Innlent

Ekki ljóst hvað olli eldsvoðanum á Blönduósi

Enn er ekki ljóst hvað olli eldsvoða í íbúð í raðhús á Blönduósi í morgun. Maður á fimmtugsaldri lést í brunanum.

Það var um 15 mínútur yfir sex í morgun sem nágranni gerði neyðarlínu viðvart um eld í endaíbúð á raðhúsalengju við Skúlabraut á Blönduósi. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og var mikill reykur í húsinu þegar það bar að garði. Slökkvistarf gekk vel og var búið að slökkva eldinn um tveimur tímum eftir að tilkynning barst.

Húsið er stórskemmt eftir eldsvoðann, en eldsupptök eru enn ókunn. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Blönduósi.

Maðurinn sem lést hét Björn Kristjánsson. Hann var 48 ára og lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Blönduósi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×