Erlent

Ölvaður drap átta manns með hríðskotariffli

Ölvaður maður vopnaður hríðskotariffli hóf skothríð á þorpsbúa í þorpi nálægt Manila höfuðborg Filipseyja í gærkvöldi. Er skothríðinni lauk lágu átta þorpsbúar í valnum þar af fimm börn.

Manninum tókst svo að flýja af vettvangi áður en lögreglan kom á staðinn. Þar sem fimm hinna látnu er undir 12 ára aldri telur lögreglan að ástæðan fyrir skotárásinni séu fjölskyldudeilur í þorpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×