Fleiri fréttir

Bin Laden lætur aftur í sér heyra

Osman Bin Landen mun senda frá sér "afar harðorða" yfirlýsingu innan skamms. Þetta var tilkynnt á heimasíðu hóps íslamista í dag.

Bush hvetur Arabaríki til að berjast gegn kjarnorkuáætlun

George Bush, Bandaríkjaforseti, mun í dag hvetja leiðtoga Arabaríkja til að berjast gegn kjarnorkuáætlun Írana. Reuters fréttastofan komst í morgun yfir eintak af ræðu hans á fundi með Arabaleiðtogum í Sjarm el Sjeik í Egyptalandi síðar í dag.

Ísland ekki á lista yfir samkeppnishæfar þjóðir

Ísland er ekki lengur á lista IMD-viðskiptaháskólans í Sviss yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims. Listinn hefur verið birtur síðan 1989. IMD-viðskiptaskólinn, sem var stofnaður 1990 með samruna tveggja viðskiptaskóla sem árisinn Alcan og Nestlé ráku, hefur séð um að gera hann. Ísland var í þriðja sæti á listanum fyrir tveimur árum og í fyrra var Ísland í sjöunda sæti.

Tveir urðu fyrir árás

Tveir menn urður fyrir alvarlegum líkamsárásum í nótt. Annar þeirra varð fyrir árása þar sem hann var við störf sem dyravörður á skemmtistað í miðborginni. Hinn var á ferð um Þverholt í Reykjavík þegar hópur manna koma aðvífandi í bíl, stökk út, og réðist á hann með bareflum.

Kennedy enn á sjúkrahúsi

Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og höfuð Kennedy-ættarinnar í Bandaríkjunum, liggur enn á sjúkrahúsi í Boston.

Sendur heim fyrir að vanvirða Kóraninn

Bandarískur hermaður hefur verið sendur heim frá Írak eftir að eintak af Kóraninum fannst sundurskotið á skotsvæði hersins. Grunur leikur á að hermaðurinn hafi notað hina heilagu bók sem skotmark á skotæfingum.

Þrír gistu fangageymslur á Suðurnesjum

Mikið var að gera hjá lögreglu á Suðurnesjum vegna slagsmála og óláta í miðbæ Keflavíkur í nótt. Þrír aðilar gistu fangaklefa vegna ölvunar og óláta. Lögregla var fimm sinnu kölluð til vegna hávaða í heimahúsum

Yfirvaldið á Álftanesi sagt hunsa Hæstarétt

Eigandi lóðarinnar Miðskóga 8 á Álftanesi segist ekki una því að bæjaryfirvöld gefi Hæstarétti langt nef með því að afmá sjávarlóð hans út af skipulagi. Forseti bæjarstjórnar býr ofan við lóðina og telur nýtt einbýlishús ekki rúmast þar.

Fundað um kjaramál

Samninganefndir BSRB og ríkisins ætla að hittast klukkan 10 í fyrramálið en samninganefndirnar funduðu í dag.

Lettar latastir við að telja fram

Auk Íslendinga greiðir fólk frá tuttugu og níu þjóðlöndum skatta á Íslandi. Pólverjar eru fjölmennastir en Filipseyingar eru duglegastir við að skila inn skattframtölum. Lettar eru hins vegar latastir við að skila inn framtali.

Annar jarðskjálfti reið yfir Sísjúan hérað

Jarðskjálfti upp á 6,1 einn á Richter reið yfir Sísjúan hérað í suðvestur Kína síðdegis í dag. Þar leita björgunarmenn enn eftirlifenda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum sem skók héraðið í byrjun vikunnar. Vonir um að fólk finnist á lífi dvína hratt.

Fjölmenni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Það var mikið fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að ríflega 16 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri.

Kennedy fluttur á sjúkrahús

Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og höfuð Kennedy-ættarinnar, var fluttur á sjúkrahús í Boston í Bandaríkjunum í dag með einkenni heilablóðfalls.

Hakkarar handteknir

Spænska lögreglan hefur handtekið fimm tölvuþrjóta sem hafa að sögn lögreglu verið afar skæðir undanfarin tvö ár.

Enn mótmælt við kínverska sendiráðið

Lítill hópur safnaðist saman í stutta stund fyrir utan kínverska sendiráðið í hádeginu í dag. Sem fyrr var verið að mótmæli framgöngu Kínverja í málefnum Tíbet. Lögregla var viðstödd og segir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram.

Anna kjörin formaður Rauða kross Íslands

Anna Stefánsdóttir var í dag kjörin formaður Rauða kross Íslands á aðalfundi félagsins. Hún tekur við af Ómari H. Kristmundssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin tvö ár. Anna var kjörin með lófataki á aðalfundinum sem haldinn var í Kópavogi.

Svipti sig lífi eftir neteinelti

Fjörutíu og níu ára bandarísk kona var í gær ákærð fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígi þrettán ára nágrannastúlku.

Ráða átti Tsvangirai af dögum

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er hættur við að snúa aftur til landsins í dag eftir að áætlanir um að ráða hann af dögum komu í ljós.

Æstur múgur ræðst að sígaunum

Ítölsk lögregla hefur þurft að standa vörð um byggðir sígauna í nágrenni Napólí tvö kvöld í röð. Ástæðan er sú að æstur múgur hefur ítrekað gert aðsúg að sígaunum í borginni. Ráðist hefur verið á þá, bensínsprengjum hefur verið kastað að byggðum þeirra og heilu fjölskyldurnar hafa verið hraktar á flótta.

Kampusch keypti hús mannræningja síns

Lögmaður hinnar Austurrískur Nataschu Kampusch segir að hún sé orðinn eigandi hússins þar sem henni var haldið í gíslingu í meira en átta ár.

Ævintýrahöll við Fríkirkjuveg

Guðrún Ásmundsdóttir, fulltrúi minnihlutans í menningar- og ferðamálaráði, leggur til að Fríkirkjuvegur 11 verði gerður að Ævintýrahöll barnanna í sumar.

Gladiator á götuna

Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum.

Ósáttir við að vera stimplaðir ofbeldisseggir

Ungu mennirnir sem fyrr í kvöld voru sakaður um svíðingsskap við Hlíðaskóla í dag höfðu samband við Vísi og eru ósáttir við fréttaflutning Vísis og Stöðvar 2 af málinu. Þeir segja atburðarrásina hafa verið allt aðra en þá sem sagt var frá í fréttum. Að þeirra sögn var það húsvörðurinn við skólann sem hóf stympingarnar en ekki þeir.

Boða aðgerðir við þinglok

Haukur Birgisson, bílstjórinn sem lagði bíl sínum fyrir hlið olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey, segist hafa látið af mótælunum í bili. Hann boðar aðgerðir á Austurvelli við þinglok.

Lagði trukknum fyrir hliðið að Örfirisey

Flutningabíl og jeppa var á sjöunda tímanum lagt fyrir aðalhlið olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Bílstjórinn sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 að með aðgerðunum væri meiningin að trufla olíuflutninga olíufélaganna. Nóg væri komið af sífelldum hækkunum og því hefði hann ákveðið að grípa í taumana.

Rétthafar stefna Istorrent á ný

Aðstandendur Istorrent.is skráaskiptasíðunnar hafa sent frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að rétthafasamtökin sem fengu lögbann sett á vefinn á sínum tíma hafi nú höfðað nýtt mál til staðfestingar lögbannsins og að svo virðist sem lögbannið sé því enn í gildi. Áður hafði héraðsdómur vísað málinu frá vegna vanreifunnar og tók Hæstiréttur undir þann dóm þann 8. maí síðastliðinn. Í tilkynningunni segir einnig að þolendur lögbannsins muni krefjast skaðabóta vegna tjóns sem þeir segjast hafa orðið fyrir vegna lögbannsins.

Óvenjulegt óhapp

Skrúfuvél lenti á annarri slíkri á flugvelli í Texas í gær. Engan sakaði í þessu óvenjulega óhappi. Vélin sem varð undir var um það bil að taka á loft þegar hin lenti á henni.

Obama linur við hryðjuverkamenn

Repúblíkanar í Bandaríkjunum virðast ætla að gera stríðið gegn hryðjuverkum að stóru kosningamáli í nóvember. Þeir keppast nú við að gera að því skóna að Barack Obama verði linur í baráttunni við hryðjuverkamenn verði hann forseti.

Pistorius standi jafnfætis öðrum keppendum

Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir spretthlauparann Oscar Pistorius standa janffætisr ófötluðu keppendum á Ólympíuleikunum. Pistorius gengur með tvo gervifætur frá fyrirtækinu. Alþjóðlegur áfrýjunardómstóll í íþróttamálum úrskurðaði í dag að hann mætti keppa á Ólympíuleikunum nái hann ólympíulágmarkinu.

Stjórnvöld í Burma segja 78 þúsund hafa farist

Stjórnvöld í Burma segja að 78 þúsund hafi fundist látnir eftir að fellibylurinn Nargis reið yfir landið fyrir tveimur vikum. Þá er sagt að 58 þúsund manns sé enn saknað. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn áætla að manntjónið sé mun meira. SÞ óttast að hundrað þúsund manns hafi farist í hamförunum og Rauði krossinn telur að tala látinna gæti náð 128 þúsundum.

Ofbeldisfullir unglingar við Hlíðaskóla

Nokkrir unglingar sem komu með bolabít inn á frístundaheimili Hlíðaskóla í dag jusu svívirðingum yfir starfsfólk og réðust á húsvörð, þegar reynt var að fá þá til þess að fara.

Lagður atgeir við kynlífsleik

Kanadamaður nokkur var nær látinn þegar hann bað unnustu sína að skera hjartalaga tákn á brjóst sér meðan á kynmökum þeirra stóð.

Auglýsing Keilis fyrst og fremst ímyndarauglýsing

Stefanía Katrín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri heilsu- og uppeldisskóla Keilis, segir það byggt á misskilningi að auglýsingar um hjúkrunarfræðinám við Keili séu innistæðulausar.

Flugþjónninn kveikti í vélinni

Nítján ára bandarískur flugþjónn var svo reiður yfir flugleiðinni sem hann var settur á að hann kveikti í klósetti flugvélarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir