Trúnaðarmanni Strætó sagt upp störfum - segist lagður í einelti Breki Logason skrifar 23. maí 2008 11:52 Strætó Jóhannes Gunnarsson vagnstjóri hefur verið trúnaðarmaður hjá Strætó BS síðan í nóvember. Mikil ólga hefur verið milli trúnaðarmanna Strætó og forstjórans Reynis Jónssonar. Jóhannes mætti meðal annars niður í Héraðsdóm í gærmorgun til þess að ræða málin. Í kjölfarið var honum boðinn starfslokasamningur sem hann þáði ekki og var í kjölfarið sagt upp störfum. „Ég fékk nú aldrei neinar skýringar á því hversvegna mér var sagt upp. Ég var boðaður á fund í morgun og spurðist fyrir um hvort ég þyrfti að hafa fulltrúa frá mínu félagi með mér. Mér var sagt að svo væri ekki en þegar á fundinn var komið var mér sagt upp störfum," segir Jóhannes sem vildi fresta fundinum og hafa sinn fulltrúa, Ögmund Jónasson formann BSRB með sér. Jóhannes hringdi því í Ögmund sem kom upp á Hestháls með formanni starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. „Við ætluðum að verða vitni að því sem þar var að gerast en þá voru stjórnendur Strætó horfnir á braut. Næsta skref hjá okkur er því að taka málið upp við okkar lögfræðinga, við lítum málið mjög alvarlegum augum," segir Ögmundur Jónasson um málið. Jóhannes segir að eftir þessa uppákomu hafi hann ætlað að fara út í herbergi þar sem vagnstjórar eru með aðstöðu og taka saman dótið sitt. „Þá kom deildarstjóri akstursdeildar og vísaði mér út úr húsi, ég fékk því ekki að taka saman dótið." Trúnaðarmannahópurinn sem hefur verið hjá Strætó undir forystu Jóhannesar hefur náð mjög vel saman að hans sögn. Voru þau virk í að ræða við forstjórann og í upphafi gekk allt mjög vel. Í nóvember varð hinsvegar uppákoma sem breytti miklu. Þá voru trúnaðarmannaskipti í félaginu og Jóhannes og félagar tóku formlega við. Eftir fundinn var boðið upp á bjór og léttvín. Sex manna hópur tók síðan strætó heim frá Hlemmi en framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og deildarstjóri akstursdeildar voru þá kallaðir út vegna ölvunnar trúnaðramanna. Í kjölfarið fékk Jóhannes áminningu í starfi en deilur hafa verið um hversu ölvaðir trúnaðarmennirnir voru. Þá áminningu vildi Jóhannes fá ógilda fyrir Héraðsdómi í gær. „Lögfræðingur forstjórans taldi lausnina í málinu vera að bjóða mér starfslokasamaning sem ég þáði ekki, í kjölfarið var ég svo rekinn," segir Jóhannes sem vill meina að forstjórinn hafi lagt sig í einelti eftir uppákomuna á Hlemmi. Forsvarsmenn Strætó BS vildu ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Símastúlka hjá Strætó sagði forstjórann ætla að tjá sig um málið eftir helgi. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Jóhannes Gunnarsson vagnstjóri hefur verið trúnaðarmaður hjá Strætó BS síðan í nóvember. Mikil ólga hefur verið milli trúnaðarmanna Strætó og forstjórans Reynis Jónssonar. Jóhannes mætti meðal annars niður í Héraðsdóm í gærmorgun til þess að ræða málin. Í kjölfarið var honum boðinn starfslokasamningur sem hann þáði ekki og var í kjölfarið sagt upp störfum. „Ég fékk nú aldrei neinar skýringar á því hversvegna mér var sagt upp. Ég var boðaður á fund í morgun og spurðist fyrir um hvort ég þyrfti að hafa fulltrúa frá mínu félagi með mér. Mér var sagt að svo væri ekki en þegar á fundinn var komið var mér sagt upp störfum," segir Jóhannes sem vildi fresta fundinum og hafa sinn fulltrúa, Ögmund Jónasson formann BSRB með sér. Jóhannes hringdi því í Ögmund sem kom upp á Hestháls með formanni starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. „Við ætluðum að verða vitni að því sem þar var að gerast en þá voru stjórnendur Strætó horfnir á braut. Næsta skref hjá okkur er því að taka málið upp við okkar lögfræðinga, við lítum málið mjög alvarlegum augum," segir Ögmundur Jónasson um málið. Jóhannes segir að eftir þessa uppákomu hafi hann ætlað að fara út í herbergi þar sem vagnstjórar eru með aðstöðu og taka saman dótið sitt. „Þá kom deildarstjóri akstursdeildar og vísaði mér út úr húsi, ég fékk því ekki að taka saman dótið." Trúnaðarmannahópurinn sem hefur verið hjá Strætó undir forystu Jóhannesar hefur náð mjög vel saman að hans sögn. Voru þau virk í að ræða við forstjórann og í upphafi gekk allt mjög vel. Í nóvember varð hinsvegar uppákoma sem breytti miklu. Þá voru trúnaðarmannaskipti í félaginu og Jóhannes og félagar tóku formlega við. Eftir fundinn var boðið upp á bjór og léttvín. Sex manna hópur tók síðan strætó heim frá Hlemmi en framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og deildarstjóri akstursdeildar voru þá kallaðir út vegna ölvunnar trúnaðramanna. Í kjölfarið fékk Jóhannes áminningu í starfi en deilur hafa verið um hversu ölvaðir trúnaðarmennirnir voru. Þá áminningu vildi Jóhannes fá ógilda fyrir Héraðsdómi í gær. „Lögfræðingur forstjórans taldi lausnina í málinu vera að bjóða mér starfslokasamaning sem ég þáði ekki, í kjölfarið var ég svo rekinn," segir Jóhannes sem vill meina að forstjórinn hafi lagt sig í einelti eftir uppákomuna á Hlemmi. Forsvarsmenn Strætó BS vildu ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Símastúlka hjá Strætó sagði forstjórann ætla að tjá sig um málið eftir helgi.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira