Erlent

Neysluvatn í Napolí talið spillt vegna sorphauga

Bandaríski flotinn í Napolí á Ítalíu hefur tekið prufur úr neysluvatni borgarinnar þar sem talið er að það sé mjög spillt sökum sorphauganna sem stöðugt hrúgast upp í borginni.

Vatnssýni hafa verið send til Þýskalands og er von á niðurstöðum í vikunni. Sorphirða stöðvaðist í Napolí í desember síðast liðnum og hefur sorpið hrúgast upp í tonnum talið á götuhornum borgarinnar síðan.

Mafían í Napolí telur sig hafa einkarétt á sorphirðu og hingað til hefur henni tekist að koma í veg fyrir öll áform stjórnvalda um að koma sorphirðunni í eðlilegan farveg á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×