Erlent

Hægir á hnattrænni hlýnun næsta áratug

Næsti áratugur verður kaldari en menn höfðu búist við Evrópu og Norður-Ameríku og því hægst á hinni hnattrænu hlýnun þar. Þetta fullyrða fimm vísindamenn í tímaritinu Nature.

Eftir því sem fram kemur í greininni munu náttúruöflin vinna gegn hnattrænni hlýnun á næstunni og draga úr henni kraft á norðurhveli. Þannig muni yfirborðshiti í Norður-Atlantshafi og lofthiti yfir Evrópu og Norður-Ameríku ekki hækka næsta áratuginn eða jafnvel lækka eilítið.

Haft er eftir prófessor í veðurfræði við Kaupmannahafnarháskóla að ástæðan fyrir þessu sé að minni varmi flytjist með hafstraumum frá suðurhveli til norðurhvelsins og þess vegna muni hitastig ekki hækka hratt og jafnvel lækka. Hins vegar sé ekki búið að snúa við hnattrænni hlýnun heldur verði aðeins um hægara ferli að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×