Innlent

Öryggisverðir í Leifsstöð mótmæla uppstokkun

Öryggisverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar afhentu í dag Kristjáni Möller, samgönguráðherra undirskriftalista þar sem þeir mótmæla uppstokkun löggæsluembættisins en gert er ráð fyrir að þeir fari undir stjórn samgönguráðherra.

Sjötíu og tveir öryggisverðir af 80 sem starfa í Leifsstöð skrifuðu undir áskorun til ráðherra um að löggæsluembættinu sem þeir hafa tilheyrt - verði ekki skipt upp eins og til stendur. Þeir hafa starfað undir lögreglu og tollstjóranum, Jóhanni R. Benediktssyni og hafa það þannig áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×