Fleiri fréttir

Ekki rétt að birta kostnað vegna umferðarslysa á Reykjanesbraut

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra telur ekki rétt að birta upplýsingar um það hver kostnaður heilbrigðiskerfisins hafi verið vegna fimm manna sem slösuðust alvarlega á Reykjanesbraut á þriggja mánaða tímabili vegna þess að hægt væri að tengja kostnaðinn við einstaklinga.

Hlaupið áfram með kyndil í Kína

För Ólympíukyndilsins hófst á ný í morgun frá hafnarborginni Nangbo en för kyndilsins var stöðvuð þegar lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast fórnarlamba jarðskjálftans mikla í Sichuan-héraði.

Segja stjórnarsamstarfið standa traustum fótum

Ríkisstjórnarsamstarfið stendur traustum fótum þrátt fyrir mótbyr í efnhagsmálum að mati ráðherra Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin heldur upp á eins árs afmæli í dag.

Góð reynsla af rekstri læknislauss neyðarbíls

Reynslan af nýju fyrirkomulagi á rekstri neyðarbíls er góð, að sögn læknis á bráðasviði. Ótti um að hætta gæti fylgt því að hafa ekki lækni í bílnum í útköllum hefur reynst ástæðulaus, að minnsta kosti hingað til.

Ágreiningur um hrefnuveiðar ekki stórmál

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágreining ríkisstjórnarflokkanna um hrefnuveiðar ekki það stórt mál að það sé spurning um hvort stjórnin sitji eða ekki. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag sem efnt var til að frumkvæði Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Ríkisendurskoðun styður aðskilnað - alvarlegur samskiptavandi aðila

Ríkisendurskoðun telur rétt að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd enda hafi hún áður vakið máls á því að að breyta núverandi skipan mála. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar sem ráðist var í að beiðni Alþingis.

Málefni Vestmannaeyjaferju enn í vinnslu

Málefni nýrrar Vestmannaeyjarferju eru enn í vinnslu hjá ríkisstjórn og verið er að fara yfir tilboð Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar. Þetta sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi í morgun.

Trúnaðarmanni Strætó sagt upp störfum - segist lagður í einelti

Jóhannes Gunnarsson vagnstjóri hefur verið trúnaðarmaður hjá Strætó BS síðan í nóvember. Mikil ólga hefur verið milli trúnaðarmanna Strætó og forstjórans Reynis Jónssonar. Jóhannes mætti meðal annars niður í Héraðsdóm í gærmorgun til þess að ræða málin. Í kjölfarið var honum boðinn starfslokasamningur sem hann þáði ekki og var í kjölfarið sagt upp störfum.

Deilt um fundartíma á Alþingi

Þingmenn Vinstri - grænna og Framsóknarflokks deildu hart á forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag vegna óvissu um lengd þingfundar.

Fótboltaáhugamenn í Borgarnesi styðja Ellu Dís

„Við vorum nokkrir félagar að horfa á leikinn hérna á Hótel Hamri og lögðum smá pening undir á úrsltin. Það var enginn með réttar tölur þannig að ég stakk upp á því að potturinn færi til hennar," segir Jón G Ragnarsson fótboltaáhugamaður, borgnesingur og aðdáandi Tottenham númer eitt.

Mótmæla Goldfinger-úrskurði með því að hreinsa til í ráðuneyti

Nokkar konur munu í hádeginu hreinsa dómsmálaráðuneytið á táknrænan hátt til þess að mótmæla úrskurði ráðuneytins varðandi leyfi Goldfinger til nektardans. Í tilkynningu frá þeim segir að full þörf sé að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem komi í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum og berjist gegn mansali.

Fasteignasala endurgreiðir umsýslugjald

Fasteignasala í Reykjavík hefur fallist á þá kröfu íbúðakaupenda að endurgreiða þeim svonefnt umsýslugjald sem þeim hafði verið gert að greiða sumarið 2004 við kaup á fasteign sem fasteignasalan hafði til sölu.

Samfylkingin vill endurskoðun á fiskveiðilögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Samfylkingarinnar ítrekar þá afstöðu sína að nauðsynlegt sé að taka alvarlega úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um útfærslu kvótakerfisins og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að bregðast við með endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Ísland verður númer 11 í Eurovision

Ísland verður ellefta þjóðin sem stígur á sviðið í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad annað kvöld en 25 þjóðir verða í úrslitunum.

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stofnsett

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnsett við hátíðlega athöfn í hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á dögunum en með því eflir Háskólinn samskipti sín við Kína.

Verkamannaflokkurinn breski tapaði öruggu þingsæti

Enn aukast vandræði George Brown forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn tapaði í aukakosningum í kjördæminu Crewe and Nantwich en kjördæmið hefur verið öruggt vígi flokksins um áratuga skeið.

Hvirfilbylur varð einum að bana

Mikill hvirfilbylur braust út í norðurhluta Colorado ríkis í dag, með þeim afleiðingum að vinnuvélar fuku um koll, þak rifnuðu af húsum og að minnsta kosti einn maður lest.

Tsvangirai ætlar heim til sín

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, hyggst snúa aftur heim til sín á laugardaginn, þrátt fyrir að fréttir hermi að búið sé að skipuleggja banatilræði gagnvart honum.

Skotárás við Nørrebro

Til harðra átaka kom við söluturn sem stendur við Nørrebro í Kaupmannahöfn nú undir kvöld

Nærri 230 börn í fóstri í fyrra

Alls voru 228 börn í fóstri að hluta til eða allt árið 2007. Þar af voru 118 börn í varanlegu fóstri en 110 börn í tímabundnu fóstri. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir hefur frá Barnavernd Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir