Innlent

Kísilvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

Kísilvegurinn, eða vegurinn um Hólasand á milli Húavíkur og Mývatnssveitar, rofnaði á tveimur stöðum í gærkvöldi vegna vatnavaxta.

Ljóst er að hann verður ekki fær fyrr en að viðgerð lokinni og ekki liggur fyrir hvenær það verður. Þeir sem eiga erindi þessa leið geta ekið um Reykjadal eða Aðaldal á meðan á viðgerð stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×