Erlent

Tíu létust í Pakistan

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan herstöð í Norðvestur Pakistan í dag með þeim afleiðingum að tíu létust og átján særðust. Fjórir hinna látnu voru hermenn.

Þetta er skæðasta sjálfsmorðsárás í hinu óstöðuga Norðvestur héraði Pakistan í meira en tvo mánuði.

Árásin var gerð á sama tíma og yfirvöld í Pakistan sátu við samningarborð með forkólfum uppreisnarafla á svæðinu. Það er hins vegar talið að árásin sé svar við nýlegri loftskeytaárás Bandaríkjamanna á svæðinu.

Norðvestur Pakistan hefur löngum verið griðastaður íslamista, talibana og þeirra sem hliðhollir eru Al kaída. Pakistanski herinn hefur átt í mestu vandræðum með að halda þar uppi lög og reglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×