Innlent

LÍN lánaði 2,6 milljarða vegna skólagjalda á Íslandi 2001-2007

Lánasjóður íslenskra námsmanna lánaði um 2,6 milljarða króna til námsmanna til að greiða skóalgjöld í íslenskum skólum á árunum 2001-2007. Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar.

Alls fengu nærri níu þúsund lán fyrir skólagjöldum hjá LÍN á þessum tíma, flestir í Háskólanum í Reykjavík, eða rúmlega 4100. Þar á eftir kemur Háskólinn á Bifröst en nærri 1900 nemar þar fengu lán frá LÍN fyrir skólagjöldum. Samanlögð lánsfjárhæð til nemenda þessara tveggja skóla nemur rúmlega 1,7 milljörðum króna á tímabilinu, eða rúmum helmingi af þeirri fjárhæð sem LÍN lánaði til nemenda vegna skólagjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×