Fleiri fréttir

Annir hjá björgunarsveitum á Suðurlandi vegna rjúpnaskyttna

Undanfarar úr björgunarsveitum Ingunnar, Biskups og Tintron á Suðurlandi voru kallaðir út um hálfþrjúleytið í nótt til þess að leit að feðgum sem höfðu farið til rjúpnaveiða við Hlöðufell og ekki skilað sér heim á tilsettum tíma.

Fullyrðingar um verðsamráð kallar á flýtimeðferð rannsóknar

Neytendasamtökin telja fullyrðingar um verðsamráð á matvörumarkaði sem birst hafi í fjölmiðlum kalla á flýtimeðferð á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á matvörumarkaðnum sem nú standi. Í frétt á vef samtakanna er bent á að verðsamráð sé alvarlegasta brotið á samkeppnislögum.

Grafalvarlegar ásakanir

Ásakanir um að matvælaverslanir beiti blekkingum í verðkönnunum og hafi samráð sín á milli eru grafalvarlegar og kalla á rannsókn að mati viðskiptaráðherra. Hann segist ætla fylgjast grannt með þróun mála.

Innkalla fimm milljón frosnar pizzur

Bandaríski matvælaframleiðandinn General Mills innkallaði í gær fimm milljón frosnar pizzur eftir að Ecolí baktería fannst í pepperoní áleggi.

Yfir hundrað látið lífið vegna Noels

Að minnsta kosti hundrað og átta hafa látið lífið í Karabíska hafinu vegna hitabeltisstormsins Noel. Styrkleiki hans hefur farið vaxandi og telst hann nú vera fyrsta stigs hitabeltisstormur.

Flóð valda miklu tjóni í Mexíkó

Mikið eignatjón hefur orðið í miklum flóðum sem nú geysa suðausturhluta Mexíkó. Í fylkinu Tabasco er talið að öll uppskera hafi eyðilagst en um sjötíu prósent af landi þar er nú undir vatni.

Dregur úr stuðningi við Rasmussen

Nokkuð hefur dregið úr stuðningi danskra kjósenda við ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, samkvæmt skoðunakönnunum sem birtar voru í gær.

SAS vissi af bilun í hjólabúnaði

Flugfélaginu SAS höfðu borist kvartanir frá flugmönnum vegna hjólabúnaðar Dash vélarinnar áður en henni hlekktist á í lendingu á Kastrup flugvelli um síðustu helgi.

Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels

Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis.

Ökuleikni í óbyggðum

Daglangt námskeið fyrir óvana ökumenn á óbreyttum jeppum og jepplingum verður haldið á vegum Arctic Trucks hinn 3. nóvember. Arctic Trucks býður upp á námskeið í jeppaakstri í byrjun nóvember fyrir þá sem ekki eru bugaðir af reynslu. Markmiðið er að að kenna ökumönnum að aka við hinar ýmsu aðstæður en framkvæmdin er háð færð og veðri.

Ófært á rétt rúmum tíma

Á veturna er í raun engum fjallvegum lokað en þeir eru á hinn bóginn merktir ófærir og þá er fólk á ferð á eigin ábyrgð. Einu skiptin sem þeim er lokað er við sérstakar aðstæður eins og í leysingum.

Óskabíllinn alla tíð

Að fara með Þrúðmari Kára Ragnarssyni vélamanni á rúntinn á Chevrolet Corvette C6 er eins og að svífa á dúnmjúku skýi.

Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað

„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnar­formaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar.“

Fíkniefnin í flotholtum

Hluti fíkniefnanna sem tekin voru í skútu í Fáskrúðs­fjarðarhöfn á dögunum var falinn í flotholtum. Önnur efni voru geymd í töskum um borð.

Vill nafn sitt afmáð úr fréttum

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögfræðingur Loga Freys Einarssonar, sem grunaður var um að hafa átt aðild að Pólstjörnumálinu á Fáskrúðsfirði, hefur farið fram á það við ritstjóra Vísis að nafn Loga verði afmáð úr öllum fréttum í fréttasafni Vísis.

Ritstjóri DV ekki hafður með í ráðum

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri DV, var ekki hafður með í ráðum þegar ákveðið var að sameina fréttastofur DV, dv.is og tímaritsins Mannlífs. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Kvöldsögur á Bylgjunni með Önnu Kristine, sem einnig er starfsmaður DV.

Vopn og fíkniefni fundust hjá Fáfnismönnum

Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu.

Þrír menn úrskurðaðir í farbann vegna nauðgunarmáls

Þrír menn voru úrskurðaðir í farbann til 17. desember næstkomandi að beiðni lögreglustjórans á Selfossi vegna rannsókn nauðgunarmálsins. Sakborningar voru leiddir fyrir dómara síðdegis í dag þar sem þeir gáfu skýrslu.

Herjólfur fastur í Þorlákshöfn

Herjólfur er fastur í Þorlákshöfn þessa stundina. Skipstjóri Herjólfs vill ekki leggja í hann vegna veðurs og ætlar að bíða þar til lægir. 8 metra ölduhæð er á milli lands og eyja.

Björgunarsveitir aðstoða fleiri rjúpnaskyttur

Björgunarsveitirnar Biskup og Ingunn aðstoðuðu í dag rjúpnaskyttur sem sátu fastar í mikilli aurbleytu við Bláfellsháls. Sveitirnar voru kallaðar út um klukkan tvö í dag en aðgerðum lauk um áttaleytið í kvöld.

Giuliani móðgar Breta

Alan Johnson, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, gagnrýndi í dag auglýsingar sem Rudy Giuliani hefur notað til að kynna forsetaframboð sitt í Bandaríkjunum. Í auglýsingunum lofar Guiliani bandaríska heilbrigðiskerfið á kostnað þess breska.

Stálu bíl foreldranna og keyrðu þúsund kílómetra

Tveir fjórtán ára gamlir drengir sem hurfu sporlaust í bænum Ry í Danmörku á þriðjudaginn fundust við landamærastöð í Sviss í dag. Drengirnir stálu bíl foreldra sinna og keyrðu nærri eitt þúsund kílómetra í gegnum að minnsta kosti þrjú lönd.

Brunaútkall á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað að Verkmenntaskólanum þar í bæ um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í sagi á trésmíðaverkstæði skólans. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Reyndi að smygla steralyfjum inn til landsins

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa flutt lyf ólöglega til landsins. Þá var manninum einnig gert að greiða 340 þúsund krónur í sakarkostnað.

Stýrivaxtahækkun kom mörgum á óvart

Ákvörðun Seðlabankans í morgun um að hækka stýrivexti kom mörgum á óvart en vextir höfðu verið óbreyttir frá því í desember á síðasta ári.

Útafakstur á Hellisheiði

Útafakstur varð á Suðurlandsvegi á Hellisheiði um klukkan 18.40 í dag. Engan sakaði að sögn lögreglu.

Minni áhrif en almennt var talið

Ákvörðun Kaupþings um að taka upp Evru hefur ekki almennt þær stórkostlegu afleiðingar sem ýmsir hafa talið segir Davíð Oddsson. Um miðjan september tók hann þó nokkuð dýpra í árina.

Tala látinna vegna Noels hækkar

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 100 manns að bana í Karabíska hafinu. Storminum hafa fylgt mikil flóð og í Dóminíska lýðveldinu hafa 25 þúsund manns þurft að flýja heimili sín.

Stöðvaði 15 ára ökumann

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 15 ára ökumann við almennt umferðareftirlit í nótt. Eigandi bifreiðarinnar sat í farþegasæti bifreiðarinnar og hafði veitt þeim unga til að aka eins og segir í frétt lögreglunnar. Báðir eiga von á kæru fyrir athæfi sitt.

Fyrsta raforkan frá Kárahnjúkum

Orkan frá Kárahnjúkum var í fyrsta sinn notuð til að framleiða rafmagn í dag, - í tilraunaskyni, en stefnt er að því virkjunin verði gangsett eftir helgi.

Djúpivogur vill sameinast Egilsstöðum

Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu. Minni sveitarfélög eru svelt til hlýðni, segir sveitarstjóri Djúpavogs.

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 31 Tamil tígri féll í átökum milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í dag. Talsmenn Tamil tígra segjast hafa fellt 25 stjórnarhermenn í átökunum en yfirmenn hersins segja tvo hermenn hafa fallið.

Hagar biðja Samkeppniseftirlitið að rannsaka áskanir um samráð

Hagar, sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem fyrirtækið óskar eftir því að stofnunin hefji nú þegar rannsókn á tilhæfulausum ásökunum á hendur fyrirtækjum Haga þess efnis að fyrirtækin séu aðilar að ólögmætu samráði á matvörumarkaðnum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Harma fundarhöld stjórnenda í ógeðfelldum iðnaði

Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda hér á landi samrýmast ekki því markmiði að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. Flokkurinn harmar að Reykjavík sé gerð að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði.

Þrettán Litháar áfram í farbanni

Þrettán Litháar, sem grunaðir eru um stófelldan þjófnað úr fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann til 13. nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir