Innlent

Þingvallastjórnin eins árs í dag

Þingvallastjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fagnar í dag eins árs afmæli sínu.

Þann 23. maí í fyrra skrifuðu formenn flokkanna, Þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, undir stjórnarsáttmála á Þingvöllum eftir nokkurra daga stjórnarmyndunarviðræður. Ríkisstjórnin tók svo við 24. maí.

Af þessu tilefni er börnum á leikskólanum Tjarnarborg boðið í ráðherrabústaðinn kl. 14.30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×