„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 12:31 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Bjarni Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar. Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar.
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira