Innlent

Flest skíðasvæði landsins opin

Opið er á flestum skíðasvæðum landsins í dag.
Opið er á flestum skíðasvæðum landsins í dag.

Skíðasvæði Siglfirðinga er opið frá kl. 11 til fimm í dag og þar er gott skíðafæri. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðunum í Hlíðarfjalli á Akureyri og Tindastóli á Sauðárkróki, en þar er færi með besta móti. Í Bláfjöllum og í Skálafelli er verið að leggja lokahönd á að troða skíðabrautir en þar snjóaði töluvert í nótt. Svæðin verða opin til klukkan sex í kvöld. Þá er skíðasvæðið í Oddskarði opið til klukkan fimm sem og skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×