Fleiri fréttir

Forn handrit upp á yfirborðið á ný

Fornleifafræðingar hafa hafið á ný uppgröft forns handritasafns sem staðsett er í rústum rómversku borgarinnar Herculaneum á Ítalíu og er talið innihalda ævaforn grísk og rómversk handrit.

Fáir flóttamenn vildu fara heim gegn peningagreiðslu

Aðeins tveir af þeim 150 íröksku flóttamönnum sem vísað hefur verið úr landi í Danmörku hafa samþykkt að snúa aftur til heimalands síns. Fá þeir rúma hálfa milljón í greiðslu frá dönskum yfirvöldum. Sautján aðrir hafa lýst yfir áhuga á að fara heim gegn peningagreiðslu.

Þrettán tonna bátur sökk í Sandgerðishöfn

Þrettán tonna eikarbátur, Hafrós KE 2, sökk í smábátahöfninni í Sandgerði um klukkan hálftólf í morgun. Björgunarsveit Sandgerðis tókst að koma bátnum á flot og var hann dreginn að Norðurbryggju þar sem hann liggur við flotbelgi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki er vitað orsök óhappsins en málið er í rannsókn.

Tony Blair skrifar ævisögu

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst skrifa bók um embættistíð sína í Downing Street. Í dag undirritaði hann útgáfusamning við fyrirtækið Random House.

Heimilið brann til kaldra kola

Íslensk kona sem missti heimilið sitt í skógareldunum í Kaliforníu ætlar sér að flytja alfarið í burtu af svæðinu. Aðeins þrjár klukkstundir liðu frá því hún þurfti að yfirgefa húsið þangað til það var brunnið til kaldra kola.

Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi

Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar.

Mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum framundan

Áform borgaryfirvalda um að taka skógræktarsvæði á Hólmsheiði undir iðnaðarsvæði fela í sér mestu skógareyðingu af mannavöldum á Íslandi í meira en öld að mati Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Háskóla Íslands skipt upp í fimm fræðasvið

Háskóla Íslands verður skipt upp í fimm fræðasvið og vald fært frá rektor og yfirstjórn skólans til forseta fræðasviðanna, samkvæmt skipulagstillögum sem háskólaráð hefur samþykkt.

Sterk króna skaðar meira en niðurskurður þorskkvótans

Sterk staða krónunnar skaðar sjávarútveginn jafnvel meira en niðurskurður þorskkvótans, að mati sjávarútvegsráðherra. Formaður útvegsmanna segir biðlund þeirra gagnvart Seðlabankanum á þrotum. Þessu var haldið fram á aðalfundi Landssamband útvegsmanna í dag.

Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran

Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal.

Meira en 80 kindur drápust í bílveltu

Sjötíu og níu kindur drápust þegar flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag.

Stærra skref en margir gera sér grein fyrir

Séra Ólafur Jóhannsson, prestur í Grensáskirkju og formaður Prestafélags Íslands, segir niðurstöðu Kirkjuþings um að heimila prestum þjóðkirkjunnar að staðfesta samvist samkynhneigðra stærra skref en margir geri sér grein fyrir. Hann segir að reynslan verði að leiða það í ljós hvort einhverjir prestar muni ekki gefa saman samkynhneigða.

Ásatrúarmenn kæra til Mannréttindadómstólsins

Ásatrúarmenn ætla að kæra niðurstöðu Hæstarétts frá því í dag til Mannréttindardómstólsins í Strassborg að sögn Hilmars Arnar Hilmarssonar, allsherjargoða. Hann segir niðurstöðuna vera vonbrigði.

Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“

Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“.

Ríkisútvarpið braut ekki gegn friðhelgi einkalífsins

Ríkisútvarpið var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu um brot á friðhelgi einkalífsins. Um er að ræða sjónvarpsþáttinn Sönn Íslensk sakamál sem sýndur var í sjónvarpinu í mars árið 2002 og byggði á atburðum Stóragerðismálsins svokallaða.

Hæstiréttur hafnar kröfu Ásatrúarfélagsins um sóknargjöld

Hæstiréttur staðfesti í dag dóms héraðsdóms í máli sem Ásatrúarfélagið höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna sóknargjalda. Ásatrúarfélagið taldi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar brotna þar sem þjóðkirkjan fengi meiri greiðslur úr ríkissjóði en önnur trúfélög. Í því fælist ólögmæt mismunun.

Mattel innkallar fleiri leikföng

Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína.

Útvarpsstjóri fékk 78% meiri launahækkun en forstjóri Flugstoða

Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir.

Hæstiréttur þyngir dóma í BMW-smyglmáli

Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir þremur mönnum sem dæmdir voru fyrir að smygla um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið inn til landsins. Dómarnir voru allir þyngdir um eitt ár

Kirkjulögum breytt á kjörtímabilinu

Lögð verður fram lagabreyting á núverandi kjörtímabili í samræmi við samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra að sögn Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis. Hann segir þó ekki liggja fyrir hvenær málið kemur til kasta Alþingis.

Konur í miklum meirihluta brautskráðra frá HÍ á laugardag

Alls verða 400 manns brautskráðir frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíó á laugardaginn kemur. Þar af ljúka 111 meistaragráðu. Af meistaranemum eru tæplega 70 prósent konur, en af heildafjölda kandídata eru konur um 63 prósent en karla 37 prósent.

Óljóst og loðið hjá kirkjunni

Samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra er loðin og óljós að mati formanns Samtakanna 78. Hann sakar forystu þjóðkirkjunnar um að vilja viðhalda aðskilnaðarstefnu gagnvart samkynhneigðum.

Tiltrúin á Hafró minni en nokkru sinni fyrr

Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ gerði Hafrannsóknarstofnun m.a. að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Segir hann að að tiltrú manna í sjávarútvegi á niðurstöður og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar er minni nú en nokkru sinni fyrr. Efasemdir eru um að ástand þorskstofnsins geti verið eins dapurt og nýjasta stofnmat stofnunarinnar segir til um.

Tugir kinda drápust í veltu á Snæfellsnesi

Flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Gísli Guðmundsson varðstjói lögreglunnar á Snæfellsnesi sagði að verið væri að reka féð í hús og greina skaðann. Einhverjir tugir kinda og lamba drápust í slysinu, en nákvæm tala fæst ekki fyrr en seinna í dag.

Makrílaflinn margfaldast milli ára

Makrílafli íslenskra skipa hefur tæplega nífaldast á milli ára. Alls hafa 28 íslensk skip og bátar veitt rúmlega 36.300 tonn af makríl á þessu ári. Þar af eru 15 skip með meira en 1000 tonna makrílafla hvert. Júpíter ÞH er aflahæsta skipið með 4381 tonn samkvæmt upplýsingum sem InterSeafood.com hefur fengið hjá Fiskistofu.

Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða

Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag.

Einar segir mikinn styrk krónunnar óviðunandi

Einar K. Guðfinnsson sjávarráðherra ræddi m.a. um gengi krónunnar í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Kvað hann mikinn styrk krónunnar skapa óviðunandi ástand fyrir útflutningsgreinarnar.

London og Berlín hægustu borgir Evrópu

London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund.

Ekið á gangandi vegfaranda við Suðurver

Betu fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut til móts við Suðurver laust eftir hádegi í dag. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að það hefði verið lán í óláni að vegfarandinn lenti ekki framan á bílnum heldur rann hann með hlið bílsins.

Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána

Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér.

Veðramót fékk 11 tilnefningar, Astrópía eina

Kvikmyndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 11 talsins. Foreldrar í leikstjórn Ragnars Bragasonar fær næstflestar tilnefningar eða sex talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Köld slóð fjórar tilnefningar. Það vekur athygli að Astrópía, sú mynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn skuli einungis fá eina tilnefningu, fyrir leikstjórn.

Stjórnskipulagi HÍ breytt með samruna við KHÍ

Umtalsverðar breytingar verða á stjórnskipulagi Háskóla Íslands um leið og Háskólinn sameinast Kennaraháskóla Íslands um mitt næsta ár. Þetta kom fram á fundi Kristínar Ingólfsdóttur rektors með starfsmönnum og nemendum Háskólans nú í hádeginu.

Vildi óska þess að geta boðið bláan Opal

Blár Opal á sér greinilega marga aðdáendur þó nokkur ár séu liðin frá því framleiðslu hans var hætt. Á Netsamfélaginu Facebook hefur nú verið stofnuð síða þar sem Nói og Síríus er hvatt til að hefja sölu á ný. Tæplega tvöþúsund manns, hvaðanæva að úr heiminum, hafa skráð sig á síðuna. Gunnar B. Sigurgeirsson, markaðsstjóri Nóa Síríus segir erfitt að segja til um hvort von sé á endurkomu sælgætisins en hann vonar það besta.

Suu Kyi á fund herforingja

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið.

30 milljónir söfnuðust eftir Kompásþátt

Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar.

Fyrsta farþegaflug ofurþotu

Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna.

Sjá næstu 50 fréttir