Innlent

„Murderers“ spreyjað á kínverska sendiráðið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að kínverska sendiráðinu á Víðimel um klukkan hálf níu í morgun en þar var búið að spreyja orðið enska orðið "Murderers" , eða morðingjar, á húsið með rauðu spreylakki. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en lögreglan og starfsmenn sendiráðsins fara nú yfir myndir úr öryggismyndavélum.

Töluvert hefur verið um mótmæli við sendiráð Kína undanfarnar vikur vegna atburðanna í Tíbet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×