Erlent

Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary

Ný skoðanakönnun á vegum Gallup í Bandaríkjunum sýnir að Barak Obama heldur öruggri forystu sinni á Hillary Clinton á landsvísu. Mælist Obama með 50% fylgi á móti 41% Hillary.

Að sögn Gallup virðist það ekki hafa haft merkjanleg áhrif á fylgi Obama að hann lét miður heppileg orð falla um verkamenn og dreifbýlisfólk á föstudag. Sagði hann meðal annars að það væri biturt vegna stöðu efnahagsmála.

Hillary hefur gagnrýnt Obama harðlega fyrir þetta og sakar hann um menntahroka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×