Fleiri fréttir

Enn haldið sofandi eftir vélhjólaslys

Karlmanni á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi við Blönduós í fyrradag er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Brauðþjófur veittist að lögreglu

Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur manni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa tekið brauðhleif ófrjálsri hendi í verslun Hagkaupa í Smáralind.

Gæsluvarðhald rennur út

Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Keilufelli í síðasta mánuði rennur út í dag.

Vilja að Pútín leiði Sameinað Rússland

Sameinað Rússland, stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, hyggst óska eftir því að Vladímír Pútín, fráfarandi forseti, taki að sér leiðtogahlutverkið í flokknum á þingi hans sem hófst í dag.

Norska löggan veður í peningum

Norska lögreglan var tæpa fjóra milljarða króna undir fjárlögum á síðasta ári. Stjórnvöld hafa undanfarin ár bæði aukið mjög fjárveitingar til lögreglu og lagt áherslu á aðhald í rekstri.

Ökumaður slapp ómeiddur úr bílveltu

Ökumaður , sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar bíllinn valt heila veltu út af veginum í Reykholtsdal í gærkvöldi og hafnaði aftur á hjólunum.

Reiknað með spennandi kosningum á Ítalíu

Þingkosningar á Ítalíu halda áfram í dag en reiknað er með að mjótt verði á mununum milli flokks Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra og flokks Walter Veltroni fyrrum borgarstjóra í Róm.

Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary

Ný skoðanakönnun á vegum Gallup í Bandaríkjunum sýnir að Barak Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary Clinton á landsvísu. Mælist Obama með 50% fylgi á móti 41% Hillary.

Ákvörðun um inngöngu í ESB leysir ekki vanda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið ekki leysa þann vanda sem uppi er í dag. Þetta sagði hún í þættinum Mannamáli hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í kvöld.

Skynsamlegast að lýsa yfir umsókn í ESB

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir það skynsamlegasta sem ríkisstjórnin geti gert í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja, sé að lýsa því strax yfir að Íslendingar hyggist sækja um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Ef dýpki á kreppu bankanna komi til greina að þjóðnýta bankanna til að einkavæða þá á nýjan leik

Helmingur ráðherra í útlöndum

Helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar er og hefur verið í útlöndum þessa vikuna, á meðan stjórnarandstaðan og fleiri gagnrýna hana fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum og flottræfilshátt við ferðalög.

Dalai Lama óttast frekari yfirgang Kínverja í Tíbet

Dalai Lama sagði í dag að Tíbet gæti ekki gefið Kína frekari eftirgjöf, en hann heldur áfram að þrýsta á um rétt Tíbet til sjálfsstjórnar. Hann hefur farið fram á að Kínverjar dragi úr yfirganginn sínum yfir fyrrum heimalandi sínu.

Sænska stúlkan var myrt

Hin 10 ára gamla sænska stúlka Engla Juncosa-Höglund sem hvarf sporlaust fyrir rúmri viku síðan fannst látin í dag. Karlmaður sem handtekinn var á dögunum og ákærður fyrir mannrán, vísaði lögreglu á staðinn þar sem hann gróf líkið. Hann viðurkenndi einnig að hafa myrt 31. árs gamla konu, Pernilla Hellgren, árið 2000. Fyrir um tveimur árum fékk lögreglan vísbendingu um að maðurinn væri flæktur í morðinu á konunni.

Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun

Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi.

Öryggisverðir í Leifsstöð mótmæla uppstokkun

Öryggisverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar afhentu í dag Kristjáni Möller, samgönguráðherra undirskriftalista þar sem þeir mótmæla uppstokkun löggæsluembættisins en gert er ráð fyrir að þeir fari undir stjórn samgönguráðherra.

Icelandair gæti þénað 700 mkr á kvikmyndasýningum

Icelandair gæti þénað tæpar 700 milljónir króna á ári á kvikmyndasýningum um borð í flugvélum félagsins. Farþegar á almennu farrými þurfa framvegis að greiða fyrir áhorf á kvikmyndum.

Sjónvarpsstjarna finnst látin

Breski sjónvarpskynnirinn Mark Speight sem saknað hefur verið frá því á mánudag fannst látinn í London í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu fannst lík hans á afskekktum stað á Paddington lestarstöðinni í London. Lögreglan sagði Sky fréttastofunni að hann hefði ekki orðið fyrir lest.

Robert Murat kærir fjölmiðla

Robert Murat sem grunaður var í tengslum við hvarfið á Madeleine McCann í Portúgal ætlar að kæra 11 leiðandi dagblöð í Bretlandi og eina sjónvarpsstöð fyrir meiðyrði.

Fimm breskar konur fórust í Ekvador

Fimm breskar konur létust í rútuslysi í Ekvador í gærkvöldi og 12 manns slösuðust þegar rútan og vörubíll lentu saman. Í rútunni voru 20 manns, flestir Bretar, en einnig Frakkar og tveir heimamenn, bílstjórinn og fararstjóri. Fólkið var í ferð sem skipulögð var af fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir úrskrifaða stúdenta. Samkvæmt fréttavef Sky er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Raila Odinga nýr forsætisráðherra Kenía

Mwai Kibaki forseti Kenía hefur tilkynnt um skipan í nýrri samsteypustjórn landsins. Samkomulag náðist í dag sem miðar að því að enda stjórnmálakrísuna frá úrslitum kosninganna um áramótin. Raila Odinga verður nýr forsætisráðherra stjórnarinnar. Gengið var frá samkomulaginu á lokuðum fundi í dag.

Fjölskylduvæn verslun Eymundsson í Holtagörðum

Bókaverslunin Eymundsson opnaði í gær nýja verslun í Holtagörðum þar sem sérstakt mið er tekið af fjölskyldufólki. Þar er að finna eina stærstu barnabókadeild landsins þar sem ævintýrabók býður börnum að hlusta á ævintýri og börn sem fullorðnir geta litað í sérstöku litahorni.

Borgarstjóri hefur fundarherferð með borgarbúum

Fundarherferð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, með íbúum Reykjavíkur hófst í gær. Þá fundaði borgarstjóri með íbúum í Árbæ, Grafarvogi og Breiðholti en herferðin er liður í verkefninu 1,2 og Reykavík.

Ákveðið með áfrýjun eftir fund með saksóknara

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi á morgun hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í fyrradag fyrir fíkniefnamisferli. Birgir Páll var sýknaður af ákæru um að hafa undirbúið og skipulagt smygl í Pólstjörnumálinu svo kallaða en sakfelldur fyrir vörslu efna í Færeyjum.

„Murderers“ spreyjað á kínverska sendiráðið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að kínverska sendiráðinu á Víðimel um klukkan hálf níu í morgun en þar var búið að spreyja orðið enska orðið "Murderers" , eða morðingjar, á húsið með rauðu spreylakki. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en lögreglan og starfsmenn sendiráðsins fara nú yfir myndir úr öryggismyndavélum.

Enn beðið eftir handtökubeiðni

Ekki er kallað eftir upplýsingum um sakaferil útlendinga fyrr en þeir komast í kast við lögin hér á landi að sögn dómsmálaráðherra. Upplýsingar um sakaferil duga ekki til handtöku, en geta leitt til eftirlits af hálfu lögreglu.

Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló

Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna.

Haldið sofandi eftir mótorhjólaslys

Karlmanni á þrítuggsaldri sem slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Samkvæmt vakthafandi lækni er ástand mannsins óbreytt frá því í gær. Maðurinn er með alvarlega áverka á höfði og verður væntanlega haldið sofandi eitthvað áfram.

Ítalir ganga til kosninga

Ítalir ganga að kjörborðinu í dag og á morgun og kjósa til þings og sveitastjórna. Baráttan um forsætisráðherraembættið stendur á milli auðjöfursins og hægrimannsins Silvio Berlusconi og Walter Ventroni, leiðtoga bandalags mið- og hægriflokka og fyrrverandi borgarstjóra í Róm.

Endurtalning fyrirskipuð í Simbabve

Kjörstjórn í Simbabve hefur fyrirskipað að atkvæði í forsetakosningum þar í landi fyrir hálfum mánuði verði talin aftur í 23 kjördæmum. Það verður gert um næstu helgi að sögn ríkisblaðsins Sunday Mail. Úrslit hafa enn ekki verið birt og krafa alþjóðasamfélagsins um að það verði gert hið fyrsta verður háværari með hverjum deginum sem líður.

Ný stjórn loks mynduð í Kenía

Greint verður frá myndun nýrrar samsteypustjórnar í Kenía í dag. Samkomulag tókst fyrir nokkrum vikum milli Mwai Kibaki, forseta, og Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að mynda slíka stjórn. Myndun hennar gekk hins vegar brösulega.

Bíll í ljósum logum á Hverfisgötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að tilkynning barst um að númerslaus bifreið stæði í ljósum logum á bílastæði við Hverfisgötu gengt verslun 10-11. Bifreiðin var mannlaus en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsins. Eldsupptök eru ókunn.

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæði Siglfirðinga er opið frá kl. 11 til fimm í dag og þar er gott skíðafæri. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðunum í Hlíðarfjalli á Akureyri og Tindastóli á Sauðárkróki, en þar er færi með besta móti. Í Bláfjöllum og í Skálafelli er verið að leggja lokahönd á að troða skíðabrautir en þar snjóaði töluvert í nótt. Svæðin verða opin til klukkan sex í kvöld.

Ógnaði manni með hnífi í leigubílaröð

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í leigubílaröðinni við Lækjargötu í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö í morgun eftir að hann hafði ógnað öðrum manni með hnífi. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en engan sakaði.

Sjá næstu 50 fréttir