Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Selfoss Jarðskjálfti að stærð 2,6 á Richterskvarða varð um klukkan hálfsex í dag. Upptök skjálftans eru 2,9 km. norð-norðaustur af Selfossi og fundu Selfyssingar greinilega fyrir skjálftanum. Annar skjálfti um 3,2 á Richter varð á svipuðum slóðum um hádegisbil í gær. 26.10.2007 18:19 Lofar að láta smyglara gjalda fyrir sinn glæp Idriss Deby, forseti Afríkuríkisins Chad, hét því í dag að Frakkarnir níu sem voru handteknir fyrir að reyna smygla 103 börnum úr landi fengju að gjalda fyrir glæp sinn. Hann sagðist ætla gera allt í sínu valdi til að svo megi verða. 26.10.2007 18:13 Björgólfur Jóhannsson endurkjörinn formaður LÍÚ Björgólfur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna næsta starfsár. 26.10.2007 18:01 Grunsamlegur búnaður finnst í ræðismannabústað Mexíkó í New York Lögreglan í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú grunsamlegan búnað sem fannst við bústað ræðismanns Mexíkó þar í borg. Svæðið í kringum bústaðinn hefur verið girt af en óttast er að um sprengju sé að ræða. 26.10.2007 18:00 Sigurgeir Þorgeirsson verður ráðuneytisstjóri Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa dr. Sigurgeir Þorgeirsson í embætti ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu frá og með 1. janúar 2008. 26.10.2007 17:50 Vínbúðin innkallar rauðvín Glerbrot hefur fundist í rauðvínsflösku af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. 26.10.2007 17:46 Bílvelta við Skíðaskálann í Hveradölum Betur fór en á horfðist þegar Suzuki bifreið fór út af Suðurlandsvegi við Skíðaskálann í Hveradölum. Lögregla og slökkvilið frá Selfossi var kallað á staðnum en ökumaður í bílnum reyndist ekki slasaður. Hálka er á Hellisheiðinni og vill lögregla brýna það fyrir mönnum að fara varlega. 26.10.2007 17:39 Fingralangir félagar á ferð um Reykjavík Nokkuð af fatnaði var stolið úr þvottahúsi fjölbýlishúss í miðborginni í gær en á meðal þess sem saknað var eru gallabuxur og peysur. 26.10.2007 17:26 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu náð tökum á skógareldum Slökkviliðsmenn í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum hafa náð yfirhöndinni við skógareldana sem logað hafa þar síðastliðna viku. Reiknað er með því að íbúar svæða sem urðu eldinum að bráð geti snúið aftur um helgina. 26.10.2007 17:25 Geir Jón sáttur með nýju fötin „Það er almenn ánægja með nýju búningana sem eru að koma í hús þessa dagana,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni en nýir lögreglubúningar verða teknir í notkun 1.nóvember. 26.10.2007 16:51 Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir grunuðum brennuvargi hafnað Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar á Selfossi um að kona á fertugsaldri, sem grunuð er um að hafa kveikt í húsi í Vestmannaeyjum í vikunni, yrði úrskuðuð í gæsluvarðhald. Konan er því laus úr haldi lögreglu. 26.10.2007 16:42 VVRRRÚÚÚÚÚMMMMMMMM Átján ára strákur á körtu stakk af sjö sérbúna BMW bíla lögreglunnar í þýska bænum Mönchengladbach í dag. 26.10.2007 16:22 Hálkan strax farin að taka sinn toll Fimm umferðaróhöpp hafa orðið í dag vegna hálku í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Einn árekstur varð í þrengslunum og tveir bílar keyrðu útaf. Einn keyrði útaf á Hellisheiði og bílvelta varð á Bikupstungnabraut. Enginn hlaut alvarleg meiðsli í þessum óhöppum að sögn lögreglu. 26.10.2007 16:15 Ætlar að rífa öll útvarpstæki úr rútunum sínum Eigandi rútufyrirtækis segist ætla rífa öll útvarpstæki úr bifreiðum sínum fari svo að Ríkissútvarpið rukki afnotagjöld af hverju tæki. Héraðsdómur Reykjaness felldi í morgun dóm þessa efnis að Ríkisútvarpinu sé heimilt að rukka afnotagjöld af útvarpstækjum í bifreiðum sem notaðar eru í atvinnuskyni. 26.10.2007 16:02 Vilja byggja upp þjónustuíbúðir á gamla Fákssvæðinu Samtök aldraðra, sem eru byggingarsamvinnufélag í borginni, hafa sótt um lóðir hjá borginni fyrir fjölbýlishús með þjónustumiðstöð fyrir aldraðra á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal á Fákssvæðinu neðst við Bústaðarveg og í Skerjafirði þar sem áður var birgðastöð Skeljungs. 26.10.2007 15:53 Alcoa Fjarðarál harmar að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðarál sem send var fjölmiðlum síðdegis er það harmað að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt við uppsögn tveggja starfsmanna í síðustu viku. 26.10.2007 15:40 Langt yfir skammt? Það er ekkert leyndarmál að það er skortur á vinnuafli á Íslandi. Undanfarin misseri hefur fólk verið sótt til annarra landa þúsundum saman vegna þess. 26.10.2007 15:32 Ætla að kæra Tyrki til Mannréttindadómstólsins Foreldrar 17 ára gamals þýsks pilts íhuga nú að kæra tyrknesk stjórnvöld til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Tyrklandi í 200 daga en hann er sakaður um að hafa átt mök við stúlku undir lögaldri. Í morgun ákvað dómstóll í Istanbúl að framlengja gæsluvarðhaldi yfir piltinum um óákveðinn tíma. 26.10.2007 15:07 Fullur og ökuréttindalaus á bíl með sex manns í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær 18 ára pilt Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur. 26.10.2007 14:31 Harðskeljadekk í stað negldra „Jú það er allt vitlaust að gera sérstaklega þar sem það er spáð kólnandi," segir Elías hjá dekkjaverkstæðinu Nesdekk en miklar biðraðir hafa myndast fyrir utan dekkjarverkstæðin í dag. Elías segir þó að yfirleitt byrji traffíkin ekkert almennilega fyrr en fyrsti snjórinn falli. 26.10.2007 14:28 Umhverfis hvað? Áhugi Íslendinga á Norrænu samstarfi í umhverfis- og loftslagsmálum er minni en annarsstaðar. 26.10.2007 14:27 Fá rúm 180 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum Íslendingar fá að veiða samtals 184 þúsund tonn af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. 26.10.2007 14:23 Vegagerðin rukkar fyrir ónýta vegi Í gær drápust 85 kindur þegar sérútbúinn fjárflutningavagn með 230 kindum valt þegar vegkantur gaf sig. Fjórir bílstjórar Olíudreifingar hafa lent í því sama. Fyrirtækið fékk að auki senda reikninga fyrir skemmdum sem urðu á vegunum. 26.10.2007 14:06 Myndband: Skipulögð unglingaslagsmál á Akureyri "Þetta er háalvarlegur hlutur," segir Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi á Akureyri en það virðist færast í aukana að unglingar á Akureyri mæli sér mót til þess að fylgjast með skipulögðum slagsmálum. 26.10.2007 14:04 Skógræktarfélag Íslands og Kaupþing í víðtækt samstarf Skógræktarfélag Íslands og Kaupþing hafa gert með sér þriggja ára samning um samstarf sem sagður er einn sá stærsti og umfangsmesti Skógræktarfélagið hefur gert við fyrirtæki. 26.10.2007 14:01 Gerðu Ísraelar árás á kjarnorkuver í Sýrlandi? Nýjar gervihnattamyndir sýna að Sýrlendingar hafa jafnað við jörðu byggingu sem hugsanlega var leynilegt kjarnorkuver, sem Ísraelar gerðu loftárás á í síðasta mánuði. 26.10.2007 13:27 Segir viðsnúning bæjarstjóra óskiljanlegan Viðsnúningur bæjarstjórans í Reykjanesbæ varðandi málefni Hitaveitu Suðurnesja er algjörlega óskiljanlegur segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-listans. 26.10.2007 13:15 Forseti Filippseyja ánægður með áhuga Íslendinga í jarðhitamálum Forseti Filippseyja, Gloria Arrayo, lýsti yfir ánægju með vilja Íslendinga til að taka þátt í uppbyggingu jarðvarmavirkjana á Filippseyjum með því leggja bæði fram fé og þekkingu. 26.10.2007 13:00 Vel borgað hjá Lánasýslu sveitarfélaganna Aðeins einn starfsmaður starfar hjá Lánasýslu sveitarfélaganna en lánasýslan greiðir 16 og hálfa milljón króna í laun á ári. Starfsmaðurinn er þó ekki sá eini sem þiggur laun frá fyrirtækinu. 26.10.2007 12:45 Aukinn viðbúnaður í Rangún Vopnaðir lögreglumenn umkringdu klaustur í Rangún höfuðborg Búrma í dag og á götum borgarinnar varð vart við herta öryggisgæslu. Í gær ræddu fulltrúar herforingjastjórnarinnar í Búrma við helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 26.10.2007 12:36 Flutningabíll út af veginum í Hveradalabrekku Flutningabíll fór út af veginum í Hveradalabrekku á Hellisheiði fyrir stundu. Bílstjórann mun ekki hafa sakað. Mikil hálka er á heiðinni og gengur á með éljum. Lögregla biður því fólk um að fara varlega. 26.10.2007 12:29 Áfrýjar sýknu í tálbeitumáli til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi yfir þremur karlmönnum sem allir settu sig í samband við tálbeitu Kompás í vor. Mennirnir hugðust hitta tálbeituna sem þeir töldu vera 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. 26.10.2007 12:24 Staðfestir sátt kirkju og fóbíu Prestur í Akureyrarkirkju segir að niðurstaða Kirkjuþings hafi staðfest sátt kirkju og fóbíu. Orð biskups um sáttargjörð eða tímamót eigi alls ekki við. 26.10.2007 12:16 Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. 26.10.2007 12:13 Sýknaður af ölvunarakstri vegna vinnubragða lögreglu Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af því að hafa verið ölvaður undir stýri vegna annmarka á vinnubrögðum lögreglu. 26.10.2007 11:57 LÚS-ER Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu. 26.10.2007 11:31 Héraðsdómur ósammála siðanefnd BÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrrum ritstjóra DV, Pál Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, af kröfu framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. 26.10.2007 11:17 Strætó harmar atburðinn í leið 13 Framkvæmdastjóri Strætó bs, Reynir Jónsson, segir að fyrirtækið harmi þá atburði sem áttu sér stað í leið 13 á dögunum þegar vagnstjóri brást ókvæða við beiðnum konu sem bað hann um að fara sér hægar. Þá sagði einnig í fréttinni að vagninum hefði verið ekið nokkuð greitt upp Hverfisgötuna. Vagnstjórarnir sem um ræðir hafa viðurkennt mistök sín. Þá er því beint til konunnar sem hlut átti að máli að hún gefi sig fram við Strætó svo hægt sé að biðja hana persónulega afsökunar. 26.10.2007 11:15 Geir fundaði með páfa og Prodi Geir H. Haarde, forsætisráðherra fundaði í morgun með Romano Prodi, starfsbróður sínum á Ítalíu, í Róm og Benedikt sextánda páfa í Páfagarði. 26.10.2007 11:11 Ég át hana ekki Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið. 26.10.2007 10:52 Vörubílar rákust saman á Suðurlandsvegi Þrjú umferðaróhöpp hafa orðið í Suðurlandsvegi í morgun. Fyrir stundu rákust tveir vörubílar saman skammt vestan við Þrengslavegamót en engan sakaði í óhappinu að sögn lögreglunni á Selfossi. 26.10.2007 10:35 Ekki víst að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt Dómari Héraðsdóms Suðurlands hefur tekið sér frest til klukkan fjögur í dag til að úrskurða hvort kona sem grunuð er um að hafa kveikt í íbúð sinni við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum verði úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. 26.10.2007 10:34 Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels. 26.10.2007 10:20 Karlar menga meira en konur Karlar menga meira en konur með þar sem þeir eyða meira eldsneyti og borða meira kjöt en hvort tveggja eykur magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Þetta sýnir rannsókn sem unnin var á vegum sænska umhverfisráðuneytisins. 26.10.2007 09:28 Snjóþekja víða á heiðum Vegagerðin varar við snjóþekju er á Hellisheiði og í Þrengslum en saltbíll er farinn af stað til þess að salta vegina. 26.10.2007 09:17 Sjá næstu 50 fréttir
Jarðskjálfti við Selfoss Jarðskjálfti að stærð 2,6 á Richterskvarða varð um klukkan hálfsex í dag. Upptök skjálftans eru 2,9 km. norð-norðaustur af Selfossi og fundu Selfyssingar greinilega fyrir skjálftanum. Annar skjálfti um 3,2 á Richter varð á svipuðum slóðum um hádegisbil í gær. 26.10.2007 18:19
Lofar að láta smyglara gjalda fyrir sinn glæp Idriss Deby, forseti Afríkuríkisins Chad, hét því í dag að Frakkarnir níu sem voru handteknir fyrir að reyna smygla 103 börnum úr landi fengju að gjalda fyrir glæp sinn. Hann sagðist ætla gera allt í sínu valdi til að svo megi verða. 26.10.2007 18:13
Björgólfur Jóhannsson endurkjörinn formaður LÍÚ Björgólfur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna næsta starfsár. 26.10.2007 18:01
Grunsamlegur búnaður finnst í ræðismannabústað Mexíkó í New York Lögreglan í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú grunsamlegan búnað sem fannst við bústað ræðismanns Mexíkó þar í borg. Svæðið í kringum bústaðinn hefur verið girt af en óttast er að um sprengju sé að ræða. 26.10.2007 18:00
Sigurgeir Þorgeirsson verður ráðuneytisstjóri Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa dr. Sigurgeir Þorgeirsson í embætti ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu frá og með 1. janúar 2008. 26.10.2007 17:50
Vínbúðin innkallar rauðvín Glerbrot hefur fundist í rauðvínsflösku af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. 26.10.2007 17:46
Bílvelta við Skíðaskálann í Hveradölum Betur fór en á horfðist þegar Suzuki bifreið fór út af Suðurlandsvegi við Skíðaskálann í Hveradölum. Lögregla og slökkvilið frá Selfossi var kallað á staðnum en ökumaður í bílnum reyndist ekki slasaður. Hálka er á Hellisheiðinni og vill lögregla brýna það fyrir mönnum að fara varlega. 26.10.2007 17:39
Fingralangir félagar á ferð um Reykjavík Nokkuð af fatnaði var stolið úr þvottahúsi fjölbýlishúss í miðborginni í gær en á meðal þess sem saknað var eru gallabuxur og peysur. 26.10.2007 17:26
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu náð tökum á skógareldum Slökkviliðsmenn í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum hafa náð yfirhöndinni við skógareldana sem logað hafa þar síðastliðna viku. Reiknað er með því að íbúar svæða sem urðu eldinum að bráð geti snúið aftur um helgina. 26.10.2007 17:25
Geir Jón sáttur með nýju fötin „Það er almenn ánægja með nýju búningana sem eru að koma í hús þessa dagana,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni en nýir lögreglubúningar verða teknir í notkun 1.nóvember. 26.10.2007 16:51
Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir grunuðum brennuvargi hafnað Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar á Selfossi um að kona á fertugsaldri, sem grunuð er um að hafa kveikt í húsi í Vestmannaeyjum í vikunni, yrði úrskuðuð í gæsluvarðhald. Konan er því laus úr haldi lögreglu. 26.10.2007 16:42
VVRRRÚÚÚÚÚMMMMMMMM Átján ára strákur á körtu stakk af sjö sérbúna BMW bíla lögreglunnar í þýska bænum Mönchengladbach í dag. 26.10.2007 16:22
Hálkan strax farin að taka sinn toll Fimm umferðaróhöpp hafa orðið í dag vegna hálku í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Einn árekstur varð í þrengslunum og tveir bílar keyrðu útaf. Einn keyrði útaf á Hellisheiði og bílvelta varð á Bikupstungnabraut. Enginn hlaut alvarleg meiðsli í þessum óhöppum að sögn lögreglu. 26.10.2007 16:15
Ætlar að rífa öll útvarpstæki úr rútunum sínum Eigandi rútufyrirtækis segist ætla rífa öll útvarpstæki úr bifreiðum sínum fari svo að Ríkissútvarpið rukki afnotagjöld af hverju tæki. Héraðsdómur Reykjaness felldi í morgun dóm þessa efnis að Ríkisútvarpinu sé heimilt að rukka afnotagjöld af útvarpstækjum í bifreiðum sem notaðar eru í atvinnuskyni. 26.10.2007 16:02
Vilja byggja upp þjónustuíbúðir á gamla Fákssvæðinu Samtök aldraðra, sem eru byggingarsamvinnufélag í borginni, hafa sótt um lóðir hjá borginni fyrir fjölbýlishús með þjónustumiðstöð fyrir aldraðra á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal á Fákssvæðinu neðst við Bústaðarveg og í Skerjafirði þar sem áður var birgðastöð Skeljungs. 26.10.2007 15:53
Alcoa Fjarðarál harmar að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðarál sem send var fjölmiðlum síðdegis er það harmað að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt við uppsögn tveggja starfsmanna í síðustu viku. 26.10.2007 15:40
Langt yfir skammt? Það er ekkert leyndarmál að það er skortur á vinnuafli á Íslandi. Undanfarin misseri hefur fólk verið sótt til annarra landa þúsundum saman vegna þess. 26.10.2007 15:32
Ætla að kæra Tyrki til Mannréttindadómstólsins Foreldrar 17 ára gamals þýsks pilts íhuga nú að kæra tyrknesk stjórnvöld til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Tyrklandi í 200 daga en hann er sakaður um að hafa átt mök við stúlku undir lögaldri. Í morgun ákvað dómstóll í Istanbúl að framlengja gæsluvarðhaldi yfir piltinum um óákveðinn tíma. 26.10.2007 15:07
Fullur og ökuréttindalaus á bíl með sex manns í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær 18 ára pilt Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur. 26.10.2007 14:31
Harðskeljadekk í stað negldra „Jú það er allt vitlaust að gera sérstaklega þar sem það er spáð kólnandi," segir Elías hjá dekkjaverkstæðinu Nesdekk en miklar biðraðir hafa myndast fyrir utan dekkjarverkstæðin í dag. Elías segir þó að yfirleitt byrji traffíkin ekkert almennilega fyrr en fyrsti snjórinn falli. 26.10.2007 14:28
Umhverfis hvað? Áhugi Íslendinga á Norrænu samstarfi í umhverfis- og loftslagsmálum er minni en annarsstaðar. 26.10.2007 14:27
Fá rúm 180 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum Íslendingar fá að veiða samtals 184 þúsund tonn af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. 26.10.2007 14:23
Vegagerðin rukkar fyrir ónýta vegi Í gær drápust 85 kindur þegar sérútbúinn fjárflutningavagn með 230 kindum valt þegar vegkantur gaf sig. Fjórir bílstjórar Olíudreifingar hafa lent í því sama. Fyrirtækið fékk að auki senda reikninga fyrir skemmdum sem urðu á vegunum. 26.10.2007 14:06
Myndband: Skipulögð unglingaslagsmál á Akureyri "Þetta er háalvarlegur hlutur," segir Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi á Akureyri en það virðist færast í aukana að unglingar á Akureyri mæli sér mót til þess að fylgjast með skipulögðum slagsmálum. 26.10.2007 14:04
Skógræktarfélag Íslands og Kaupþing í víðtækt samstarf Skógræktarfélag Íslands og Kaupþing hafa gert með sér þriggja ára samning um samstarf sem sagður er einn sá stærsti og umfangsmesti Skógræktarfélagið hefur gert við fyrirtæki. 26.10.2007 14:01
Gerðu Ísraelar árás á kjarnorkuver í Sýrlandi? Nýjar gervihnattamyndir sýna að Sýrlendingar hafa jafnað við jörðu byggingu sem hugsanlega var leynilegt kjarnorkuver, sem Ísraelar gerðu loftárás á í síðasta mánuði. 26.10.2007 13:27
Segir viðsnúning bæjarstjóra óskiljanlegan Viðsnúningur bæjarstjórans í Reykjanesbæ varðandi málefni Hitaveitu Suðurnesja er algjörlega óskiljanlegur segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-listans. 26.10.2007 13:15
Forseti Filippseyja ánægður með áhuga Íslendinga í jarðhitamálum Forseti Filippseyja, Gloria Arrayo, lýsti yfir ánægju með vilja Íslendinga til að taka þátt í uppbyggingu jarðvarmavirkjana á Filippseyjum með því leggja bæði fram fé og þekkingu. 26.10.2007 13:00
Vel borgað hjá Lánasýslu sveitarfélaganna Aðeins einn starfsmaður starfar hjá Lánasýslu sveitarfélaganna en lánasýslan greiðir 16 og hálfa milljón króna í laun á ári. Starfsmaðurinn er þó ekki sá eini sem þiggur laun frá fyrirtækinu. 26.10.2007 12:45
Aukinn viðbúnaður í Rangún Vopnaðir lögreglumenn umkringdu klaustur í Rangún höfuðborg Búrma í dag og á götum borgarinnar varð vart við herta öryggisgæslu. Í gær ræddu fulltrúar herforingjastjórnarinnar í Búrma við helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 26.10.2007 12:36
Flutningabíll út af veginum í Hveradalabrekku Flutningabíll fór út af veginum í Hveradalabrekku á Hellisheiði fyrir stundu. Bílstjórann mun ekki hafa sakað. Mikil hálka er á heiðinni og gengur á með éljum. Lögregla biður því fólk um að fara varlega. 26.10.2007 12:29
Áfrýjar sýknu í tálbeitumáli til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi yfir þremur karlmönnum sem allir settu sig í samband við tálbeitu Kompás í vor. Mennirnir hugðust hitta tálbeituna sem þeir töldu vera 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. 26.10.2007 12:24
Staðfestir sátt kirkju og fóbíu Prestur í Akureyrarkirkju segir að niðurstaða Kirkjuþings hafi staðfest sátt kirkju og fóbíu. Orð biskups um sáttargjörð eða tímamót eigi alls ekki við. 26.10.2007 12:16
Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. 26.10.2007 12:13
Sýknaður af ölvunarakstri vegna vinnubragða lögreglu Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af því að hafa verið ölvaður undir stýri vegna annmarka á vinnubrögðum lögreglu. 26.10.2007 11:57
LÚS-ER Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu. 26.10.2007 11:31
Héraðsdómur ósammála siðanefnd BÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrrum ritstjóra DV, Pál Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, af kröfu framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. 26.10.2007 11:17
Strætó harmar atburðinn í leið 13 Framkvæmdastjóri Strætó bs, Reynir Jónsson, segir að fyrirtækið harmi þá atburði sem áttu sér stað í leið 13 á dögunum þegar vagnstjóri brást ókvæða við beiðnum konu sem bað hann um að fara sér hægar. Þá sagði einnig í fréttinni að vagninum hefði verið ekið nokkuð greitt upp Hverfisgötuna. Vagnstjórarnir sem um ræðir hafa viðurkennt mistök sín. Þá er því beint til konunnar sem hlut átti að máli að hún gefi sig fram við Strætó svo hægt sé að biðja hana persónulega afsökunar. 26.10.2007 11:15
Geir fundaði með páfa og Prodi Geir H. Haarde, forsætisráðherra fundaði í morgun með Romano Prodi, starfsbróður sínum á Ítalíu, í Róm og Benedikt sextánda páfa í Páfagarði. 26.10.2007 11:11
Ég át hana ekki Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið. 26.10.2007 10:52
Vörubílar rákust saman á Suðurlandsvegi Þrjú umferðaróhöpp hafa orðið í Suðurlandsvegi í morgun. Fyrir stundu rákust tveir vörubílar saman skammt vestan við Þrengslavegamót en engan sakaði í óhappinu að sögn lögreglunni á Selfossi. 26.10.2007 10:35
Ekki víst að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt Dómari Héraðsdóms Suðurlands hefur tekið sér frest til klukkan fjögur í dag til að úrskurða hvort kona sem grunuð er um að hafa kveikt í íbúð sinni við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum verði úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. 26.10.2007 10:34
Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels. 26.10.2007 10:20
Karlar menga meira en konur Karlar menga meira en konur með þar sem þeir eyða meira eldsneyti og borða meira kjöt en hvort tveggja eykur magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Þetta sýnir rannsókn sem unnin var á vegum sænska umhverfisráðuneytisins. 26.10.2007 09:28
Snjóþekja víða á heiðum Vegagerðin varar við snjóþekju er á Hellisheiði og í Þrengslum en saltbíll er farinn af stað til þess að salta vegina. 26.10.2007 09:17