Innlent

Ógnaði manni með hnífi í leigubílaröð

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í leigubílaröðinni við Lækjargötu í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö í morgun eftir að hann hafði ógnað öðrum manni með hnífi. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en engan sakaði.

Þá var ungur maður handtekinn í vesturbæ Reykjavík um klukkan fjögur í nótt eftir að hann hafði ógnað móður sinni með hnífi. Þegar lögregla kom á vettvang flýði maðurinn út um glugga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×