Erlent

Mikil rottuplága ógnar lífi fólks í Bangladesh

Mikil rottuplága ógnar nú lífi fólks í suðausturhluta Bangladesh og hindrar störf fólks frá Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Matvælahjálpin er að dreifa matvælum til um 120.000 manna á svæðinu sem eru að verða hungurmorða.

Flóð inn á bambusskóginn á svæðinu hefur leitt til þess að stórar hjarðir af rottum hafa komið út úr skóginum og éta þær allt sem að kjafti kemur auk þess að ráðast á fólk.

Fyrirbrigðið er kallað Rottuflóðið á þessum slóðum og gerist að jafnaði á fimmtíu til sextíu ára fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×