Fleiri fréttir

Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli. Hann og saksóknari hafa 14 daga til að ákveða hvort það verði gert eða ekki.

McCann hjónin deila við portúgölsk yfirvöld

Kate og Gerry McCann gætu hætt við að snúa aftur til Portúgal til að hjálpa lögreglu við endurgerð atburðar kvöldið sem dóttir þeirra hvarf af sumarleyfisíbúð í Praia da Luz. Ástæðan er heiftarleg deila vegna skýrslutöku portúgölsku lögreglunnar sem lak í fjölmiðla.

Feitir rússneskir hershöfðingjar í megrun

Rússneski herinn hefur sett af stað líkamsræktarprógramm til að hjálpa hershöfðingjum að léttast og passa betur í nýjan einkennisfatnað sem hannaður hefur verið. Þriðjungur háttsettra liðsforingja eru yfir kjörþyngd og 25 prósent þeirra stóðust ekki líkamshreystipróf samkvæmt upplýsingum Vyacheslav Sedov talsmanni varnarmálaráðuneytisins.

Afríkuleiðtogar vilja enda ógöngur Mugabe

Neyðarfundur leiðtoga landanna í kringum Simbabve hófst í Sambíu í dag og miðar að því að enda þá stöðu sem uppi er í Simbabve í kjölfar forsetakosninganna. Þrátt fyrir það er Robert Mugabe forseti Simbabve ekki á fundinum. Hann sagðist hafa annað að gera.

Ítalskur friðarsinni myrtur í Tyrklandi

Ítölsk listakona sem fyrirhugaði að ferðast á puttanum til Miðausturlanda í brúðarkjól til að efla heimsfrið fannst myrt í Tyrklandi í gær. Listakonan gekk undir nafninu Pippa Bacca en hét fullu nafni Giuseppina Pasqualino di Marineo. Lík hennar fannst í runnum nálægt borginni Gebze skammt frá Istanbul.

Ráðist á öryggisverði 10-11

Ráðist var á öryggisverði 10-11 verslunarinnar í Austurstræti á sjötta tímanum í morgun. Hópur manna hafði ráðist að vörðunum með þeim afleiðingum að þrír þeirra voru marðir og skrámaðir. Lögreglu bárust ítrekuð árásarboð og þegar þeir komu á vettvang voru árásarmennirnir horfnir. Ekki er vitað hverjir mennirnir voru.

Skora á ráðherra að sniðganga Ólympíuleikana

Íslenskir ráðamenn eiga að taka af skarið og sniðganga Ólympíuleikana í Peking að mati skipuleggjenda mótmæla gegn mannréttindabrotum Kínverja á Tíbetum. Birgitta Jónsdóttir skorar á menntamálaráðherra að taka af skarið í stað þess að bíða eftir viðbrögðum annarra ráðherra á Norðurlöndum.

Meintur morðingi gengur laus

Pólskur karlmaður sem er eftirlýstur fyrir morð í heimalandi sínu hefur óáreittur stundað byggingavinnu á Íslandi í nokkra mánuði. Lögreglan veit af manninum en aðhefst ekki þar sem hann er ekki eftirlýstur á alþjóðavettvangi.

Íslendingar áhugasamir um fasteignakaup erlendis

Þrátt fyrir hæstu stýrivexti í heimi og spár um 30 prósenta lækkun fasteignaverðs, er ein stærsta fasteignasýning Norðurlanda haldin í Vetragarðinum í Smáralind um helgina.

Verðbólgan rýkur upp

Allt stefnir í að verðbólgan fari yfir 10 prósent við næstu mælingu og verði sú mesta í tæplega tuttugu ár. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óskynsamlegt að hækka laun jafnvel þótt verðbólga fari í 11 prósent.

Steinríki skilað til Noregs

Leiguþyrlu Landhelgisgæslunnar LN-OBX, eða Steinríki eins og hún var einnig kölluð, verður skilað í dag. Þyrlan fór til Noregs á fimmta tímanum. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að Steinríkur fari tímabundið til Noregs í verkefni á vegum eigenda hennar auk þess sem viðhaldi við hana verði sinnt. Hún komi líklega aftur hingað til lands í sumar.

Þyrla sótti ökklabrotinn vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir klukkan tvö í dag til að sækja vélsleðamann á Þórisjökli. Maðurinn mun hafa verið í hópi vélsleðamanna þegar hann fór fram af hengju á vélsleðanum. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn ökklabrotinn.

Þyrla sækir slasaðan mótorkrossmann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir tæpri klukkustund til Blönduóss þar sem maður slasaðist á mótorhjóli. Lögreglan á Blönduósi segir að svo virðist sem maðurinn hafi dottið og orðið undir mótorhjólinu. Samkvæmt upplýsingum landhelgisgæslunnar er um höfuðáverka að ræða.

Mótorhjólamaður slasaðist við Esjuna

Óskað var eftir sjúkrabíl við Esjurætur á þriðja tímanum í dag þar sem mótorhjólamaður hafði dottið af hjóli sínu við Mógilsá. Sjúkralið flutti manninn á slysadeild þar sem hann er nú til rannsóknar.

Snjóbrettamaður meiddist í Bláfjöllum

Snjóbrettamaður meiddist í Bláfjöllum í dag þegar hann fór fram af hengju í Kóngsgili. Sjúkrabíll flutti manninn á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að maðurinn hafi rotast. Hann var vankaður eftir atvikið og mundi ekki eftir því. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé í rannsókn en virðist ekki vera alvarlega slasaður.

Viðskiptaráðherra heimsækir Kína

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra heldur í opinbera heimsókn til Kína í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að heimsóknin sé farin til að endurgjalda heimsókn viðskiptaráðherra Kína til Íslands í júní í fyrra.

Iceland Express flýgur á tvo velli í London

Iceland Express býður upp á þá nýjung næsta vetur að fljúga til tveggja flugvalla í London auk þess að fjölga ferðum til borgarinnar. Varsjá í Póllandi verður einnig nýr áfangastaður félagsins að vetri til samkvæmt nýrri vetraráætlun sem gefin hefur verið út.

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Í dag er opið í Bláfjöllum og Skálafelli. Veður er mjög fínt, sól, örlítill vindur og um það bil fimm stiga frost. Klukkan 15 verður tekin skóflustunga að nýjum skála ÍR og Víkings á Bláfjallasvæðinu.

Skemmta sér í gömlum Varnarliðsklúbbi

Ungmenni á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ skemmta sér nú í gömlum Varnarliðsklúbbi á Keflavíkurflugvelli. Þar hafa þau eina glæsilegustu félagsaðstöðu á landinu með kvikmyndahúsi og afþreyingu í rúmum 1000 fermetrum.

Breytingar á þjónustu í flugi Icelandair

Miklar breytingar verða á þjónustu í flugi hjá Icelandair á næstu mánuðum. Nýjum og rýmri sætum með sjónvarpsskjám verður komið fyrir í öllum vélum félagsins, skipt verður um einkennisbúninga og nýtt hljóðkerfi verður sett upp. Flugfargjöld hækka ekki við breytingarnar heldur er félagið að bregðast við alþjóðlegri samkeppni

Neyðarfundur um Simbabve í Sambíu í dag

Forseti Suður-Afríku segir stjórnarkeppu ekki í Simbabve þó úrslit forsetakosninga þar hafi ekki enn verið birt. Neyðarfundur um ástandið þar verður í Sambíu í dag. Mugabe, forseti Simbabve, mætir ekki.

Hætt við flugtak á Reykjavíkurflugvelli

Flugvél frá flugfélaginu Örnum þurfti að hætta við flugtak á síðustu stundu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Atvikið var tilkynnt til flugmálastjórnar en ekki var hætta á ferðum að sögn flugstjóra vélarinnar.

Sinnuleysi stjórnvalda í efnahagsmálum

Stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi gagnvart versnandi horfum í efnhagsmálum að mati framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. Hann segir ljóst að kjarasamningar verði í uppnámi gangi verðbólguspá Seðlabankans eftir.

Birgi mjög brugðið við dóminn í Færeyjum

Birgi Páli Marteinssyni var mjög brugðið í gærkvöldi þegar hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðstómi í Færeyjum samkvæmt heimildum færeyska útvarpsins. Færeyska blaðið Dimmalætning hefur eftir Birgi Páli að verst þyki honum að fá ekki að fara aftur til Færeyja - honum finnist hann eiga frekar heima þar en á Íslandi. Í Færeyjum býr afi hans og þar á hann einnig fleiri ættingja.

Pólverji á Íslandi eftirlýstur fyrir morð í Póllandi

Pólskur karlmaður sem stundað hefur byggingavinnu hér á landi undanfarna mánuði er eftirlýstur af pólsku lögreglunni fyrir hrottalegt morð í heimalandi sínu. Íslensk lögregluyfirvöld bíða eftir handtökubeiðni frá Póllandi.

Gulleggið 2008 afhent í dag

Frumkvöðlar átta efstu viðskiptahugmynda í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 eru nú í óða önn að kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir yfirdómnefnd keppninnar. Úrslit hófust í morgun með þessum hætti en keppnin er fyrir íslenska háskólanemendur.

Sögulegur fundur Kína og Taiwan

Hu Jintao forseti Kína hefur haldið sögulegan fund með varaforsetaefni Taiwan, Vincent Siew. Frá borgarastríðinu árið 1949 þegar Taiwan sleit sig frá Kína hefur ekki verið haldinn fundur með jafn valdamiklum mönnum landanna tveggja.

Karlmaður réðist á lögreglumenn

Til átaka kom milli lögreglu og karlmanns á sextugsaldri fyrir utan bensínstöð N1 við Hringbraut laust eftir klukkan sjö í morgun. Maðurinn var sofandi í bifreið sinni fyrir utan bensinstöðina þegar lögregla hafði afskipti af honum. Brást hann illa við og réðst að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut áverka í andliti og á hálsi.

Átta unglingar ákærðir fyrir misþyrmingar á skólasystur

Átta bandarísk ungmenni sem gengu í skrokk á skólasystur sinni og ætluðu að birta barsmíðarnar á netinu hafa verið formlega ákærð fyrir mannrán og líkamsárás. Þau eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þau sakfelld.

Forseti S-Afríku fundar með Mugabe

Tabó Mbeki, forseti Suður-Afríku, fundar í dag með Robert Mugabe, forseta Simbabve, um stjórnmálaástandið í heimalandi hans að loknum þing- og forsetakosningum fyrir hálfum mánuði. Úrslit í forsetakosningunum hafa enn ekki verið birt.

Hlaup með ólympíueld í Argentínu gekk vel

Greiðlega gekk að hlaupa með ólympíueldinn um götur Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Mótmælendur voru þó mættir til borgarinnar til að vekja athygli á aðgerðum Kínverja í Tíbet, en Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í ágúst.

Tekinn á 150 km hraða

Lögreglan á Hólmavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem mældist á 150 kílómetra hraða í Kollafirði þar sem hámarkshraði er 90. Málið var sent fulltrúa lögreglustjóra til afgreiðslu.

Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði 25 ára Íslending sekan í tveimur ákæruliðum af þremur í Pólstjörnumálinu. Eins og að lenda í hakkavél, segir móðirin.

Minnast geimhundsins Laika

Rússnesk yfirvöld afhjúpuðu í dag minnismerki um hundinn Laika. Hann var fyrsta lífveran sem ferðaðist með geimfari til tunglsins fyrir fimmtíu árum síðan.

Líkir ástandinu við Kreppuna miklu

Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, lýsir þeim lausafjárskorti sem nú ríkir sem „stærsta efnahagsáfalli“ heimsins frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar.

Kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Ungir framsóknarmenn í Reykjavík kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að endurheimta þann stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar sem ríkti í ríkisstjórnartíð framsóknarmanna. Þetta kemur fram í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag.

Þakkar guði fyrir að allt fór vel

Guðrún V. Bjarnadóttir þakkar guði fyrir að allt fór vel eftir að meðlimir Steed Lord lentu í bílslysi á Reykjanesbraut á miðvikudag.

Sæfara var fagnað í Grímsey

Grímseyingar fögnuðu mjög þegar nýr Sæfari lagðist í fyrsta skipti að bryggju í eynni í dag. Ferjan hreppti leiðindaveður og urðu sumir sjóveikir þegar siglt var í fyrsta skipti frá Dalvík til Grímseyjar með allnokkurn hóp af farþegum og boðsgestum. Ölduhæð var allt að fjórir metrar, eftir því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2.

Stöðvaður fyrir óhæfilegan frágang á farmi

Ökumaður var stöðvaður á Faxabraut í Reykjanesbæ í dag þar sem hann var með planka í bifreiðinni og stóð hann allnokkuð langt fram fyrir bifreiðinni og voru á honum engar merkingar. Ökumaður verður sektaður fyrir athæfið, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum.

Brá við að sjá háskaakstur í fréttum

„Þetta er ekki það sem við viljum sjá,“ sagði Sturla Jónsson, talsmaður vöruflutningabílstjóra um atvik sem varð í dag þegar vörubílstjórar voru að mótmæla með hægkeyrslu í Ártúnsbrekkunni.

Sýkna og sekt fyrir Birgi Pál - Refsing ákveðin í kvöld

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði í dag að Birgir Páll Marteinsson væri ekki sekur um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Birgir er hins vegar ekki laus allra mála því kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um vörslu á fíkniefnum.

Neituðu að segja til nafns

Nokkur ölvun var á skóladansleik í Reykjavík í gærkvöld en á honum voru framhaldsskólanemar að gera sér glaðan dag. Hringt var í foreldra og forráðamenn tæplega tuttugu ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín á fyrrnefndan dansleik.

Ingibjörg fundaði með Rice

Efling samstarfs kvenutanríkisráðherra, áritanir fyrir Íslendinga sem sinna viðskiptum í Bandaríkjunum og öryggissamstarf voru á meðal þeirra atriða sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rica, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddu á fundi sínum í Washington D.C. í dag.

Sjá næstu 50 fréttir