Innlent

Fjárhagur sveitarfélaga fer versnandi

Vegna þróunar í efnahagsmálum bendir allt til þess að fjárhagur sveitarfélag hér á landi versni um allt að fimm milljarða króna á þessu ári. Þau verða því mörg hver að skera niður verkefni og sinna aðeins þeim verkum sem lögbundin eru.

Velta sveitarfélagana í landinu er milli 140 til 150 milljarðar króna. Þegar litið er til verðbólgu og útsvarstekna má gera ráð fyrir að heildarveltan skerðist um þrjú prósent eða um 5 milljarða króna. Það skýrist af auknum kostnaði og tekjuskerðingu.

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hljóðar upp á um 60 milljarða króna og er um 40 prósent af heildarveltu Sveitarfélaganna.

Útsvarstekjur borgarinnar skerðast og verða því mun lægri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Samdráttur í tekjum borgarinnar gæti numið allt að þremur prósentum af fjárhagsáætlun, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×