Innlent

Þrír teknir á dag fyrir hraðakstur í umdæmi Hvolsvallarlögreglu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Hilmar

Lögreglan á Hvolsvelli hefur tekið 340 manns fyrir hraðakstur í umdæmi sínu frá áramótum sem jafngildir því að rúmlega þrír að meðaltali séu teknir á dag.

Af þessum fjölda hafa rúmlega 50 ekið á yfir 120 kílómetra hraða en sá sem hraðast ók var á 171 kílómetra hraða. Lögreglan á Hvolsvelli segir enn fremur í dagbók sinni að mikið sé enn um að tilkynnt sé um lausa hesta við þjóðveginn. Þetta skapi mikla hættu og slys hafi orðið vegna þessa undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×