Innlent

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í dag og á morgun

MYND/GVA

Svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum í dag og er því spáð að svo verði einnig á morgun. Fram kemur í frétt frá umhverfis- og samgöngusviði að svifryk hafi einnig mælst yfir sólarhringsmörkum í gær en þá var styrkuriinn 80 míkrógrömm á rúmmetra. Hefur svifrykið því farið tíu sinnum yfir mörkin á þessu ári.

Búist er við að sólarhringsgildi svifryks mælist yfir heilsuverndarmörkum í dag og á morgun. „Nú er þurrviðri og mikill vindur," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, „og Veðurstofan spáir að súld geti orðið við ströndina í kvöld sem dregur úr svifryksmengun."

Umhverfissvið segir svifrykið berast af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valda þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma óþægindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×