Fleiri fréttir

Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni

Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár.

Hallbjörn endurheimtir Skagaströnd

Hallbjörn Hjartarson kántrímeistari og útvarpsstjóri segist ánægður með að búa aftur á Skagaströnd, en það nefnist heimahreppur hans nú á ný, eftir að nafninu var breytt úr Höfðahreppi í byrjun mánaðarins.

Fjölgar í strætó eftir að frítt varð fyrir nema

36 þúsund fleiri tók strætó í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra og nemur aukningin fimm prósentum á milli ára. Vöxtinn má rekja til þess að framhaldsskólanemar fengu frítt í strætó eftir því sem segir í frétt frá umhverfissviði borgarinnar.

Íslenskt vatn tilnefnt til verðlauna vegna sjálfbærni

Vatn frá Icelandic Glacial, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, keppir í lokaúrslitum um þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum. Verðlaunin nefnast BottledWaterWorld Awards og eftir því sem fram kemur í tilkynningu etur Icelandic Glacial kappi við Coca Cola og Danone, sem framleiðir hið fræga Evian-vatn, um verðlaunin.

Íslensk stjórnvöld berjast gegn barnahermennsku

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum styrkt verkefni gegn barnahermennsku í Mið-Afríku, Sri Lanka og Síerra Leone. Verkefnin eru bæði á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Rauða krossins og miða að því að koma börnum sem gegnt hafa barnahermennsku til hjálpar og gera þeim kleift að takast á við eðlilegt líf. Í ár hefur Ísland einnig styrkt verkefni Rauða krossins vegna baráttu gegn barnahermennsku í Síerra Leóne.

Burt með öll umferðarljós og skilti

Bæjarstjórnin í Bohmte í vesturhluta Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að auka umferðaröryggi í miðbænum sé að fjarlægja öll umferðarljós og götuskilti. Um 13.500 bílar fara um miðbæinn á hverjum degi. Það var hollenskur umferðarsérfræðingur sem hannaði þessa lausn, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins.

Vinstra hrun í Noregi

Vinstri sósíalistar (SV) töpuðu miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í Noregi síðastliðinn mánudag. Fylgi flokksins minnkaði úr 12,3 í 6,1 prósent, miðað við síðustu kosningar 2003.

Vinna gegn launamun og endurmeta kjör kvennastétta

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að skipa þrjá starfshópa til þess að fylgja eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hóparnir eiga að vinna gegn óútskýrðum launamun og endurmeta kjör svokallaðra kvennastétta.

Faxaflóahafnir hafa áhuga á eignum NATO í Hvalfirði

Uppboð á fyrrum eigum NATO í Hvalfirði kom til umræðu á stjórnarfundi Faxaflóahafna í dag. Gísli Gíslason hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins. Í framhaldi af því samþykkti hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að taka upp viðræður við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um gerð tilboðs í eignirnar.

Víkingarnir upphafsmenn hnattvæðingar

Hnattvæðingin er í brennidepli í norrænu samstarfi. Sameiginlega eiga Norðurlönd mikla möguleika á því að nýta sér þau tækifæri sem felast í hnattvæðingunni. En hún er ekki ný af nálinni, segir Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. "Við gætum meira að segja haldið því fram að víkingarnir hafi á sínum tíma hafið hnattvæðinguna, með ránsferðum sínum til annarra landa. Viðskiptaaðferðir víkinganna voru ekki alltaf eftir bókinni, en mjög áhrifaríkar." Þetta grínaðist Enestam með í upphafi ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Kaupmannahöfn á þriðjudag.

HA hýsir nýja meistaranámsleið fyrir HV

Háskólinn á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að Háskólinn á Akureyri taki að sér að hýsa nýja námsleið Háskólaseturs Vestfjarða í haf- og strandsvæðastjórnun.

Hátt í 8.000 Pólverjar fá kennitölu á einu ári

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá fengu tæplega 15.000 útlendingar úthlutað kennitölu á tímabilinu frá 1. ágúst í fyrra og til 31. júlí í ár. Af þessum fjölda eru 7.665 Pólverjar. Næstflestir eru Lithár eða 994, Þjóðverjar eru 594 og Lettar eru 520 svo dæmi séu tekin.

Engar afgerandi sannanir gegn foreldrum Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur borið til baka fréttir um að hún hafi undir höndum sönnunargögn sem muni leiða til ákæru á hendur foreldrum Madeleine McCann. Ríkislögreglustjóri Portúgals sagði í sjónvarpsviðtali í gær að lögreglan hafi aðeins fengið hluta af sýnum sem send voru til rannsóknar í Bretlandi. Niðurstöður þeirra séu enganvegin jafn afgerandi og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Orkuveitan rukkar milljónir fyrir verk sem áður voru unnin án gjalds

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir augljóst að stefnubreyting hafi orðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið. Hann segir fyrirtækið rukka ótæpilega fyrir verk sem áður var ekki rukkað fyrir. Hann tekur ný dæmi af Nýbýlavegi og Dalvegi þar sem OR hafi farið fram á margar milljónir króna fyrir að færa til lagnir.

Flytja inn falsstinningarlyf í stórum stíl

Íslenskir karlmenn virðast ekki vera neinir eftirbátar norskra kynbræðra sinna í að falla fyrir gylliboðum sem berast í tölvupósti og lofa stórstígum framförum í bólinu.

Páll ber höfuð og herðar yfir norræna útvarpsstjóra í bílamálum

Páll Magnússon útvarpsstjóri ber höfuð og herðar yfir aðra útvarpsstjóra á Norðurlöndunum í bílamálum. Raunar er aðeins einn þeirra, Kenneth Plummer, hjá Dansk Radio með bíl á vegum fyrirtækisins og kemst sá ekki í hálfkvist við Audi Q-7 glæsijeppa Páls upp á 9,2 milljónir kr. Plummer keyrir um á Honda CR-V Executive árgerð 2005 sem kostar um 2,7 milljónir kr.

Petraeus gagnrýndur

Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax.

Nýtt myndband í tilefni dagsins

Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna.

Segir álagsgreiðslur hafa verið blekkingar

Álagsgreiðslur til leikskólakennara sem borgarráð samþykkti nýlega voru blekking og til þess gerðar að friðþægja samfélagið, segir formaður Félags leikskólakennara. Formaður Leikskólaráðs segir verið að útfæra greiðslurnar svo þær nái líka til leikskólanna.

Vitlaus og vanhugsuð ákvörðun

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það vanhugsaða og vitlausa ákvörðun hjá arftaka sínum að kalla heim íslenskan upplýsingafulltrúa í Írak. Utanríkisráðherra sé að slá sig til riddara heimafyrir í stað þess að vinna með bandalagsþjóðum í NATO.

Riddarakross fyrir störf í þágu íslenskunnar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag tvo prófessora við Háskólann í Leeds riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf þeirra í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða.

Hlutfall vanskila hjá einstaklingum ekki lægri í sex ár

Hlutfall vanskila af útlánum fjármálafyrirtækja reyndist 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er 0,1 prósentustigi minna en á fyrsta ársfjórðungi. Tölur Fjármálaeftirlitsins sýna vanskilahlutföll af lánum hafa verið á bilinu 0,5 til 0,7 prósent á síðustu síðustu tveimur árum og eru það lægstu hlutföll vanskila sem sést hafa á rúmlega sex ára tímabili sem yfirlit Fjármálaeftirlitsins nær yfir.

Ekki búist við að aðgerðir flugfreyja raski flugi

Icelandair á ekki von á að boðaðar aðgerðir flugfreyja valdi röskun á flugi félagsins. Á fjölmennum félagsfundi Flugfreyjufélagsins í gær var samþykkt ályktun þar sem uppsagnir voru harmaðar og að farið skyldi að því fordæmi flugmanna að vinna ekki umfram vinnuskyldu.

Áhrifa kaupstefnunnar í Frankfurt gætir langt út fyrir bókmenntirnar

Verði Íslendingar fyrir valinu sem gestaþjóð á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011 mun áhrifanna hér á landi gæta langt út fyrir bókmenntirnar, segir framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann telur Íslendinga eiga góða möguleika á að hreppa hnossið en þeir etja kappi við Finna um sætið.

Afrekaskrá ráðherra misrýr eftir hveitibrauðsdaga

Þegar litið er á hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa afrekað á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar í sumar er eftirtekjan misrýr eftir embættum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ber af en embætti hennar hefur mokað frá sér hverju málinu á fætur öðru í þágu skjólstæðinga sinna.

Engin ákvörðun í máli lögreglumanns sem misnotaði aðstöðu sína

Enn hefur engin ákvörðun verið tekin af hálfu Ríkislögreglustjóra í máli lögreglumannsins sem ákærður var fyrir að misnota stöðu sína með því að láta aka sér í forgangsakstri út á Keflavíkurflugvöll. Manninum var gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt en verið er að meta hvort hann haldi starfi sínu í lögreglunni.

Heimilt að rífa norskt skip

Hæstiréttur Indlands leyfði í dag að byrjað yrði að rífa gamalt norskt skemmtiferðaskip sem hefur legið við akkeri undan strönd landsins í rúmt ár. Umhverfissamtök hafa barist gegn því að leyfið yrði veitt á þeim forsendum að í skipinu séu yfir 900 tonn af eitruðum úrgangi. Það skapi mikla hættu fyrir verkamenn í slippnum þar sem rífa á skipið.

Kviknaði í neyðarlýsingarskilti

Eldinn í verslun Pennans í Hafnarfirði í morgun má rekja til neyðarlýsingarskiltis í versluninni. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir það kaldhæðnislegt að eldurinn hafi kviknað með þessum hætti en skiltinu er ætlað að lýsa fólki leiðina út úr versluninni, komi upp neyðartilvik, til dæmis eldsvoði.

Dregur úr vöruskiptahalla milli mánaða

Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 12 milljarða í ágúst síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í frétt fjármálaráðuneytisins um málið að vöruskiptahallinn hafi minnkað á milli mánaða en hann var nærri 15 milljarðar í júlí.

Portúgalskur saksóknari fær Madeleine gögn

Portúgalska lögreglan mun í dag láta af hendi öll rannsóknargögn í máli Madeleine McCann. Portúgalskir saksóknarar munu taka við gögnunum og taka í framhaldi ákvörðun um það hvort foreldrar Madeleine, þau Gerry og Kate McCann verði ákærð í málinu.

50 ísraelskir hermenn slasast í árás

Palestínskir vígamenn á Gasa svæðinu skutu eldflaug á æfingastöð ísraelska hersins fyrir nokkrum klukkutímum síðan. 50 hermenn slösuðust í árásinni og er talið víst að atvikið muni auka þrýsting á ísraelsk stjórnvöld um að láta til skarar skríða á Gasa en svæðið er undir stjórn Hamas samtakanna.

Hleranir komu í veg fyrir hryðjuverk í Evrópu

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að hleranir hafi átt stóran þátt í því að upp komst um fyrirhugaðar hryðjuverkaárásir í Þýskalandi og í Danmörku á dögunum.

Eldur í Pennanum

Eldur kviknaði í verslun Pennans við Strandgötu í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sex í morgun. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn áður enn hann næði útbreilðslu, en húsnæðið fylltist af reyk og sóti þannig að töluvert tjón hlaust af.

Fyrrverandi frú Reagan látin

Óskarsverðlaunaleikkonan Jane Wyman lést á heimili sínu í Palm Springs í Kalíforníu í kvöld. Wyman var fyrsta eiginkona Ronalds Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hún lék í sjónvarpsmyndaflokknum vinsæla Falcon Crest. Wyman byrjaði að leika í kvikmyndum á fjórða áratug síðustu aldar, þegar hún gerði samning við Warner Bros framleiðendurna.

McCann hjónin gætu misst tvíburana

Svo gæti farið að tveggja ára gamlir tvíburar McCann hjónanna yrðu settir í umsjá barnaverndaryfirvalda, í kjölfar langs fundar breskra félagsráðgjafa og lögreglu í gær um framtíð fjölskyldunnar.

Tveir létust í jarðgangaslysi á Ítalíu

Tveir létust og um 150 voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að bíll skall á öryggisgrindverk með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum í jarðgöngum á norður Ítalíu í dag.

Öll spjót beinast að móður Madeleine

Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf.

Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax

Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Þar er lagt til að bandarískum hermönnum verði ekki fækkað fyrr en næsta sumar.

Íslendingar meðal þeirra bestu í heimi í nýsköpun

Íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims samkvæmt bandarískum lista yfir hnattræna sköpunargáfu. Bandaríski prófessorinn Richard Florida hrósar Íslendingum í hástert fyrir sköpunarþrótt í nýlegri metsölubók.

Gengur vel í Írak

Árangur þess að fjölga í herlilði Bandaríkjamanna í Írak er að mestu í samræmi við markmið. Þetta sagði yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Írak, hershöfðinginn David Petraeus, í skýrslu um framvindu stríðsins í landinu sem hann kynnti fyrir Bandaríkjaþingi í dag.

Straumur ætlar að tvöfalda starfsemina á þremur árum

Straumur-Burðarás ætlar að tvöfalda starfsemi sína á næstu þremur árum með kaupum á fyrirtækjum og með því að styrkja núverandi starfsemi sína. Stjórnendur bankans segja það ekki sitt hlutverk að svara því hverjir séu eigendur fimm prósenta hlutar sem keyptur var fyrir fáeinum vikum.

Aðeins fjögur almenningssalerni í miðborginni

Aðeins fjögur almenningssalerni eru í miðborg Reykjavíkur og eru tvö þeirra lokuð að hluta eða öllu leyti á næturnar. Lögreglan handtók á þriðja tug manna um helgina fyrir að kasta af sér vatni á almannafæri.

Sveitarfélögin vilja jafnlaunastefnu - ekki KÍ

Formaður leikskólakennara vísar meintri jafnlaunastefnu KÍ til föðurhúsanna og segir að það séu sveitarfélögin sem komi í veg fyrir að hægt sé að bæta kjör leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir meirihlutans um fyrirtækjaleikskóla myndu ýta undir stéttskiptingu, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.

Sjá næstu 50 fréttir