Erlent

Starfsmenn Kaupmannahafnar 21 dag á ári í veikindaforföllum

Hver borgarstarfsmaður Kaupmannahafnarborgar er frá vinnu vegna veikinda 21 dag á ári að meðaltali. Þetta þýðir að borgarbúar missa af þjónustu fyrir um 12 milljarða króna á hverju ári.

Það er þó ekki hár hiti og sárindi í hálsi sem vanda þessum miklum veikindaforföllum meðal borgarstarfsmanna sem eru um 46.000 talsins. Megnið af veikindaforföllnum má skýra með minnkandi vinnugleði og skorts á hrósi frá yfirmönnunum að því er segir í dagblaðinu Politiken.

Forföll vegna veikinda borgarstarfsmanna hafa stigið ört frá því um aldamótin. Samkvæmt nýjum tölum frá borgarstjórninni eru það einkum konur, ungt fólk undir 25 ára aldri og miðaldra fólk á aldrinum 50 til 60 ára sem gera veikindaforföll meðal borgarstarfsmanna í Kaupmannahöfn þau mestu á landsvísu.

Sökum þessa settu borgaryfirvöld í gang sérstakt átak við að minnka veikindaforföllin árið 2006. Ætlunin var að ná forföllnum niður um að minnsta kosti 2 daga á hvern starfsmann. Eftir að átakið var sett í gang héldu forföllin samt áfram að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×