Erlent

Barak Obama hyggst lýsa yfir sigri í forkosningunum

Barak Obama hefur í hyggju að lýsa yfir sigri sínum í forkosningum Demókrata á morgun eftir að kosningu lýkur í Kentucky og Oregon

Fjölmiðlar bæði vestanhafs og austan greina frá þessu í morgun. Eftir kosningarnar í Kentucky og Oregon mun Obama hafa náð meir en helmingi kjörfulltrúa á flokksþingi Demókrataflokksins seinna í sumar. Hann mun þá aðeins innan við 100 fulltrúum frá því að gulltryggja sér kjörið en Hillary Clinton mun skorta um 300 fulltrúa til að ná tölunni 2025 fulltrúar sem til þarf.

Obama ætlar að tilkynna sigur sinn á hátíð með stuðningsmönnum sínum í ríkinu Iowa. Ríkið er mjög táknrænt fyrir Obama en þar náði hann fyrsta sigri sínum í baráttunni við að verða útnefndur forsetaefni Demókrata og sló um leið á raddir um að Hillary væri ósigrandi í forkosningunum.

Hillary er hinsvegar ekki tilbúin til að leggja árar í bát og um helgina ítrekaði hún að hún ætlaði sér að berjast til loka í forkosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×