Fleiri fréttir FÁR: Leggst gegn áfengisfrumvarpinu Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, (FÁR), hefur sent ályktun á alla alþingismenn þar sem þeir eru hvattir til þess að leggjast gegn frumvarpi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Magnús Einarsson, ritari FÁR, segir að þar á bæ séu menn vongóðir um að þinmenn átti sig á alvarleika málsins og þeim afleiðingum sem sala léttvíns og bjórs í matvöru búðum myndi hafa í för með sér. 26.11.2007 16:23 Slys á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja eru vinnuslys Þau slys sem verða á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja teljast til vinnuslysa. 26.11.2007 16:04 Skjálftahrina í grennd við Hveravelli Þónokkur skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Hveravöllum síðustu klukkutíma. Sex skjálftar hafa riðið yfir og var sá stærsti 4,4 á Richter kvarðanum en sá minnsti mældist 2,3 á Richter. Búast má við eftirskjálftum. 26.11.2007 16:00 Reykur úr kjallara reyndist vera gufa Slökkvilið höfuðborgvarsvæðisins var kallað að Þverbrekku í Kópavogi í morgun vegna reyks sem lagði úr kjallara verslunar við götuna. 26.11.2007 15:34 Musharraf mun láta af embætti hershöfðingja Pervez Musharraf mun sverja embættiseið sem forseti Pakistan í þriðja skipti á fimmtudag. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir Rashid Qureshi talsmanni Musharrafs. Qureshi sagði jafnframt að Musharraf myndi segja af sér embætti hershöfðingja í landinu áður en hann myndi sverja forsetaeiðinn. 26.11.2007 15:32 Fundu fíkniefni í kjölfar umferðaróhapps Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eysta dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum ýmiss konar fíkniefni þegar lögregla leitaði á honum eftir umferðaróhapp. 26.11.2007 15:05 Díana var ekki með barni Lík Díönu prinsessu af Wales, sýndi engin merki þess að hún hefði verið ófrísk. Þetta fullyrti meinafræðingurinn Dr. Robert Chapman fyrir rétti í dag. Dr. Chapman krufði lík Díönu. Hann sagði að kviður hennar og móðurlíf hefðu ekki tekið þeim breytingum sem það myndi gera í ófrískri konu. Chapman viðurkenndi þó að þessar breytingar þyrftu ekki endilega að vera ljósar á fyrstu þremur vikum meðgöngunnar. 26.11.2007 14:38 Pútín sakar ÖSE um að ganga erinda Bandaríkjamanna Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Bandaríkjamenn reyna að grafa undan þingkosningum í Rússlandi um næstu helgi með því að þrýsta á vestræna kosningaeftirlitsmenn að sniðganga kosningarnar. 26.11.2007 14:25 Héldu að foreldrarnir hefðu selt Madeleine Portúgölsku lögregluna grunaði um tíma að foreldrar Madeleine McCann hefðu selt hana barnaníðingum til þess að losna úr fjárhagskröggum. 26.11.2007 14:19 Torrent-mál tekið fyrir 12. desember Mál nokkurra höfundarréttarsamtaka á hendur eiganda skráardeilingarsíðunnar torrent.is verður tekið fyrir hjá dómstólum þann 12. desember 26.11.2007 14:02 Kæra vörusvik á ginsengi til Neytendastofu Neytendasamtökin hafa kært til Neytendastofu vörusvik við sölu á ginsengi. Eftir því sem segir á vef Neytendasamtakanna er um að ræða rautt ginseng sem ekki hefur haft þá virkni sem ætla mætti. 26.11.2007 13:15 Við erum í góðum málum..... Hvernig heldur maður eftirminnilega upp á þrítugsafmæli sitt? Morgunþáttastjórnandi við dönsku svæðisútvarpsstöðina Radio Globus mætti nú bara samviskusamlega í sína vinnu. 26.11.2007 13:15 Bingó meira fjárhættuspil en pókermót Þór Bæring Ólafsson, rekstrarfræðingur og pókerspilari, segir að mótapóker sé löglegur og ekki fjárhættuspil. Hann undrast æsifréttamennsku af slíkri tómstundaiðju sem hann segir að hafi verið stunduð undanfarin sólarhring. 26.11.2007 13:14 Brimborg lagar Volvó dísel Brimborg hefur fengið í hendur öll gögn vegna eldhættu í Volvo dísel fólksbílum og býst við að lagfæringum hér á landi ljúki á tveim vikum. 26.11.2007 13:13 Konu veitt dvalarleyfi vegna gruns um mansal Dæmi er um að kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands. Þetta fullyrðir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. 26.11.2007 13:02 Tvö þúsund golfkúlum stolið við Svarfhólsvöll Þau eru margvísleg málin sem lögreglumenn á landinu glíma við, þar á meðal merkileg þjófnaðarmál. 26.11.2007 13:00 Útilokar ekki málefnasamning nýs meirihluta Borgarstjóri útilokar ekki að gerður verði málefnasamningur milli meirihlutans í borginni á næstu vikum. Hann bendir þó á að fjárhagsáætlun sem hann mælti nýlega fyrir sé í raun málefnaskrá. 26.11.2007 12:50 Kínverjar kaupa kjarnorkuver af Frökkum Kínverjar ætla að kaupa tvö kjarnorkuver af Frökkum. Forsetar landanna tilkynntu um þetta í Peking í morgun, en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn í Kína. 26.11.2007 12:45 Viðræður þegar hafnar um frið fyrir botni Miðjarðarhafs Samningamenn Palestínumanna og Ísraela eru þegar farnir að ræða saman um frið fyrir botni Miðjarðarhafs þó að eiginlegar samningaviðræður hefjist ekki fyrr en á morgun. 26.11.2007 12:18 Þinglýstum kaupsamningum fækkar óverulega Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði óverulega í síðustu viku. 26.11.2007 12:15 Nýr formaður LSS Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi. 26.11.2007 12:13 Fárviðri gekk yfir Grundarfjörð í nótt Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar fárviðri gekk yfir bæinn og vindhraðinn fór þrisvar í 42 metra á sekúndu. 26.11.2007 12:05 Mátti grafa í sundur veg Héraðsdómur Suðurlands sýknaði dag karlmann af ákæru um eignaspjöll og brot á vegalögum með því að fela verktaka að grafa í sundur veg í sumarbústaðalandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. 26.11.2007 11:56 Bílainnbrot upplýst Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot í bílasöluna Bílasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu. 26.11.2007 11:31 Biskup Íslands var viðstaddur fyrstu biskupsvígsluna í Færeyjum Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, var vígsluvottur í fyrstu biskupsvígslu sem fram hefur farið í Færeyjum, þegar Jógvan Fríðriksson var vígður nýr biskup Færeyja við messu í Þórshöfn í gær. 26.11.2007 11:22 Vonast til þess að geta lagt fram orkumálafrumvarp fyrir jól Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vonast til að geta lagt fram frumvarp um orkumál fyrir jólahlé þingsins en á ekki von á því að það verði afgreitt fyrir jól. 26.11.2007 11:22 Vindurinn feykti bíl aftur upp á hjólin Ökmaður sendibíls slasaðist á baki þegar bíll hans fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór bíllinn eina eða tvær veltur út af veginum og lá hann á hliðinni þegar lögreglu bar að garði. 26.11.2007 11:11 Rússnesku kafbátarnir komnir aftur Rússneskir kafbátar eru aftur komnir á kreik á Norður-Atlantshafi. Norska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest við fjölmiðla að ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hafi fjölgað. 26.11.2007 11:02 Eldhætta í Volvo dísel fólksbílum Volvo verksmiðjurnar ætla að innkalla til eftirlits 38 þúsund fólksbíla af árgerð 2006 vegna eldhættu í vélarrýminu. 26.11.2007 10:30 Átök milli lögreglu og ungmenna í París í nótt Til óeirða kom í París í nótt að því er virðist vegna umferðarslyss í borginni. Þar létust tveir ungir piltar eftir árekstur vélhjóls sem þeir voru á og lögreglubíls. 26.11.2007 10:25 Varað við flughálku þar sem nú er að hlána Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum stöðum þar sem er að hlána. 26.11.2007 10:03 Slasaðist í bílveltu við Kaplakrika Einn maður slasaðist lítillega þegar fólksbíll valt við Kaplakrika í Hafnarfirði um níuleytið í morgun. 26.11.2007 10:00 Varað við umferð undir Hafnarfjalli vegna veðurofsa Lögreglan í Borgarnesi vill vara fólk við að aka undir Hafnarfjall sökum veðurs. Mikill vindur er á svæðinu, allt að 40 metrar á sekúndu, en í nótt fór vindhraðinn á þessum slóðum í yfir 50 metra á sekúndu. 26.11.2007 08:16 Fárviðri undir Hafnarfjalli Vindur hefur farið yfir 40 metra á sekúndu, sem er meira en tólf vindstig og þar með fárviðri samkvæmt eldri mælingu, alveg síðan í gærkvöldi. Það var fyrst undir morgun að heldur var farið að draga úr. Lengst af nætur hefur stöðugur vindur mælst um og yfir 30 metar á sekúndu, eða ofsaveður. Samkvæmt fyrstu athugunum í morgun virðist ekki hafa orðið umtalsvert tjóin, en eitthvað af lausamunum fauk til. Mjög hvasst hefur líka verið undir Hafnarfjalli, og áður en lengra er haldið er hér viðvörun frá Vegagerðinni. 26.11.2007 08:02 Náttúruhamfarir fjórfalt tíðari en áður Náttúruhamfarir eru fjórfalt algengari nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var af bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 26.11.2007 07:28 Telja að lögreglan í Kenýja hafi tekið 8000 manns af lífi Mannréttindasamtök í Kenýa halda því fram að lögreglan þar í landi hafi tekið ríflega átta þúsund manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem starfar ólöglega í landinu. 26.11.2007 07:15 Endurgerð af Help kemur út fyrir jólin Ein af jólamyndunum í ár verður endurbætt útgáfa af Help, Bítlamyndinni vinsælu sem frumsýnd var 1965. Að sögn framleiðenda verksins heldur litur og áferð myndarinnar sér fullkomnlega en tónlistin hefur öll verið endurblönduð. Að því verki komu bestu hljóðmennirnir í Abby Road hljóðverinu í London. Myndin er gerð frá febrúar til apríl 1965 en á því tímabili héldu Bítlarnir í tvær stórar hljómleikaferðir beggja megin Atlantshafsins og gáfu út tvö stór albúm. 26.11.2007 07:11 Haldið sofandi í öndunarvél Maðurinn, sem bjargað var úr hálf sokknum bíl sínum úti í Höfðabrekkutjörn, skammt austan Víkur í Mýrdal í gær, var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi. 26.11.2007 07:06 Ferðalangarnir væntanlegir frá Kúbu Íslenskur ferðamannahópur, sem var á heimleið frá Kúbu í gær en tafðist í Halifax í Kanada, er væntanlegur til landsins nú í morgunsárið, samkvæmt tilkynningu frá heimsferðum. 26.11.2007 06:56 Chavez frystir öll samskipti við Kólumbíu Chavez forseti Venesúela hefur fryst tengsli landsins við Kólumbíu. Kemur þetta í kjölfar þess að Uribe forseti Kólumbíu sagði Chavez að hætta samingum við vinstrisinnuðu uppreisnarhreyfinguna FARC. Chavez hafði áður fallist á að miðla málum þar sem FARC ætlaði að láta af hendi gísla í sta'ðinn fyrir meðlimi FARC sem nú sitja í fangelsi í Kólambíu. Chavez sagði að fyrirskipun forseta Kolimbíu hefði verið eins og hrákur í andlit hans og hann sakaði Uribe um óheilindi. 26.11.2007 06:52 Friðarráðstefna Mið-Austurlanda hefst á morgun Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast ekki eiga von á því að stór áfangi náist í friðarviðræðum á friðarráðstefnu Mið-Austurlanda, sem hefst á morgun. 26.11.2007 06:47 Stálu dauðri kanínu Göturæningjar sem hrifsuðu handtösku af rúmlega fertugri konu í Ástralíu höfðu ekkert annað en dauða kanínu upp úr krafsinu. Konan stóð ásamt ungri dóttur sinni á lestarstöð í bænum Baden og var á leið með kanínuna, uppáhaldsgæludýr dótturinnar í dýrakirkjugarð. Konan segir að þessir náungar hafi sparað henni ferðina en dóttur sinni sagði hún að tveir englar hefðu komið og tekið kanínuna. 26.11.2007 06:43 Tvísýnar kosningar í Króatíu Króatar kusu nýtt þjóðþing í gær. Tveir flokkar hafa yfirburðastöðu, en Lýðveldisbandalag Króatíu, sem nú fer með völd í landinu, hefur örlítið forskot á sólsíaldemokrata, samkvæmt nýjustu tölum. 26.11.2007 06:38 Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. 26.11.2007 06:00 Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana. 26.11.2007 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
FÁR: Leggst gegn áfengisfrumvarpinu Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, (FÁR), hefur sent ályktun á alla alþingismenn þar sem þeir eru hvattir til þess að leggjast gegn frumvarpi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Magnús Einarsson, ritari FÁR, segir að þar á bæ séu menn vongóðir um að þinmenn átti sig á alvarleika málsins og þeim afleiðingum sem sala léttvíns og bjórs í matvöru búðum myndi hafa í för með sér. 26.11.2007 16:23
Slys á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja eru vinnuslys Þau slys sem verða á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja teljast til vinnuslysa. 26.11.2007 16:04
Skjálftahrina í grennd við Hveravelli Þónokkur skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Hveravöllum síðustu klukkutíma. Sex skjálftar hafa riðið yfir og var sá stærsti 4,4 á Richter kvarðanum en sá minnsti mældist 2,3 á Richter. Búast má við eftirskjálftum. 26.11.2007 16:00
Reykur úr kjallara reyndist vera gufa Slökkvilið höfuðborgvarsvæðisins var kallað að Þverbrekku í Kópavogi í morgun vegna reyks sem lagði úr kjallara verslunar við götuna. 26.11.2007 15:34
Musharraf mun láta af embætti hershöfðingja Pervez Musharraf mun sverja embættiseið sem forseti Pakistan í þriðja skipti á fimmtudag. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir Rashid Qureshi talsmanni Musharrafs. Qureshi sagði jafnframt að Musharraf myndi segja af sér embætti hershöfðingja í landinu áður en hann myndi sverja forsetaeiðinn. 26.11.2007 15:32
Fundu fíkniefni í kjölfar umferðaróhapps Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eysta dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum ýmiss konar fíkniefni þegar lögregla leitaði á honum eftir umferðaróhapp. 26.11.2007 15:05
Díana var ekki með barni Lík Díönu prinsessu af Wales, sýndi engin merki þess að hún hefði verið ófrísk. Þetta fullyrti meinafræðingurinn Dr. Robert Chapman fyrir rétti í dag. Dr. Chapman krufði lík Díönu. Hann sagði að kviður hennar og móðurlíf hefðu ekki tekið þeim breytingum sem það myndi gera í ófrískri konu. Chapman viðurkenndi þó að þessar breytingar þyrftu ekki endilega að vera ljósar á fyrstu þremur vikum meðgöngunnar. 26.11.2007 14:38
Pútín sakar ÖSE um að ganga erinda Bandaríkjamanna Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Bandaríkjamenn reyna að grafa undan þingkosningum í Rússlandi um næstu helgi með því að þrýsta á vestræna kosningaeftirlitsmenn að sniðganga kosningarnar. 26.11.2007 14:25
Héldu að foreldrarnir hefðu selt Madeleine Portúgölsku lögregluna grunaði um tíma að foreldrar Madeleine McCann hefðu selt hana barnaníðingum til þess að losna úr fjárhagskröggum. 26.11.2007 14:19
Torrent-mál tekið fyrir 12. desember Mál nokkurra höfundarréttarsamtaka á hendur eiganda skráardeilingarsíðunnar torrent.is verður tekið fyrir hjá dómstólum þann 12. desember 26.11.2007 14:02
Kæra vörusvik á ginsengi til Neytendastofu Neytendasamtökin hafa kært til Neytendastofu vörusvik við sölu á ginsengi. Eftir því sem segir á vef Neytendasamtakanna er um að ræða rautt ginseng sem ekki hefur haft þá virkni sem ætla mætti. 26.11.2007 13:15
Við erum í góðum málum..... Hvernig heldur maður eftirminnilega upp á þrítugsafmæli sitt? Morgunþáttastjórnandi við dönsku svæðisútvarpsstöðina Radio Globus mætti nú bara samviskusamlega í sína vinnu. 26.11.2007 13:15
Bingó meira fjárhættuspil en pókermót Þór Bæring Ólafsson, rekstrarfræðingur og pókerspilari, segir að mótapóker sé löglegur og ekki fjárhættuspil. Hann undrast æsifréttamennsku af slíkri tómstundaiðju sem hann segir að hafi verið stunduð undanfarin sólarhring. 26.11.2007 13:14
Brimborg lagar Volvó dísel Brimborg hefur fengið í hendur öll gögn vegna eldhættu í Volvo dísel fólksbílum og býst við að lagfæringum hér á landi ljúki á tveim vikum. 26.11.2007 13:13
Konu veitt dvalarleyfi vegna gruns um mansal Dæmi er um að kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands. Þetta fullyrðir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. 26.11.2007 13:02
Tvö þúsund golfkúlum stolið við Svarfhólsvöll Þau eru margvísleg málin sem lögreglumenn á landinu glíma við, þar á meðal merkileg þjófnaðarmál. 26.11.2007 13:00
Útilokar ekki málefnasamning nýs meirihluta Borgarstjóri útilokar ekki að gerður verði málefnasamningur milli meirihlutans í borginni á næstu vikum. Hann bendir þó á að fjárhagsáætlun sem hann mælti nýlega fyrir sé í raun málefnaskrá. 26.11.2007 12:50
Kínverjar kaupa kjarnorkuver af Frökkum Kínverjar ætla að kaupa tvö kjarnorkuver af Frökkum. Forsetar landanna tilkynntu um þetta í Peking í morgun, en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn í Kína. 26.11.2007 12:45
Viðræður þegar hafnar um frið fyrir botni Miðjarðarhafs Samningamenn Palestínumanna og Ísraela eru þegar farnir að ræða saman um frið fyrir botni Miðjarðarhafs þó að eiginlegar samningaviðræður hefjist ekki fyrr en á morgun. 26.11.2007 12:18
Þinglýstum kaupsamningum fækkar óverulega Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði óverulega í síðustu viku. 26.11.2007 12:15
Nýr formaður LSS Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi. 26.11.2007 12:13
Fárviðri gekk yfir Grundarfjörð í nótt Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar fárviðri gekk yfir bæinn og vindhraðinn fór þrisvar í 42 metra á sekúndu. 26.11.2007 12:05
Mátti grafa í sundur veg Héraðsdómur Suðurlands sýknaði dag karlmann af ákæru um eignaspjöll og brot á vegalögum með því að fela verktaka að grafa í sundur veg í sumarbústaðalandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. 26.11.2007 11:56
Bílainnbrot upplýst Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot í bílasöluna Bílasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu. 26.11.2007 11:31
Biskup Íslands var viðstaddur fyrstu biskupsvígsluna í Færeyjum Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, var vígsluvottur í fyrstu biskupsvígslu sem fram hefur farið í Færeyjum, þegar Jógvan Fríðriksson var vígður nýr biskup Færeyja við messu í Þórshöfn í gær. 26.11.2007 11:22
Vonast til þess að geta lagt fram orkumálafrumvarp fyrir jól Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vonast til að geta lagt fram frumvarp um orkumál fyrir jólahlé þingsins en á ekki von á því að það verði afgreitt fyrir jól. 26.11.2007 11:22
Vindurinn feykti bíl aftur upp á hjólin Ökmaður sendibíls slasaðist á baki þegar bíll hans fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór bíllinn eina eða tvær veltur út af veginum og lá hann á hliðinni þegar lögreglu bar að garði. 26.11.2007 11:11
Rússnesku kafbátarnir komnir aftur Rússneskir kafbátar eru aftur komnir á kreik á Norður-Atlantshafi. Norska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest við fjölmiðla að ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hafi fjölgað. 26.11.2007 11:02
Eldhætta í Volvo dísel fólksbílum Volvo verksmiðjurnar ætla að innkalla til eftirlits 38 þúsund fólksbíla af árgerð 2006 vegna eldhættu í vélarrýminu. 26.11.2007 10:30
Átök milli lögreglu og ungmenna í París í nótt Til óeirða kom í París í nótt að því er virðist vegna umferðarslyss í borginni. Þar létust tveir ungir piltar eftir árekstur vélhjóls sem þeir voru á og lögreglubíls. 26.11.2007 10:25
Varað við flughálku þar sem nú er að hlána Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum stöðum þar sem er að hlána. 26.11.2007 10:03
Slasaðist í bílveltu við Kaplakrika Einn maður slasaðist lítillega þegar fólksbíll valt við Kaplakrika í Hafnarfirði um níuleytið í morgun. 26.11.2007 10:00
Varað við umferð undir Hafnarfjalli vegna veðurofsa Lögreglan í Borgarnesi vill vara fólk við að aka undir Hafnarfjall sökum veðurs. Mikill vindur er á svæðinu, allt að 40 metrar á sekúndu, en í nótt fór vindhraðinn á þessum slóðum í yfir 50 metra á sekúndu. 26.11.2007 08:16
Fárviðri undir Hafnarfjalli Vindur hefur farið yfir 40 metra á sekúndu, sem er meira en tólf vindstig og þar með fárviðri samkvæmt eldri mælingu, alveg síðan í gærkvöldi. Það var fyrst undir morgun að heldur var farið að draga úr. Lengst af nætur hefur stöðugur vindur mælst um og yfir 30 metar á sekúndu, eða ofsaveður. Samkvæmt fyrstu athugunum í morgun virðist ekki hafa orðið umtalsvert tjóin, en eitthvað af lausamunum fauk til. Mjög hvasst hefur líka verið undir Hafnarfjalli, og áður en lengra er haldið er hér viðvörun frá Vegagerðinni. 26.11.2007 08:02
Náttúruhamfarir fjórfalt tíðari en áður Náttúruhamfarir eru fjórfalt algengari nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var af bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 26.11.2007 07:28
Telja að lögreglan í Kenýja hafi tekið 8000 manns af lífi Mannréttindasamtök í Kenýa halda því fram að lögreglan þar í landi hafi tekið ríflega átta þúsund manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem starfar ólöglega í landinu. 26.11.2007 07:15
Endurgerð af Help kemur út fyrir jólin Ein af jólamyndunum í ár verður endurbætt útgáfa af Help, Bítlamyndinni vinsælu sem frumsýnd var 1965. Að sögn framleiðenda verksins heldur litur og áferð myndarinnar sér fullkomnlega en tónlistin hefur öll verið endurblönduð. Að því verki komu bestu hljóðmennirnir í Abby Road hljóðverinu í London. Myndin er gerð frá febrúar til apríl 1965 en á því tímabili héldu Bítlarnir í tvær stórar hljómleikaferðir beggja megin Atlantshafsins og gáfu út tvö stór albúm. 26.11.2007 07:11
Haldið sofandi í öndunarvél Maðurinn, sem bjargað var úr hálf sokknum bíl sínum úti í Höfðabrekkutjörn, skammt austan Víkur í Mýrdal í gær, var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi. 26.11.2007 07:06
Ferðalangarnir væntanlegir frá Kúbu Íslenskur ferðamannahópur, sem var á heimleið frá Kúbu í gær en tafðist í Halifax í Kanada, er væntanlegur til landsins nú í morgunsárið, samkvæmt tilkynningu frá heimsferðum. 26.11.2007 06:56
Chavez frystir öll samskipti við Kólumbíu Chavez forseti Venesúela hefur fryst tengsli landsins við Kólumbíu. Kemur þetta í kjölfar þess að Uribe forseti Kólumbíu sagði Chavez að hætta samingum við vinstrisinnuðu uppreisnarhreyfinguna FARC. Chavez hafði áður fallist á að miðla málum þar sem FARC ætlaði að láta af hendi gísla í sta'ðinn fyrir meðlimi FARC sem nú sitja í fangelsi í Kólambíu. Chavez sagði að fyrirskipun forseta Kolimbíu hefði verið eins og hrákur í andlit hans og hann sakaði Uribe um óheilindi. 26.11.2007 06:52
Friðarráðstefna Mið-Austurlanda hefst á morgun Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast ekki eiga von á því að stór áfangi náist í friðarviðræðum á friðarráðstefnu Mið-Austurlanda, sem hefst á morgun. 26.11.2007 06:47
Stálu dauðri kanínu Göturæningjar sem hrifsuðu handtösku af rúmlega fertugri konu í Ástralíu höfðu ekkert annað en dauða kanínu upp úr krafsinu. Konan stóð ásamt ungri dóttur sinni á lestarstöð í bænum Baden og var á leið með kanínuna, uppáhaldsgæludýr dótturinnar í dýrakirkjugarð. Konan segir að þessir náungar hafi sparað henni ferðina en dóttur sinni sagði hún að tveir englar hefðu komið og tekið kanínuna. 26.11.2007 06:43
Tvísýnar kosningar í Króatíu Króatar kusu nýtt þjóðþing í gær. Tveir flokkar hafa yfirburðastöðu, en Lýðveldisbandalag Króatíu, sem nú fer með völd í landinu, hefur örlítið forskot á sólsíaldemokrata, samkvæmt nýjustu tölum. 26.11.2007 06:38
Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. 26.11.2007 06:00
Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana. 26.11.2007 04:00