Innlent

Brauðþjófur veittist að lögreglu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sérrefsiákvæði gilda um árásir á opinbera starfsmenn við skyldustörf.
Sérrefsiákvæði gilda um árásir á opinbera starfsmenn við skyldustörf.

Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur manni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa tekið brauðhleif ófrjálsri hendi í verslun Hagkaupa í Smáralind.

Þetta gerðist í haust. Auk þess er manninum gefið að sök að hafa, þegar lögregla kom á vettvang, haft í hótunum við lögregluþjón með því að segjast ætla að rota hann og að því búnu tekið hann hálstaki. Verðmæti brauðsins var 215 krónur og varðar brotið við 244. grein almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um þjófnað. Árásin á lögregluþjóninn varðar hins vegar við 106. grein sömu laga þar sem bann er lagt við ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn opinberum starfsmönnum við skyldustörf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×