Fleiri fréttir Steingrímur A. Arason formaður samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Steingrím Ara Arason hagfræðing formann samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 2.8.2007 11:24 Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur. 2.8.2007 10:32 Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar. 2.8.2007 10:08 Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf Íslendingur var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minneapolis hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu. Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. 2.8.2007 09:54 Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina og ítrekar nauðsyn þess að forðast framúrakstur og keyra ekki þreytt eða undir áhrifum áfengis. 2.8.2007 09:51 Verðbólgan mælist 6,6% Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu. 2.8.2007 09:26 Gen örvhentra líklega fundið Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað gen sem virðist auka líkur á að fólk verði örvhent. Genið LRRTM1 virðist gegna lykilhlutverki í að stjórna því hvaða hluti heilans stýrir starfsemi á borð við mál og tilfinningar samkvæmt rannsókninni. 2.8.2007 09:00 Varað við flóðbylgju í Japan Einn lést þegar jarðskjálfti sem var 6,4 á Richter skók kyrrahafseyjuna Sakhalin í Rússlandi, norður af Japan. Engar meiriháttar skemmdur urðu á mannvirkjum. Flóðbylgjuviðvörun var í kjölfarið gefin út fyrir Hokkaídoeyju við Vesturströnd Japans. 20 centimetra bylgja hefur komið á land nú þegar, og er búist við stærri bylgjum. 2.8.2007 08:32 Mannræningjarnir höfðu leitað að fórnarlömbum um nokkurt skeið Talibanahópurinn, sem hefur tuttugu og einn suður-kóreskan gísl á valdi sínu, hafði verið að leita að fórnarlömbum um nokkurt skeið, eða frá því að æðsti maður hópsins, Daro Kahn, var handtekinn af bandarískum hermönnum í Qarabagh-héraðinu í júní. Þetta kemur fram í viðtali við einn af æðstu mönnum hópsins sem tímaritið Newsweek birtir í dag. 1.8.2007 23:23 Afrit af samskiptum brasilísku flugmannanna birt Afrit af síðustu sekúndum samskipta flugmannanna tveggja sem voru við stjórnvölinn þegar versta flugslys í brasilískri sögu átti sér stað var í dag lesið upp fyrir rannsóknarnefnd brasilíska þingsins. Samkvæmt upptökum úr flugvélinni kallaði annar flugmanna að hægja þyrfti ferðina en hinn svaraði því til að hann gæti það ekki. 1.8.2007 21:59 Bílvelta í Hvalfirði Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu. 1.8.2007 21:31 Flugóhapp við Múlakot í Fljótshlíð Engan sakaði þegar nefhjólið gaf sig á tveggja hreyfla flugvél á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð í kvöld. Er nefhjólið gekk upp lagðist flugvélin, sem tveir voru í, á nefið. Lögreglan á Hvolsvelli er á staðnum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 1.8.2007 20:48 Unglingsstúlka flutt með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu í Gnúpverjahreppi Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sautján ára stúlku á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í valt í Gnúpverjahreppi rétt fyrir ofan Geldingaholt í kvöld. Grunur leikur á að stúlkan hafi hlotið háls- og hryggáverka. Fimm manns voru í bílnum og var stúlkan farþegi í aftursæti hans. Annar farþegi var færður til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Laugarási en aðrir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 1.8.2007 20:39 Obama segist reiðubúinn að fyrirskipa árás á al-Kaída í Pakistan Barack Obama, frambjóðandi í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, sagði í dag að hann væri reiðubúinn til að fyrirskipa hernaðaraðgerðir gegn al-Kaída í Pakistan án samráðs við stjórnvöld þar í landi ef hann kæmist til valda. 1.8.2007 20:03 Lindarvatn úr Eyjafjöllum uppistaðan í vestmannaeyskum bjór Lindarvatn úr Eyjafjöllunum verður uppistaðan í nýjum íslenskum bjór, framleiddum í Vestmannaeyjum, ef hugmyndir um bjórverksmiðju í Eyjum verða að veruleika. Með tilkomu Bakkafjöru lækkar flutningskostnaður bjórsins uppá fastalandið til muna. 1.8.2007 19:35 Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna. 1.8.2007 19:23 Skátar fagna afmæli hreyfingarinnar Skátahreyfingin fagnar í dag eitt hundrað ára afmæli. Íslenskir skátar sem staddir eru á alheimsmóti skáta í Englandi buðu upp á kjötsúpu í tilefni dagsins. 1.8.2007 19:19 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar aflétt Iðnaðar- og fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar, til að koma til móts við vanda útgerðanna í kjölfar kvótaskerðingar. Þetta var tilkynnt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði í dag. 1.8.2007 19:18 Gengur á 100 hæstu tinda landsins Þorvaldur Víðir Þórisson er líklega ókrýndur háfjallakóngur Íslands. Hann hefur á þessu ári klifið sjötíu og tvo af hundrað hæstu tindum landsins og stefnir á að ljúka við að klífa þá alla fyrir fimmtugsafmælið sitt í október. 1.8.2007 19:18 Olíuverð náði sögulegu hámarki Verð á olíu náði sögulegu hámarki í dag þegar verð á olíutunnunni komst í tæpa sjötíu og níu bandaríkjadali. Talið er að hækkunina megi rekja til áhyggna af því hvort olíuframboð geti mætt eftirspurn eftir olíu á heimsvísu. 1.8.2007 19:17 Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01 Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00 Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45 Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. 1.8.2007 18:45 Læknanemar dreifa 15.000 smokkum Ástráður, forvarnarstarf læknanema, hefur í samstarfi við Halldór Jónsson, innflytjanda Durex á Íslandi, og fleiri góða aðila ákveðið að hrinda af stað smokkaátaki um Verslunarmannahelgina, á Gay pride hátíðinni og á Menningarnótt. 1.8.2007 18:21 Öflugur jarðskjálfti í Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7.2 á richter varð í dag 45 kílómetra suðaustur af eyjunni Santo sem tilheyrir Vanuatu eyjaklasanum. Upptök skjálftans voru á 172 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu um 1.996 kílómetra norðaustur af Brisbane í Ástralíu. 1.8.2007 17:47 ísland yfirtekur starfsemi Ratsjárstofnunar Ísland mun yfirtaka starfsemi Ratsjárstofnunar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Starfshópur skipaður sérfræðingum utanríkisráðuneytisins vinnur nú að undirbúningi yfirtöku íslenskra stjórnvalda á starfsemi stofnunarinnar og aðlögun að íslenskri stjórnsýslu. 1.8.2007 17:29 Hillary eykur forskot sitt Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og fyrrum forsetafrú, hefur aukið forskotið á helsta keppinaut sinn í forkosningum Demókrata ef marka má nýja skoðannakönnun sem birt var í dag. Könnunin var unnin af bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í samvinnu við NBC sjónvarpsstöðina. 1.8.2007 16:54 Tengsl milli tekna og offitu barna Ný rannsókn bendir til þess að börn ríkra foreldra og vinnandi mæðra séu í meiri hættu á að verða of feit. Vísindamenn hjá „The Institute of Child Health“ í London fylgdu eftir þrettán þúsund börnum frá fæðingu til þriggja ára aldurs. 1.8.2007 16:32 Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31 Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55 Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust? Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi. Kjörtímabilinu lýkur í febrúar 2009. 1.8.2007 15:53 Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09 Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands. 1.8.2007 14:56 Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37 Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00 Mikið mannfall í Bagdad í dag Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar. 1.8.2007 13:35 Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20 Frétt um frelsun gísla dregin til baka Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna. 1.8.2007 12:50 Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41 Danir senda friðargæsluliða til Darfur Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan. Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað. 1.8.2007 12:39 Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28 Alþjóðlegt friðargæslulið kemur of seint fyrir of marga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda tuttugu sex þúsund manna alþjóðlegt friðargæslulið til héraðsins Darfur í Súdan. Allt of seint fyrir of marga segir framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar en yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu síðastliðin fjögur ár. 1.8.2007 12:15 Reykingar drepa Sænsk kona féll út um glugga og niður fimm hæðir á hóteli í Kaupmannahöfn í nótt. Slysið varð þegar konan reyndi að svindla á reykingabanni á Skt Petri hótelinu, með því að reykja út um gluggann. 1.8.2007 11:56 Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Steingrímur A. Arason formaður samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Steingrím Ara Arason hagfræðing formann samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 2.8.2007 11:24
Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur. 2.8.2007 10:32
Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar. 2.8.2007 10:08
Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf Íslendingur var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minneapolis hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu. Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. 2.8.2007 09:54
Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina og ítrekar nauðsyn þess að forðast framúrakstur og keyra ekki þreytt eða undir áhrifum áfengis. 2.8.2007 09:51
Verðbólgan mælist 6,6% Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu. 2.8.2007 09:26
Gen örvhentra líklega fundið Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað gen sem virðist auka líkur á að fólk verði örvhent. Genið LRRTM1 virðist gegna lykilhlutverki í að stjórna því hvaða hluti heilans stýrir starfsemi á borð við mál og tilfinningar samkvæmt rannsókninni. 2.8.2007 09:00
Varað við flóðbylgju í Japan Einn lést þegar jarðskjálfti sem var 6,4 á Richter skók kyrrahafseyjuna Sakhalin í Rússlandi, norður af Japan. Engar meiriháttar skemmdur urðu á mannvirkjum. Flóðbylgjuviðvörun var í kjölfarið gefin út fyrir Hokkaídoeyju við Vesturströnd Japans. 20 centimetra bylgja hefur komið á land nú þegar, og er búist við stærri bylgjum. 2.8.2007 08:32
Mannræningjarnir höfðu leitað að fórnarlömbum um nokkurt skeið Talibanahópurinn, sem hefur tuttugu og einn suður-kóreskan gísl á valdi sínu, hafði verið að leita að fórnarlömbum um nokkurt skeið, eða frá því að æðsti maður hópsins, Daro Kahn, var handtekinn af bandarískum hermönnum í Qarabagh-héraðinu í júní. Þetta kemur fram í viðtali við einn af æðstu mönnum hópsins sem tímaritið Newsweek birtir í dag. 1.8.2007 23:23
Afrit af samskiptum brasilísku flugmannanna birt Afrit af síðustu sekúndum samskipta flugmannanna tveggja sem voru við stjórnvölinn þegar versta flugslys í brasilískri sögu átti sér stað var í dag lesið upp fyrir rannsóknarnefnd brasilíska þingsins. Samkvæmt upptökum úr flugvélinni kallaði annar flugmanna að hægja þyrfti ferðina en hinn svaraði því til að hann gæti það ekki. 1.8.2007 21:59
Bílvelta í Hvalfirði Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu. 1.8.2007 21:31
Flugóhapp við Múlakot í Fljótshlíð Engan sakaði þegar nefhjólið gaf sig á tveggja hreyfla flugvél á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð í kvöld. Er nefhjólið gekk upp lagðist flugvélin, sem tveir voru í, á nefið. Lögreglan á Hvolsvelli er á staðnum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 1.8.2007 20:48
Unglingsstúlka flutt með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu í Gnúpverjahreppi Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sautján ára stúlku á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í valt í Gnúpverjahreppi rétt fyrir ofan Geldingaholt í kvöld. Grunur leikur á að stúlkan hafi hlotið háls- og hryggáverka. Fimm manns voru í bílnum og var stúlkan farþegi í aftursæti hans. Annar farþegi var færður til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Laugarási en aðrir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 1.8.2007 20:39
Obama segist reiðubúinn að fyrirskipa árás á al-Kaída í Pakistan Barack Obama, frambjóðandi í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, sagði í dag að hann væri reiðubúinn til að fyrirskipa hernaðaraðgerðir gegn al-Kaída í Pakistan án samráðs við stjórnvöld þar í landi ef hann kæmist til valda. 1.8.2007 20:03
Lindarvatn úr Eyjafjöllum uppistaðan í vestmannaeyskum bjór Lindarvatn úr Eyjafjöllunum verður uppistaðan í nýjum íslenskum bjór, framleiddum í Vestmannaeyjum, ef hugmyndir um bjórverksmiðju í Eyjum verða að veruleika. Með tilkomu Bakkafjöru lækkar flutningskostnaður bjórsins uppá fastalandið til muna. 1.8.2007 19:35
Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna. 1.8.2007 19:23
Skátar fagna afmæli hreyfingarinnar Skátahreyfingin fagnar í dag eitt hundrað ára afmæli. Íslenskir skátar sem staddir eru á alheimsmóti skáta í Englandi buðu upp á kjötsúpu í tilefni dagsins. 1.8.2007 19:19
1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar aflétt Iðnaðar- og fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar, til að koma til móts við vanda útgerðanna í kjölfar kvótaskerðingar. Þetta var tilkynnt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði í dag. 1.8.2007 19:18
Gengur á 100 hæstu tinda landsins Þorvaldur Víðir Þórisson er líklega ókrýndur háfjallakóngur Íslands. Hann hefur á þessu ári klifið sjötíu og tvo af hundrað hæstu tindum landsins og stefnir á að ljúka við að klífa þá alla fyrir fimmtugsafmælið sitt í október. 1.8.2007 19:18
Olíuverð náði sögulegu hámarki Verð á olíu náði sögulegu hámarki í dag þegar verð á olíutunnunni komst í tæpa sjötíu og níu bandaríkjadali. Talið er að hækkunina megi rekja til áhyggna af því hvort olíuframboð geti mætt eftirspurn eftir olíu á heimsvísu. 1.8.2007 19:17
Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01
Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00
Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45
Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. 1.8.2007 18:45
Læknanemar dreifa 15.000 smokkum Ástráður, forvarnarstarf læknanema, hefur í samstarfi við Halldór Jónsson, innflytjanda Durex á Íslandi, og fleiri góða aðila ákveðið að hrinda af stað smokkaátaki um Verslunarmannahelgina, á Gay pride hátíðinni og á Menningarnótt. 1.8.2007 18:21
Öflugur jarðskjálfti í Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7.2 á richter varð í dag 45 kílómetra suðaustur af eyjunni Santo sem tilheyrir Vanuatu eyjaklasanum. Upptök skjálftans voru á 172 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu um 1.996 kílómetra norðaustur af Brisbane í Ástralíu. 1.8.2007 17:47
ísland yfirtekur starfsemi Ratsjárstofnunar Ísland mun yfirtaka starfsemi Ratsjárstofnunar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Starfshópur skipaður sérfræðingum utanríkisráðuneytisins vinnur nú að undirbúningi yfirtöku íslenskra stjórnvalda á starfsemi stofnunarinnar og aðlögun að íslenskri stjórnsýslu. 1.8.2007 17:29
Hillary eykur forskot sitt Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og fyrrum forsetafrú, hefur aukið forskotið á helsta keppinaut sinn í forkosningum Demókrata ef marka má nýja skoðannakönnun sem birt var í dag. Könnunin var unnin af bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal í samvinnu við NBC sjónvarpsstöðina. 1.8.2007 16:54
Tengsl milli tekna og offitu barna Ný rannsókn bendir til þess að börn ríkra foreldra og vinnandi mæðra séu í meiri hættu á að verða of feit. Vísindamenn hjá „The Institute of Child Health“ í London fylgdu eftir þrettán þúsund börnum frá fæðingu til þriggja ára aldurs. 1.8.2007 16:32
Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31
Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55
Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust? Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi. Kjörtímabilinu lýkur í febrúar 2009. 1.8.2007 15:53
Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09
Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands. 1.8.2007 14:56
Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37
Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00
Mikið mannfall í Bagdad í dag Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar. 1.8.2007 13:35
Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20
Frétt um frelsun gísla dregin til baka Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna. 1.8.2007 12:50
Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41
Danir senda friðargæsluliða til Darfur Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan. Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað. 1.8.2007 12:39
Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28
Alþjóðlegt friðargæslulið kemur of seint fyrir of marga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda tuttugu sex þúsund manna alþjóðlegt friðargæslulið til héraðsins Darfur í Súdan. Allt of seint fyrir of marga segir framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar en yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu síðastliðin fjögur ár. 1.8.2007 12:15
Reykingar drepa Sænsk kona féll út um glugga og niður fimm hæðir á hóteli í Kaupmannahöfn í nótt. Slysið varð þegar konan reyndi að svindla á reykingabanni á Skt Petri hótelinu, með því að reykja út um gluggann. 1.8.2007 11:56
Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46