Erlent

Ofbeldi gegn innflytjendum í Jóhannesarborg

Eigur innflytjenda frá Simbave hafa verið eyðilagðar í Jóhannesarborg
Eigur innflytjenda frá Simbave hafa verið eyðilagðar í Jóhannesarborg

Æstur múgur hefur gengið um götur fátækrahverfa í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í dag og drepið að minnsta kosti sex manns. Meira en fimmtíu hafa verið fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús.

Árásirnar eru taldar tengjast útlendingahatri en múgurinn réðst aðallega á innflytendur frá Simbabve. Innflytjendum þaðan hefur fjölgað gríðarlega í Suður-Afríku undanfarin misseri enda efnhagskerfið þar í molum.

Meira en 300 innflytjendur frá Simbabve hafa leitað skjóls frá æstum múginum á lögreglustöðum.

Auk árásanna hefur múgurinn eyðilagt eigur og heimili útlendinga í fátækrahverfinu Cleveland.

Að sögn The South African Press Association saka margir Suður-Afríku menn innflytjendur um að hafa störf af innfæddum með undirboðum. Fyrir fáeinum dögum sauð svo upp úr í Alexandra en þaðan hefur ofbeldisalda gengið yfir landið sem í dag barst svo til Jóhannesarborgar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×