Fleiri fréttir

YouTube myndband vekur óhug í Finnlandi

Lögreglan í Finnlandi hefur í haldi sextán ára dreng sem setti myndband sem hann kallaði Maaninka fjöldamorð inn á vefsíðu YouTube. Drengurinn býr í bænum Maaninka í austurhluta Finnlands.

Ölvunarakstur á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum kærði einn mann í nótt fyrir meinta ölvun við akstur samkvæmt frétt lögreglunnar.

Víða hálka á vegum

Á Suðurlandi eru víða hálkublettir í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði, en hálkublettir á ýmsum vegum. Á Vestfjörðum eru hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi vestra er hálka á Öxnadalsheiði, annars víða hálka og hálkublettir.

Vatnsleki í Fellahverfi í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti um klukkan hálf fjögur í nótt. Þar hafði húsráðandi óskað eftir aðstoð vegna vatnsleka.

Ölvaður ökumaður í árekstri

Árekstur varð á gatnamótum Ránargötu og Ægisgötu um klukkan eitt í nótt. Engan sakaði en ökumaður annars bílsins, karlmaður á þrítugsaldri, reyndist ölvaður. Bílarnir skemmdust talsvert að sögn lögreglu. Maðurinn gisti fangaklefa lögreglunnar.

Mótmæla misskiptingu í samfélaginu

Ríkisstjórnin þarf að útrýma fátækt á Íslandi og tryggja jafnræði í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun opins fundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboð sem haldinn var í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn.

Þúsundir mótmæla í Venezúela

Þúsundir manna komu saman í miðborg Caracas, höfuðborg Venezúela, í dag til að mótmæla stjórnarskrárbreytingum Húgó Chavez, forseta landsins.

Verkfall á Broadway

Nánast öllum sýningum á Broadway í New York var aflýst í dag eftir að þúsundir starfsmanna leikhúsa hófu boðað verkfall. Óttast er að verkfallið kunni að standa í margar vikur.

Útafakstur og bílvelta í Öxnadal

Bílvelta varð í Öxnadal við Miðland um klukkan hálf fjögur í dag. Stúlkan, sem keyrði bílinn, var flutt á slysadeild en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Bíllinn var fluttur í burtu með kranabíl.

Líkir loftlagsbreytingum við neyðarástand

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims í dag til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Lýsti hann ástandinu sem mjög alvarlegu.

Styrkurinn liggur meðal annars í kvenorkunni

Utanríkisráðherra segir nýtingu kvenorkunnar einn af þremur styrkleikum íslendinga á alþjóðavettvangi. Hann vill að jafnréttismál skipi stærri sess í utanríkismálum þjóðarinnar.

Eitt stærsta netþjónabú heims í Keflavík

Eitt af tuttugu stærstu gagnaverum heims verður starfrækt á Keflavíkurflugvelli ef samningar um orku takast. Forsenda þess að slíkt ver geti starfað hér á landi er að nýr sæstrengur verði lagður frá landinu.

Sakaður um að hafa lekið upplýsingum til andstæðingsins

Einn lykilmanna danska jafnaðarmannaflokksins er sakaður um að hafa lekið upplýsingum til höfuðandstæðingsins, stjórnarflokksins Venstre, fyrir þingkosningarnar í Danmörku árið 2005. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku.

Guðni Ágústsson: Daufgerð ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er daufgerð og ræður illa við efnahagsmálin, segir formaður Framsóknarflokksins. Hann segir þjóðarbúskapinn í ólgusjó og kallar eftir þjóðarsátt.

Útafakstur á Biskupstungnabraut

Kona var flutt á slysadeild eftir að bíll sem hún var farþegi í var ekið útaf veginum á Biskupstungnabraut við Rimamóa um klukkan hálft tvö í dag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum vegna hálku en bíllinn hafnaði ofan í áveituskurði. Konan er ekki alvarlega slösuð.

Bílvelta: Mennirnir á batavegi

Mennirnir tveir sem slösuðust í bílveltu á Suðurlandsvegi í morgun eru á batavegi. Annar þeirra gekkst undir uppskurð á Landspítalanum í dag en hann er ekki lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Læknar munu þó fylgjast með líðan mannanna í dag.

Níðstöng reist gegn Alþingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægði í hádeginu í dag níðstöng sem reist hafði verið á Austurvelli. Stöngin var lögð upp að styttu Jóns Sigurðssonar.

Liggur þungt haldinn eftir bílveltu

Annar mannanna tveggja sem lentu í bílveltu á Suðurlandsvegi í morgun liggur þungt haldinn á Landspítalanum. Að sögn vakthafandi læknis eru áverkar hans taldir alvarlegir.

Ný ríkisstjórn í Póllandi

Forysta pólska stjórnmálaflokksins Borgaravettvangur samþykkti í morgun að mynda ríkisstjórn með Bændaflokknum. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins, verður forsætisráðherra en Waldemar Pawlak, leiðtogi Bændaflokksins, verður aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra efnhagsmála.

Blaða- og fréttamenn mótmæla í Pakistan

Pakistanskir blaða- og fréttamenn söfnuðust saman í Islamabad, höfuðborg landsins, í morgun til að mótmæla fjölmiðlabanni stjórnar Pervez Musharraf. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.

Rithöfundurinn Norman Mailer látinn

Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer er látinn áttatíu og fjögurra ára að aldri. Mailer var tvöfaldur Pulitzer verðlaunahafi og af mörgum talinn einn áhrifamesti rithöfundur Bandaríkjanna á síðari hluta tuttugustu aldarinnar.

Áróðursbragð hjá Landsvirkjun

Ákvörðun Landsvirkjunar um að hætta viðræðum um sölu á raforku til nýrra álvera á Suðvesturlandi er einungis herbragð til að bæta ímynd virkjunarframkvæmda við Þjórsá. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann segist taka ákvörðuninni með miklum fyrirvara.

Ísland í fjórða sæti í könnun um jafnrétti

Ísland er í fjórða sæti yfir þau lönd þar sem jafnrétti kynjanna þykir hvað best. Svíþjóð er í efsta sæti en þar á eftir kemur Noregur. Verst þykir ástandið í Jemen og Tjad.

Mikil hálka á vegum

Mikil hálka er á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Varað er við hálku í öllum landsfjórðungum.

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 38 Tamil tígrar féllu þegar til átaka kom milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í morgun. Þá er talið að um 20 Tamil tígrar hafi særst í átökunum að sögn talsmanns stjórnarhersins.

Tveir slasast illa í bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Líf, var kölluð út um klukkan hálf níu í morgun til að ná í tvo karlmenn sem slösuðust illa þegar bíll þeirra fór útaf veginum á Suðurlandsvegi til móts við Skálabæi undir Eyjafjöllum.

Biðröð fyrir framan verslun Just4Kids í Garðabæ

Hátt í hundrað manns eru nú fyrir utan leikfangaverslunina Just4Kids í Garðabæ en verslunin opnar klukkan 11. Um er ræða stærstu leikfangaverslun landsins. Þá opnar gæludýrabúðin Dýraríkið í sama húsnæði stærstu gæludýraverslun landsins.

Átök magnast í Afganistan

Sex hermenn Atlantshafsbandalagsins og þrír afganskir hermenn féllu í átökum í austurhluta Afganistan. Átök milli alþjóðlegra herliða og uppreinsnarmanna hafa magnast á svæðinu síðustu tvo mánuðina.

Rólegt í höfuðborginni

Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar á almannafæri.

Bhutto heldur ótrauð áfram

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hélt í morgun til fundar við erlenda stjórnarerindreka og stuðningsmenn sína og reyndi þannig að sýna fram á að atburðir gærdagsins hafi ekki áhrif á hana.

Fundu marijúana og e-pillur

Lögreglan á Akranesi stöðvaði um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi ökumann á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Sjá næstu 50 fréttir