Innlent

Enn haldið sofandi eftir vélhjólaslys

MYND/GVA

Karlmanni á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi við Blönduós í fyrradag er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Ástand hans er óbreytt að sögn vakthafandi læknis og verður honum haldið sofandi eitthvað áfram. Slysið varð í eftirmiðdaginn í laugardag. Maðurinn var á torfæruhjóli í malarbingum skammt frá afleggjaranum til Skagastrandar. Virðist hann hafa dottið og orðið undir vélhjólinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×