna jarðskjálftan mikla sem reið yfir Sichuan-hérað fyrir viku síðan. Tala látinna er nú komin yfir 32.000 manns, yfir 20.000 er enn saknað og rúmlega 200.000 liggja sárir eftir skjálftan.

Þótt nær engar vonir séu til að fólk sé enn á lífi í rústunum eftir skjálfan gerast þó kraftaverk enn í leitinni að þeim sem saknað er. Þannig fundust tvær konur á lífi úí rústunum í nótt eftir að hafa verið grafnar þar í vikutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×